Tvö mörk á fimm sekúndum eftir breyttan dóm og trylltar lokasekúndur | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2018 16:15 Áhorfendur fengu eitthvað fyrir peninginn í Víkinni. mynd/skjáskot Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 21-21, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handbolta í Víkinni í gærkvöldi en lokasekúndur leiksins voru heldur betur áhugaverðar. Víkingar vildu fá vítakast þegar um 40 sekúndur voru eftir en fengu ekki í stöðunni 19-21. Þróttarar tóku leikhlé í næstu sókn og voru enn tveimur mörkum yfir þegar að 30 sekúndur voru eftir. Sókn gestanna var ansi stirðbusaleg og unnu Víkingar boltann af Þrótturum. Þeir brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoraði Kristófer Andri Daðason af miklu öryggi framhjá Halldóri Rúnarssyni, markverði Þróttar, þegar um 14-15 sekúndur voru eftir af leiknum. Svekktur Halldór, sem er uppalinn Víkingur, tók sér þrjár sekúndur í að taka upp boltann en þá bað annar dómari leiksins hann um að drífa sig. Innan við sekúndu síðar ákvað hann að reka markvörðinn af velli í tvær mínútur. Stutt fundarhöld dómaranna skiluðu svo rauðu spjaldi á Halldór og við það bættu þeir svo vítakasti. Í raun hefðu dómararnir átt að stöðva tímann og reka Halldór áfram með boltann á miðjuna en þarna var um rangan dóm að ræða. Til að bæta gráu ofan á svart breyttu þeir svo miðjunni í vítakast sem Víkingar fengu. Kristófer Andri fór á vítalínuna og skoraði af öryggi og jafnaði metin. Tvö mörk hjá honum og tvö mörk hjá Víkingum á innan við fimm sekúndum. Þróttur tók aftur miðju en tókst ekki að skora og náðu Víkingar í ótrúlegt stig eftir trylltar lokasekúndur. Síðustu mínútuna í leiknum má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenski handboltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira
Víkingur og Þróttur skildu jöfn, 21-21, í fyrstu umferð Grill 66-deildar karla í handbolta í Víkinni í gærkvöldi en lokasekúndur leiksins voru heldur betur áhugaverðar. Víkingar vildu fá vítakast þegar um 40 sekúndur voru eftir en fengu ekki í stöðunni 19-21. Þróttarar tóku leikhlé í næstu sókn og voru enn tveimur mörkum yfir þegar að 30 sekúndur voru eftir. Sókn gestanna var ansi stirðbusaleg og unnu Víkingar boltann af Þrótturum. Þeir brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoraði Kristófer Andri Daðason af miklu öryggi framhjá Halldóri Rúnarssyni, markverði Þróttar, þegar um 14-15 sekúndur voru eftir af leiknum. Svekktur Halldór, sem er uppalinn Víkingur, tók sér þrjár sekúndur í að taka upp boltann en þá bað annar dómari leiksins hann um að drífa sig. Innan við sekúndu síðar ákvað hann að reka markvörðinn af velli í tvær mínútur. Stutt fundarhöld dómaranna skiluðu svo rauðu spjaldi á Halldór og við það bættu þeir svo vítakasti. Í raun hefðu dómararnir átt að stöðva tímann og reka Halldór áfram með boltann á miðjuna en þarna var um rangan dóm að ræða. Til að bæta gráu ofan á svart breyttu þeir svo miðjunni í vítakast sem Víkingar fengu. Kristófer Andri fór á vítalínuna og skoraði af öryggi og jafnaði metin. Tvö mörk hjá honum og tvö mörk hjá Víkingum á innan við fimm sekúndum. Þróttur tók aftur miðju en tókst ekki að skora og náðu Víkingar í ótrúlegt stig eftir trylltar lokasekúndur. Síðustu mínútuna í leiknum má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira