Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 22:30 Það voru litlir kærleikar með Khabib og Conor í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Sjá meira
Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45
Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00
Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00
Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00