Katrín bannar djamm á tíu ára afmæli hrunsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. september 2018 06:00 Geir flutti þjóðinni minnisstætt ávarp þann 6. október 2008. Stöð 2 Árshátíð Stjórnarráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráðherranna af skemmtanahaldi starfsmanna, en það mun vera dagsetningin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahagshrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfsmannafélags ráðuneytisins.Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetninguna. Aðrir starfsmenn Stjórnarráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tímamótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráðherrunum tveimur eflaust minnisstæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sérfræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Næturlíf Tengdar fréttir Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Árshátíð Stjórnarráðsins sem halda átti 6. október næstkomandi hefur verið blásin af eftir afskipti tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir nokkurrar óánægju meðal starfsmanna vegna þessarar afskiptasemi ráðherranna af skemmtanahaldi starfsmanna, en það mun vera dagsetningin sem ráðherrunum hugnast ekki. Á umræddum degi verða tíu ár liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, flutti tilfinningaþrungið sjónvarpsávarp sem endaði á orðunum „Guð blessi Ísland“. Ávarpið markar í hugum flestra Íslendinga upphaf efnahagshrunsins. Ráðuneytin skiptast á að halda árshátíð Stjórnarráðsins og að þessu sinni var röðin komin að mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Er skipulagningin í höndum starfsmannafélags ráðuneytisins.Katrín Jakobsdóttir og Lilja Alfreðsdóttir vilja ekki skemmta sér með öðru starfsfólki ráðuneytanna á tíu ára afmæli hrunsins.Fréttablaðið/Anton BrinkÞegar spurðist út um ráðuneytið að halda ætti árshátíðina 6. október mun Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hafa lýst áhyggjum af dagsetningunni við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hafi þær báðar í kjölfarið lýst andstöðu sinni við skipuleggjendur og lagt bann við því að árshátíðin yrði haldin umrætt kvöld. Hefur árshátíðinni því verið frestað fram á næsta vor. Björk Óttarsdóttir, formaður starfsmannafélags ráðuneytisins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið sló á þráðinn en samkvæmt heimildum blaðsins hefur málið verið töluvert rætt á göngum menntamálaráðuneytisins. Furða einhverjir starfsmanna sig á þessari afskiptasemi ráðherranna tveggja og óþarfa viðkvæmni með dagsetninguna. Aðrir starfsmenn Stjórnarráðsins hafi hins vegar samúð með sjónarmiðum ráðherranna um að partístand æðstu ráðamanna þjóðarinnar á þessum degi myndi lýsa skeytingarleysi á þessum tímamótum. Atburðirnir fyrir tíu árum eru ráðherrunum tveimur eflaust minnisstæðir en Katrín var þingmaður í stjórnarandstöðu í október 2008 og varð ráðherra í minnihlutastjórninni sem tók við í lok janúar 2009. Lilja starfaði hins vegar sem sérfræðingur í Seðlabankanum þegar hrunið varð og ætla má að þessir dagar í október 2008 líði hvorugri þeirra úr minni. Hvorki Lilja né Katrín vildu hins vegar tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Næturlíf Tengdar fréttir Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“ Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi. 6. október 2013 14:02