Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 13:53 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða. WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. Til stóð að smygla honum út úr sendiráði Ekvador í London og flytja hann til annars ríkis og kom Rússland til greina. Þaðan yrði hann ekki framseldur til Bandaríkjanna. Málið tengist viðleitni yfirvalda Ekvador til að fá Assange viðurkenndan sem erindreka ríkisins svo hann gæti yfirgefið sendiráðið sem hann hefur haldið til í um árabil. Áður höfðu þeir veitt honum ríkisborgararétt og fóru fram á að Bretar veittu honum vernd sem erindreka. Þeirri beiðni var þó hafnað. Að endingu var ákveðið að það fælist of mikil áhætta í að reyna að smygla Assange úr landi, samkvæmt umfjöllun Guardian um málið. Sjá einnig: Veittu Assange ríkisborgararétt Þáverandi forseti Ekvador, Rafael Correa, veitti Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 svo hann yrði ekki framseldur til Svíþjóðar þar sem hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og þar á meðal nauðgun. Ákæran var felld niður í fyrra en Assange á enn von á því að vera handtekinn fyrir að brjóta gegn lausnartryggingu í Bretlandi og mæta ekki fyrir dómara þegar hann var boðaður. Hann óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Lenín Moreno, núverandi forseti Ekvador, hefur lýst því yfir að hann vilji losna við Assange og hefur lokað á aðgang hans að internetinu. Blaðamenn Guardian ræddu við heimildarmenn sem vita af áðurnefndum fundi segja að Rússar hafi boðið Assange hæli þar og einnig kom til greina að hann færi til Ekvador með skipi. Fidel Narváez, fyrrverandi konsúll Ekvador í London, mun hafa verið tengiliður Rússanna við áætlunargerðina en hann kom einnig að flótta Edward Snowden til Rússlands árið 2013. Skömmu fyrir jólin í fyrra ferðaðist Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustu Ekvador, til London og átti hann að vera yfir flóttanum. Hann fór þó aftur til Ekvador um leið og hætt var við áætlunina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af því að Assange hafi í það minnsta íhugað að fara til Rússlands. AP sagði frá því fyrr í vikunni að hann hefði ætlað að fara þangað árið 2010. Sjá einnig: Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Ríkisstjórn Ekvador hefur ekki viljað tjá sig um frétt Guardian. Sendiráð Rússlands segir að um falskar fréttir sé að ræða.
WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira