Kaldasta septembernótt í níu ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 15:58 Fjöldi höfuðborgarbúa þurfti að skafa af framrúðum bíla sinna eftir næturfrostið. Vísir/Stefán Óli Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum. Veður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ætla má að síðastliðin nótt hafi verið kaldasta septembernótt á landinu í níu ár. Þrátt fyrir að nokkur snjókorn hafi fallið í höfuðborginni í morgun er enn nokkur bið eftir fyrstu alvöru snjókomunni að mati veðurfræðings. Það hefur verið napurt víða á landinu að undanförnu og hefur fjöldi landsmanna þurft að skafa af framrúðum bíla sinna síðustu morgna. Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir að kuldinn í september hafi vart verið meiri í um áratug. „Frostið fór ansi neðarlega svona miðað við hvað er snemma haustsins, það var tæplega 9° stiga frost á Þingvöllum, 8° stig á Árnesi upp við Þjórsá. Á hálendinu fór frost í svona 10° til 11° stig á stöðum sem við þekkjum ágætlega til. Mér sýnist á öllu að þetta sé svona kaldasta septembernótt í 9 ár. Svipað ástand var seint í september 2009.“ Einar segir að ástæðan sé að í morgun hafi víða verið heiðríkja og stillt veður. Fyrir vikið var nánast frost um allt land klukkan 6 í morgun, nema með blásuðurströndinni og annesjum vestanlands. Það muni þó hlýna eftir helgi. „Þetta er nú í raun og veru einstakt að því leytinu til, það var nú reyndar líka dálítið kalt í fyrri nótt en það eru á leiðinni til okkar bakkar úr suðaustri með mildara lofti. Það er ekki meira af þessu næstu dagana.“ Margir höfuðborgarbúar ráku upp stór augu þegar þeir sáu snjókorn falla til jarðar á áttunda tímanum í morgun. Einar er þó ekki tilbúinn að fallast á að um fyrstu snjókomu vetrarins hafi verið að ræða. „Það verður að vera alhvít jörð til að sé hægt að tala um að það hafi snjóað. Það er svona viðmiðið í veðurathugunum.“ Einar segir að snjórinn muni þó að endingu stinga upp kollinum.
Veður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira