Segir lokanir VÍS mikil mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 14:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins , er ósátt við VÍS. Vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað. Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins furðar sig á því að VÍS geti ekki rekið skrifstofu í 20 þúsund manna bæjarfélagi. Hún hefur þegar hætt viðskiptum við fyrirtækið og segir ákvörðun VÍS um að loka skrifstofum á landsbyggðinni vera mikil mistök. Mikil ónáægja hefur verið með ákvörðun Vátrygginafélags Íslands að sameina og loka útibuúm fyrirtækisins á landsbyggðinni. VÍS hyggst alls loka átta skrifstofum á næstunni. Sex þeirra verða sameinaðar öðrum en tveimur þjónustuskrifstofum alveg lokað, á Höfn og í Vestmannaeyjum. Eftir breytingarnar mun VÍS reka sex þjónustuskrifstofur; í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Sauðárkróki og Ísafirði. Fram kom í tilkynningu frá VIS að fyrirtækið hyggist þess í stað leggja aukna áherslu á stafrænar lausnir, til að mynda í gegnum síma og heimasíðu VÍS, sem fyrirtækið segir vera í takti við óskir viðskiptavina þeirra. Fjöldi einstaklinga og samtaka hafa lýst opinberlega yfir óánægju með þessa ákvörðun. Á föstudag samþykktu þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Þá lýsti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, ákvörðuninni sem árás á landsbyggðina. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og íbúi í Reykjanesbæ, er ein þeirra sem hefur hætt að kaupa þjónust frá VíS eftir breytingarnar. „Þetta kom mér bara gríðarlega á óvart að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin af VÍS þar sem við búum hérna í einu stærsta sveitarfélagi landsins og hér eru náttúrulega fleiri sveitarfélög, þetta er rúmlega 20.000 manna samfélag þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari ákvörðun,“ segir Silja Dögg. Hún segir ákvörðun fyrirtækisins vera mikil mistök. „Ástæðan fyrir því að maður fór í viðskipti við þetta fyrirtæki var að það væri skrifstofa hér, það væri gott starfsfólk sem væri gott að eiga samskipti við. Þetta er ekkert alltaf spurning um krónur og aura oft er þetta spurning um viðmót og góða þjónustu þannig að núna geri ég ráð fyrir því að þetta fyrirtæki muni missa stóran hluta viðskiptavina, allavega á Suðurnesjum og víðar, þeir eru náttúrulega að loka útibúum víðar á landinu, því miður. Þetta eru stór mistök að mínu mati hjá þeim,“ segir Silja Dögg. Ekki fengust viðbrögð frá VÍS þegar eftir því var leitað.
Neytendur Tengdar fréttir Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00 Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54 Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Hagræðing VÍS árás á landsbyggðina Vátryggingafélag Íslands (VÍS) hefur ákveðið að loka átta skrifstofum sínum á landsbyggðinni. Er það liður í endurskipulagningu fyrirtækisins þar sem gert er ráð fyrir að þjónustan fari meira fram í gegnum net og síma. 21. september 2018 08:00
Uppsagnir og lokanir hjá VÍS Tryggingafélagið VÍS mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki . 20. september 2018 13:54
Vilja Vestlendinga úr viðskiptum við VÍS Þrjátíu sveitarstjórnarfulltrúar sem sóttu haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi skora á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga á svæðinu að endurskoða viðskipti sín við Vátryggingafélag Íslands. 21. september 2018 15:56