Facebook treður nýjar slóðir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. október 2018 06:30 Lofa að njósna ekki í gegnum Portal. Getty/Thomas Trutschel Samfélagsmiðlarisinn Facebook, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og WhatsApp, kynnti í gær tvo nýja snjallskjái úr smiðju fyrirtækisins. Skjáirnir kallast Portal og Portal Plus. Alexa, stafræni aðstoðarmaðurinn úr smiðju Amazon, er innbyggð í skjáina en þeir eru þó einna helst hugsaðir fyrir myndbandssamtöl í gegnum Messenger-appið. Með Portal og Portal Plus hafa orðið ákveðin kaflaskil í sögu Facebook. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið sendir frá sér vélbúnað. Hingað til hefur hugbúnaður verið viðfangsefnið og hefur sú vinna heppnast vel enda notar gríðarlegur fjöldi samfélagsmiðla fyrirtækisins. Þó er vert að minnast á það að Facebook keypti sýndarveruleikagleraugnaframleiðandann Oculus árið 2014. Portal-skjáirnir eru þó settir á markað undir nafni Facebook. Kynningu Facebook var ekki tekið gagnrýnislaust í gær. Jeremy White hjá tæknitímaritinu Wired sagði til að mynda að tímasetningin væri einstaklega óheppileg í ljósi þess að nýlega hafi verið brotist inn í milljónir reikninga notenda Facebook. „Spurningin er einfaldlega sú hvort fólk muni hundsa ógn við öryggi sitt vegna þess hve vel því líst á vöruna,“ sagði White. Andrew Bosworth, sem stýrir markaðssetningu Portal, sagði við BBC að skiljanlega hefðu neytendur áhyggjur af því að Facebook kæmi hljóðnemum og myndavélum inn á heimili neytenda. Facebook myndi hins vegar ekki undir nokkrum kringumstæðum njósna um viðskiptavini sína í gegnum Portal. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og WhatsApp, kynnti í gær tvo nýja snjallskjái úr smiðju fyrirtækisins. Skjáirnir kallast Portal og Portal Plus. Alexa, stafræni aðstoðarmaðurinn úr smiðju Amazon, er innbyggð í skjáina en þeir eru þó einna helst hugsaðir fyrir myndbandssamtöl í gegnum Messenger-appið. Með Portal og Portal Plus hafa orðið ákveðin kaflaskil í sögu Facebook. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið sendir frá sér vélbúnað. Hingað til hefur hugbúnaður verið viðfangsefnið og hefur sú vinna heppnast vel enda notar gríðarlegur fjöldi samfélagsmiðla fyrirtækisins. Þó er vert að minnast á það að Facebook keypti sýndarveruleikagleraugnaframleiðandann Oculus árið 2014. Portal-skjáirnir eru þó settir á markað undir nafni Facebook. Kynningu Facebook var ekki tekið gagnrýnislaust í gær. Jeremy White hjá tæknitímaritinu Wired sagði til að mynda að tímasetningin væri einstaklega óheppileg í ljósi þess að nýlega hafi verið brotist inn í milljónir reikninga notenda Facebook. „Spurningin er einfaldlega sú hvort fólk muni hundsa ógn við öryggi sitt vegna þess hve vel því líst á vöruna,“ sagði White. Andrew Bosworth, sem stýrir markaðssetningu Portal, sagði við BBC að skiljanlega hefðu neytendur áhyggjur af því að Facebook kæmi hljóðnemum og myndavélum inn á heimili neytenda. Facebook myndi hins vegar ekki undir nokkrum kringumstæðum njósna um viðskiptavini sína í gegnum Portal.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Tækni Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira