Leggja til að nýr flugvöllur Nuuk verði metnaðarfyllri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2018 20:30 Teikning af Nuuk-flugvelli eftir stækkun á núverandi stað upp í 2.200 metra, eins og grænlensk stjórnvöld hafa stefnt að. GRAFÍK/KALAALIT AIRPORTS. Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur nú orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði mun stærri en áður var áformað. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, var lagður af Bandaríkjaher á stríðsárunum. Þar sem hann er fjarri helstu byggðum þjónar hann illa grænlensku samfélagi. Grænlendinga hefur því lengi dreymt um að byggja upp nýtt flugvallakerfi. Þar er lykilatriðið að höfuðstaðurinn Nuuk fái flugvöll sem geti tekið við farþegaþotum í millilandaflugi. Flugbrautin þar er rétt við bæinn og aðþrengd og aðeins 950 metra löng. Áform grænlenskra stjórnvalda miða við að í stað hennar komi 2.200 metra löng flugbraut á sama stað, sem er álíka og Egilsstaðaflugvöllur. Það hafa raunar einnig verið uppi hugmyndir um annað og betra flugvallarstæði á eyju úti fyrir Nuuk, sem gefur færi á tveimur 3.000 metra löngum flugbrautum, en það er sama stærð og Keflavíkurflugvöllur. Sú tillaga hefur þótt óraunhæf vegna kostnaðar enda þyrfti þá einnig neðansjávargöng og brýr til að tengja eyjuna við land.Tillaga um Nuuk-flugvöll með tveimur 3.000 metra brautum neðst til hægri. Núverandi flugvöllur er í jaðri Nuuk lengst til vinstri. Hugmyndin um flugvöll á eyju birtist í skýrslu frá Tegnestuen Nuuk árið 2000.Kort/Tegnestuen Nuuk.En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tveimur vikum mætti forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning Dana við flugvallagerðina. Í síðustu viku lýsti svo varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna yfir vilja til þess að Bandaríkjamenn myndu einnig leggja fé í verkefnið. Skyndilega sjá Grænlendingar nú fram á að geta fengið meira fé til flugvallagerðar en þeir áttu von á. Viðbrögðin má þegar sjá meðal grænlenskra þingmanna en einn flokkurinn, Samarbejdspartiet, hefur nú lagt til að Grænlendingar hugsi stærra og verði metnaðarfyllri í flugvallarmálum. Flokkurinn vill dusta rykið af eyjahugmyndinni og fá 3.000 metra flugbraut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur nú orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði mun stærri en áður var áformað. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, var lagður af Bandaríkjaher á stríðsárunum. Þar sem hann er fjarri helstu byggðum þjónar hann illa grænlensku samfélagi. Grænlendinga hefur því lengi dreymt um að byggja upp nýtt flugvallakerfi. Þar er lykilatriðið að höfuðstaðurinn Nuuk fái flugvöll sem geti tekið við farþegaþotum í millilandaflugi. Flugbrautin þar er rétt við bæinn og aðþrengd og aðeins 950 metra löng. Áform grænlenskra stjórnvalda miða við að í stað hennar komi 2.200 metra löng flugbraut á sama stað, sem er álíka og Egilsstaðaflugvöllur. Það hafa raunar einnig verið uppi hugmyndir um annað og betra flugvallarstæði á eyju úti fyrir Nuuk, sem gefur færi á tveimur 3.000 metra löngum flugbrautum, en það er sama stærð og Keflavíkurflugvöllur. Sú tillaga hefur þótt óraunhæf vegna kostnaðar enda þyrfti þá einnig neðansjávargöng og brýr til að tengja eyjuna við land.Tillaga um Nuuk-flugvöll með tveimur 3.000 metra brautum neðst til hægri. Núverandi flugvöllur er í jaðri Nuuk lengst til vinstri. Hugmyndin um flugvöll á eyju birtist í skýrslu frá Tegnestuen Nuuk árið 2000.Kort/Tegnestuen Nuuk.En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tveimur vikum mætti forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning Dana við flugvallagerðina. Í síðustu viku lýsti svo varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna yfir vilja til þess að Bandaríkjamenn myndu einnig leggja fé í verkefnið. Skyndilega sjá Grænlendingar nú fram á að geta fengið meira fé til flugvallagerðar en þeir áttu von á. Viðbrögðin má þegar sjá meðal grænlenskra þingmanna en einn flokkurinn, Samarbejdspartiet, hefur nú lagt til að Grænlendingar hugsi stærra og verði metnaðarfyllri í flugvallarmálum. Flokkurinn vill dusta rykið af eyjahugmyndinni og fá 3.000 metra flugbraut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45