Klám og káf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. september 2018 07:00 Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Sumt er svo sjálfsagt að engin þörf ætti að vera á að setja það í reglur. Þetta á til dæmis við um almenna kurteisi sem svo eðlilegt er að fólk temji sér í samskiptum við aðra. Hverjum og einum einstaklingi sem er tamt að sýna kurteisi í samskiptum er ljóst að sumt gerir maður alls ekki. Þannig ætti ekki að þurfa að setja vinnustaðareglur um það að einstaklingar séu ekki að angra aðra með óviðeigandi tölvupósti og sýni þá sjálfstjórn að sleppa því að tala niðrandi til annarra og láti vera að káfa á öðrum. Klámhundar og káfarar hafa aldrei vakið sérlega lukku, þótt þeir ímyndi sér annað. Alltaf eru þó einhverjir sem átta sig engan veginn á þessu. Karlmaður sem klæmist við kvenkyns vinnufélaga telur sig jafnvel vera að slá á létta strengi. Hann kann jafnvel að ætla sem svo að hann eigi í afar skemmtilegum samskiptum þegar hann káfar á konu, eins og hann telur sig eiga fullan rétt á. Engum er þó skemmt nema honum. Þá þarf að koma honum í skilning um það. Ekki ætti að vera erfitt að siða slíkan mann til, en þá þarf áhugi til þess að vera fyrir hendi. Stundum er áhuginn í lágmarki, nánast enginn. Flestir þekkja dæmi um að stjórnendur kjósi að taka ekki á erfiðum málum í þeirri von að þau hverfi. Reyndin er sú að þau hlaða utan á sig. Vanda má afstýra ef tekið er á honum strax. Starfsmannastjóri og/eða forstjóri eiga að bregðast við með því að kalla til sín þann mann sem er að valda samstarfsfólki óþægindum og segja honum að ef hann láti ekki af því að senda óviðeigandi tölvupósta eða segja afdankaða klámbrandara þá verði honum sagt upp störfum. Hann hafi ekki leyfi til að eitra andrúmsloft á vinnustaðnum. Sömuleiðis á káfari ekki að fá að vaða uppi og áreita aðra. Hann tekur sig á eða víkur. Þarna hefur dóninn val. Það er ekkert harkalegt við þessi skilyrði. Þarna er verið að taka á málum af festu, eins og er skylt að gera. Af hverju var ekki hægt að vinna á þennan hátt hjá Orkuveitu Reykjavíkur? Þar kvartaði kona ítrekað undan vinnufélaga, karlmanni sem hegðaði sér á óviðeigandi hátt. Ekki verður annað séð en að viðbrögð þeirra sem taka áttu á málinu hafi verið þau að andvarpa og afgreiða málið með því konan væri með vesen. Hvað á að gera við konu sem er með vesen og lætur sér ekki segjast? Lausnin var einföld, henni var sagt upp störfum. Sem er einfaldlega galið! Það er hlálegt að hjá Orkuveitu Reykjavíkur sé í gildi jafnréttisstefna sem þótti á sínum tíma svo metnaðarfull að hún var verðlaunuð. Þarna er skólabókardæmi um það að hægt er að setja alls kyns fagurlega orðuð markmið á blað, jafnvel gera þau að reglum, en það jafngildir engan veginn því að þeim sé framfylgt af sannfæringu. Ýmislegt rotið leynist svo auðveldlega undir snyrtilegu yfirborði. Þá er þörf á umtalsverðri hreingerningu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun