Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2018 16:32 Kristinn var 64 ára í gær og hann segir þetta einn sérstæðasta afmælisdag sem hann hefur lifað. Búið er að fjarlægja nafn hans af starfsmannalistum í HR. „Þetta er komið í það ferli að nú verður allt að fara í gegnum lögfræðing. Ég sá mig knúinn til að ráða mér lögfræðing. Hann er að skoða málið og mun sjá um öll samskipti fyrir mig,“ segir Kristinn Sigurjónsson fráfarandi lektor við HR.Eins og Vísir greindi frá í gær voru Kristni gerðir úrslitakostir af hálfu Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur mannauðsstjóra HR hvar hann hefur starfað sem kennari við tækni- og verkfræðibraut: Annað hvort segði hann upp störfum eða hann yrði rekinn. Þetta var í kjölfar ummæla sem Kristinn lét falla, í Facebook-hópi sem nefnist Karlmennskuspjallið og seinna var svo vakin athygli á í DV. Þar sagði hann konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Búið að fjarlægja Kristinn af starfsmannalista Að sögn Kristins hefur uppsagnarbréfið ekki verið undirritað en þegar Vísir fletti upp starfsmannalista HR þá er búið að fjarlægja nafn Kristins þaðan.Þegar nafn Kristins er googlað er hann skráður sem starfsmaður HR en þetta er það sem við blasir ef smellt er á þann hlekk.Kristinn segist lítið geta tjáð sig um málið á þessu stigi, öll samskipti verði nú að fara í gegnum lögmann sinn en ekki sé endanlega búið að ganga frá samningum við hann. Lögmaðurinn er að skoða málið. „Því miður er þetta ekki nógu gott né vel að þessu staðið af hálfu skólans. Gengið á rétt minn. Ég fæ ekki njóta tjáningarfrelsis né fæ ég tækifæri til að bera hönd yfir höfðu mér. Mér var fyrirvarlaust sagt upp og án skýringa. Ekki búið að undirrita þetta. Þar var mér sagt upp og útilokað að skilja hvað þeim gengur til hjá skólanum,“ segir Kristinn. „En, nú er ég líklega búinn að segja of mikið.“Sérkennilegur afmælisdagur Kristinn varð 64 ára gamall í gær og hann segir þetta hafa verið sérkennilegan afmælisdag, enginn slái honum út. Illt sér fyrir sig að eiga þrjú ár í eftirlaunaaldur og vandséð að hann finni vinnu kominn á þennan aldur. Þetta hefur verið rússibani fyrir hann og of stór pakki.Munurinn á máli Snorra Óskarssonar og Kristins Sigurjónssonar er helstur sá að Snorri var opinber starfsmaður þegar hann var rekinn frá kennslu.visir/auðunnKristinn segir jafnframt að orð hans séu gripin úr samhengi, hann hafi ekkert við það að athuga að starfa með konum og hann hafi verið að gantast.Minnir í mörgu á mál Snorra í Betel Óhætt er að segja að málið hafi vakið mikla athygli og meðal þeirra sem hafa tjáðs sig um það og furðað sig á fyrirvararlausri brottvikningu Kristins, og tjáð það á Facebook, eru Páll Magnússon alþingismaður og lögmennirnir Ómar R. Valdimarsson, sem telur HR úti á túni í málinu og vonast til að það verði afgreitt fyrir dómsstólum, sem og Einar Gautur Steingrímsson. Einar Gautur var einmitt verjandi Snorra Óskarssonar sem vann mál gegn Akureyrarbæ eftir að hafa verið rekinn frá frá kennslu þar í bæ í máli sem í mörgu er hliðstætt máli Kristins. Vísir spurði Einar nánar út í það. „Spurning hvort einkaaðilar geti leyft sér meira en opinberir aðilar. Þær pælingar eru í deiglunni í hinum stóra heimi. Er ekki alveg inni í þeim. Síðan kann kjarasamningur við kennara að taka á þessu og mögulega negla skólann,“ segir Einar Gautur sem hefur ekki náð að setja sig nægjanlega vel inní málið til að tjá sig um það fyrirvaralaust. En Snorri taldist opinber starfsmaður þegar hann var rekinn en Kristinn ekki, þar sem Háskóli