Innleysir 2,1 milljarðs tap við söluna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. september 2018 08:00 Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims og forstjóri HB Granda. Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. Fram hefur komið að FISK-Seafood keypti bréfin á 9,4 milljarða króna en þau voru bókfærð í ársreikningi Brims á 11,5 milljarða króna í fyrra. Markaðurinn hefur greint frá því að eignarhluturinn í Vinnslustöðinni hafi verið metinn á yfirverði í bókum Brims miðað við verðmat sem nýlega var gert á Vinnslustöðinni. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði Vinnslustöðvarinnar og að bókfært virði standi fyllilega undir því. Auk þess sé forsvarsmönnum Brims kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi síðla árs 2016. Guðmundur og bróðir hans Hjálmar hófu að fjárfesta í útgerðinni árið 2005. Brim keypti 37 prósenta hlut í HB Granda í vor og sumar fyrir 23,6 milljarða króna. Til að fjármagna kaupin var hluturinn í Vinnslustöðinni seldur og Ögurvík seld til HB Granda fyrir 12,3 milljarða króna. Brim mun hagnast um 900 milljónir við söluna. Hluthafafundur HB Granda á enn eftir að samþykkja kaupin. Samanlagt nemur sala á eignum Brims 21,7 milljörðum króna. Það er sama fjárhæð og reiða þurfti fram fyrir 34,1 prósents hlut sem Brim keypti af tveimur félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Guðmundur, sem tók nýverið við sem forstjóri HB Granda, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann, að hann vildi að aflaheimildir fyrirtækisins yrðu auknar í að minnsta kosti tólf prósent sem er hámarkseign lögum samkvæmt. Eftir kaupin á Ögurvík nemur aflahlutdeild HB Granda 11,2 prósentum. „Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis,“ sagði hann þá. helgivifill@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Viðskipti Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, mun innleysa bókfært tap sem nemur 2,1 milljarði króna við sölu á þriðjungshlut í Vinnslustöðinni til FISK-Seafood. Fram hefur komið að FISK-Seafood keypti bréfin á 9,4 milljarða króna en þau voru bókfærð í ársreikningi Brims á 11,5 milljarða króna í fyrra. Markaðurinn hefur greint frá því að eignarhluturinn í Vinnslustöðinni hafi verið metinn á yfirverði í bókum Brims miðað við verðmat sem nýlega var gert á Vinnslustöðinni. Í ársreikningi Brims segir að framkvæmt hafi verið virðismat á rekstrarvirði og upplausnarvirði Vinnslustöðvarinnar og að bókfært virði standi fyllilega undir því. Auk þess sé forsvarsmönnum Brims kunnugt um að meirihlutaeigendur Vinnslustöðvarinnar hafi keypt í félaginu á svipuðu gengi síðla árs 2016. Guðmundur og bróðir hans Hjálmar hófu að fjárfesta í útgerðinni árið 2005. Brim keypti 37 prósenta hlut í HB Granda í vor og sumar fyrir 23,6 milljarða króna. Til að fjármagna kaupin var hluturinn í Vinnslustöðinni seldur og Ögurvík seld til HB Granda fyrir 12,3 milljarða króna. Brim mun hagnast um 900 milljónir við söluna. Hluthafafundur HB Granda á enn eftir að samþykkja kaupin. Samanlagt nemur sala á eignum Brims 21,7 milljörðum króna. Það er sama fjárhæð og reiða þurfti fram fyrir 34,1 prósents hlut sem Brim keypti af tveimur félögum sem Kristján Loftsson er í forsvari fyrir. Guðmundur, sem tók nýverið við sem forstjóri HB Granda, sagði í viðtali við ViðskiptaMoggann, að hann vildi að aflaheimildir fyrirtækisins yrðu auknar í að minnsta kosti tólf prósent sem er hámarkseign lögum samkvæmt. Eftir kaupin á Ögurvík nemur aflahlutdeild HB Granda 11,2 prósentum. „Við munum án efa leita samstarfs við sjávarútvegsfyrirtæki í nágrannalöndunum og víðar. Og þá viljum við líka fjárfesta í sölu- og markaðsfyrirtæki erlendis,“ sagði hann þá. helgivifill@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Viðskipti Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins segir Guðmund Kristjánsson gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins með orðum sínum. 19. september 2018 17:29
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56
FISK-Seafood kaupir í Vinnslustöðinni fyrir 9,4 milljarða Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja. 18. september 2018 23:07