Serbneskur þjóðernissinni vinnur leiðtogasæti í Bosníu Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 08:09 Dodik var glaður í bragði þegar hann greiddi atkvæði um helgina. Vísir/EPA Milorad Dodik, serbneskur þjóðernissinni, vann sigur í kosningum um sæti í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu. Dodik er sagður hafa náin tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og hefur hvatt Bosníu-Serba til að stofna sitt eigið ríki. Aðdragandi kosninganna um helgina er sagður hafa einkennst af kynþáttaníði og ógnunum af hálfu leiðtoga einstakra þjóðarbrota sem eftirlitsmenn hafa sagt að minni á tíma Bosníustríðsins. Dodik hefur meðal annars sagt að Bosnía-Hersegóvína hafi brugðist sem ríki. Þrjú þjóðarbrot skipta með sér völdum í Bosníu-Hersegóvínu. Bosníumúslimar, Króatar og Serbar kjósa hver sinn fulltrúann í þriggja manna forsetaráð sem komið var á fót eftir Bosníustríðið á 10. áratug síðustu aldar. Ríkið er svo klofið í Serbneska lýðveldið og Sambandsríki múslima og Króata. „Mitt fyrsta forgangsmál verður staða serbnesku þjóðarinnar og Serbneska lýðveldisins,“ sagði Dodik sem lýsti kjöri sínu sem „tandurhreinu“. Bandarísk stjórnvöld beittu Dodik refsiaðgerðum árið 2015 fyrir að hafa reynt að hindra framkvæmd Dayton-samninganna sem bundu enda á Bosníustríðið. Íbúar Bosníu-Hersegóvínu hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er einn af hverjum fimm atvinnulaus, þar á meðal nærri helmingur ungs fólks. Um 5% þjóðarinnar, um 200.000 manns, hafa yfirgefið landið til að vinna erlendis. Bosnía og Hersegóvína Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Milorad Dodik, serbneskur þjóðernissinni, vann sigur í kosningum um sæti í þriggja manna forsetaráði Bosníu og Hersegóvínu. Dodik er sagður hafa náin tengsl við stjórnvöld í Rússlandi og hefur hvatt Bosníu-Serba til að stofna sitt eigið ríki. Aðdragandi kosninganna um helgina er sagður hafa einkennst af kynþáttaníði og ógnunum af hálfu leiðtoga einstakra þjóðarbrota sem eftirlitsmenn hafa sagt að minni á tíma Bosníustríðsins. Dodik hefur meðal annars sagt að Bosnía-Hersegóvína hafi brugðist sem ríki. Þrjú þjóðarbrot skipta með sér völdum í Bosníu-Hersegóvínu. Bosníumúslimar, Króatar og Serbar kjósa hver sinn fulltrúann í þriggja manna forsetaráð sem komið var á fót eftir Bosníustríðið á 10. áratug síðustu aldar. Ríkið er svo klofið í Serbneska lýðveldið og Sambandsríki múslima og Króata. „Mitt fyrsta forgangsmál verður staða serbnesku þjóðarinnar og Serbneska lýðveldisins,“ sagði Dodik sem lýsti kjöri sínu sem „tandurhreinu“. Bandarísk stjórnvöld beittu Dodik refsiaðgerðum árið 2015 fyrir að hafa reynt að hindra framkvæmd Dayton-samninganna sem bundu enda á Bosníustríðið. Íbúar Bosníu-Hersegóvínu hafa átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er einn af hverjum fimm atvinnulaus, þar á meðal nærri helmingur ungs fólks. Um 5% þjóðarinnar, um 200.000 manns, hafa yfirgefið landið til að vinna erlendis.
Bosnía og Hersegóvína Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira