Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2018 14:03 Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. Dómur var kveðinn upp klukkan 14 en Valur var sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða hans. Fjórum börnum Ragnars heitins voru dæmdar bætur sem nema þremur milljónum til hvers þeirra um sig. Þá fá tvö barna Ragnars útfararkostnað greiddan. Kolbrún Benediktsdóttir, sem flutti málið af hálfu héraðssaksóknara, fór fram á sextán ára fangelsi yfir Vali við aðalmeðferð málsins í lok ágúst. Valur var ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns á Gýgjarhóli II í Biskupstungum. Hann var sakaður um að hafa ráðist að Ragnari með ofbeldi og sparkað eða trampað á höfði hans og líkama. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni um að blóðblettir og áverkar bentu til þess að Ragnari hafi verið veitt högg þar sem hann lá á gólfi þvottahússins á Gýgjarhóli þar sem hann var gestkomandi. Blóð úr Ragnari fannst á sokkum Vals.Sátu að sumbli Umrætt kvöld höfðu bræður Vals, þeir Ragnar og Örn, komið í heimsókn en 31. mars var föstudagurinn langi. Valur lýsti því að Ragnar hefði mætt með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist sjálfur ekki hafa drukkið áfengi í þrjá mánuði sökum þess að hann ætti það til að drekka of mikið sem leiddi til minnisleysis. Þá ætti hann það til að verða ofbeldisfullur undir áhrifum. Í tilefni dagisns hefði hann fengið sér neðan í því með bræðrunum. Örn hafi farið fyrstur að sofa en þeir setið áfram að sumbli. Samtalið hefði snúið að framtíðaráformum Ragnars með bæinn. Ragnar hefði ekki verið spenntur fyrir hugmyndum Vals um að færa bæjarstæðið og koma þar upp kaldavatnsveitu. Ragnar hefði brugðist illa við því.Alls ekki illt á milli bræðranna Valur sagðist þó ekki muna eftir neinum átökum við bróður sinn. Hans síðasta minning frá því um nóttina væri andlit Ragnars bróður síns. Hann hefði svo rankað við sér morguninn eftir og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Hann gerði Neyðarlínu viðvart, sagðist ætla að hann væri morðingi og var í kjölfarið handtekinn á vettvangi. Valur sagði ekki illt hafa verið á milli þeirra bræðranna og hafði engar skýringar á því hvernig dauða Ragnars hefði borið að. Geðlæknir mat Val sakhæfan og sagði að í viðtalstímum hefði greinilega komið fram mikil eftirsjá. Hann bæri þó fyrir sig minnisleysi.Uppfært klukka 14:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar gætti ónákvæmni sem snýr að upphæð skaðabóta til barna Ragnars. Það hefur nú verið uppfært. Þá má kynna sér dóminn á heimasíðu dómstólsins.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15