Reykjavíkur skilgreinist sem einkaskóli. Tengdar fréttir Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þetta er komið í það ferli að nú verður allt að fara í gegnum lögfræðing. Ég sá mig knúinn til að ráða mér lögfræðing. Hann er að skoða málið og mun sjá um öll samskipti fyrir mig,“ segir Kristinn Sigurjónsson fráfarandi lektor við HR.Eins og Vísir greindi frá í gær voru Kristni gerðir úrslitakostir af hálfu Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur mannauðsstjóra HR hvar hann hefur starfað sem kennari við tækni- og verkfræðibraut: Annað hvort segði hann upp störfum eða hann yrði rekinn. Þetta var í kjölfar ummæla sem Kristinn lét falla, í Facebook-hópi sem nefnist Karlmennskuspjallið og seinna var svo vakin athygli á í DV. Þar sagði hann konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Búið að fjarlægja Kristinn af starfsmannalista Að sögn Kristins hefur uppsagnarbréfið ekki verið undirritað en þegar Vísir fletti upp starfsmannalista HR þá er búið að fjarlægja nafn Kristins þaðan.Þegar nafn Kristins er googlað er hann skráður sem starfsmaður HR en þetta er það sem við blasir ef smellt er á þann hlekk.Kristinn segist lítið geta tjáð sig um málið á þessu stigi, öll samskipti verði nú að fara í gegnum lögmann sinn en ekki sé endanlega búið að ganga frá samningum við hann. Lögmaðurinn er að skoða málið. „Því miður er þetta ekki nógu gott né vel að þessu staðið af hálfu skólans. Gengið á rétt minn. Ég fæ ekki njóta tjáningarfrelsis né fæ ég tækifæri til að bera hönd yfir höfðu mér. Mér var fyrirvarlaust sagt upp og án skýringa. Ekki búið að undirrita þetta. Þar var mér sagt upp og útilokað að skilja hvað þeim gengur til hjá skólanum,“ segir Kristinn. „En, nú er ég líklega búinn að segja of mikið.“Sérkennilegur afmælisdagur Kristinn varð 64 ára gamall í gær og hann segir þetta hafa verið sérkennilegan afmælisdag, enginn slái honum út. Illt sér fyrir sig að eiga þrjú ár í eftirlaunaaldur og vandséð að hann finni vinnu kominn á þennan aldur. Þetta hefur verið rússibani fyrir hann og of stór pakki.Munurinn á máli Snorra Óskarssonar og Kristins Sigurjónssonar er helstur sá að Snorri var opinber starfsmaður þegar hann var rekinn frá kennslu.visir/auðunnKristinn segir jafnframt að orð hans séu gripin úr samhengi, hann hafi ekkert við það að athuga að starfa með konum og hann hafi verið að gantast.Minnir í mörgu á mál Snorra í Betel Óhætt er að segja að málið hafi vakið mikla athygli og meðal þeirra sem hafa tjáðs sig um það og furðað sig á fyrirvararlausri brottvikningu Kristins, og tjáð það á Facebook, eru Páll Magnússon alþingismaður og lögmennirnir Ómar R. Valdimarsson, sem telur HR úti á túni í málinu og vonast til að það verði afgreitt fyrir dómsstólum, sem og Einar Gautur Steingrímsson. Einar Gautur var einmitt verjandi Snorra Óskarssonar sem vann mál gegn Akureyrarbæ eftir að hafa verið rekinn frá frá kennslu þar í bæ í máli sem í mörgu er hliðstætt máli Kristins. Vísir spurði Einar nánar út í það. „Spurning hvort einkaaðilar geti leyft sér meira en opinberir aðilar. Þær pælingar eru í deiglunni í hinum stóra heimi. Er ekki alveg inni í þeim. Síðan kann kjarasamningur við kennara að taka á þessu og mögulega negla skólann,“ segir Einar Gautur sem hefur ekki náð að setja sig nægjanlega vel inní málið til að tjá sig um það fyrirvaralaust. En Snorri taldist opinber starfsmaður þegar hann var rekinn en Kristinn ekki, þar sem Háskóli Reykjavíkur skilgreinist sem einkaskóli.
Tengdar fréttir Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08