Virkni og vinsældir Ripped ósannaðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2018 10:37 Orkudrykkurinn Ripped Instagram Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT Neytendur Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT
Neytendur Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira