Vaxtahækkun vekur athygli Agnar Tómas Möller skrifar 26. september 2018 07:00 Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum hjá innlánsstofnunum og lífeyrissjóðum, sem hafa hækkað nokkuð undanfarið. Í því samhengi benti Gylfi á að launahækkanir langt umfram framleiðnivöxt muni að öðru óbreyttu leiða til hærri verðbólgu og vaxta og að skýringar á vaxtahækkunum undanfarið megi rekja til ótta um niðurstöðu komandi kjarasamninga. Undir það má taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri kraftar að verki. Vextir á íbúðalánum bankanna eru ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á svokölluðum sértryggðum skuldabréfum, en vextir lífeyrissjóða taka mið af ríkisbréfum eða eru ákvarðaðir af stjórnum þeirra. Sértryggð skuldabréf eru bæði með veð í húsnæðislánum og á ábyrgð bankanna og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í Evrópu og víðar eru sértryggð skuldabréf talin vera svo gott sem jafnörugg og ríkisskuldabréf og algengt að þau beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri vexti en sambærileg ríkisbréf. Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokkuð hærra, um 0,5% á óverðtryggð skuldabréf og um 0,8% ofan á verðtryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að hér séu bréfin hlutfallslega áhættusamari heldur vegna þess sem oft hefur verið bent á: mikið útflæði innlendra fjárfesta eftir haftaafléttingu, stóraukin skuldabréfaútgáfa á markaði, einkum fyrirtækja, mikil aukning í veitingu fasteignalána banka og lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúðafjárfestingar, og síðast en ekki síst vegna stífra innflæðishafta sem hefur stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila hér á landi.Vextir skiljast að Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%. Áður en vaxtalækkunarferlið hófst voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfavextir 5,8% en lækkuðu svo hratt næstu misseri. Sú þróun hefur svo snúist við og eru sömu vextir um 5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir Seðlabankans hafa því lítt skilað sér inn á skuldabréfamarkað fyrir óverðtryggða vexti sem mynda grunn að vöxtum óverðtryggðra fastavaxta íbúðalána. Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa (þ.e. spá markaðarins um framtíðar skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25% hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og um 0,5% árið 2020, þ.e. að skammtímavextir hækki úr 4,25% í 6,00% næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði um 3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er í nokkru ósamræmi við niðurstöður síðustu könnunar Seðlabankans frá því í ágúst á væntingum markaðsaðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra vaxta næsta árið og að verðbólga verði um 2,8% að jafnaði næstu 10 ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur markaðarins af WOW air virðast vera fyrir bí í bili sem og fréttir af kjaramálum benda til minni hættu á að launaliðurinn muni fara út fyrir öll mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu ferðaþjónustunnar og þungs reksturs innlendra fyrirtækja.Fá óvænta aðstoð Í Danmörku hefur átt sér stað merkileg þróun undanfarið – japanskir fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð skuldabréf af miklum móð, í heildina yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016 og danskir húsnæðiskaupendur geta í dag fest óverðtryggða vexti til 30 ára í 1,5%, meðal annars með hjálp japanskra sparifjáreigenda. Líkt og Seðlabankinn hefur bent réttilega á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir til lengri tíma og eru „sjúkdómseinkenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt myntbandalög) sem búa við lágan hagvöxt og verðbólgu. En erlendir fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku og víðar þar sem hagkerfi standa traustum fótum með litlar skuldir og hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt þátt í að lækka vaxtakostnað heimila og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni, sama hvert vaxtastig viðkomandi lands er. En hér á landi höfum við annan hátt á, og sjáum merki þess undanfarið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta húsnæðislána, sem virðast í litlu samræmi við traustar undirstöður hagkerfisins og vænta þróun skammtímavaxta. En yfirlýstur tilgangur hins svokallaða „fjárstreymistækis“ Seðlabankans hefur meðal annars verið fólginn í því að auka aðhald peningastefnunnar. Það hefur nú tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir af fræðimönnum í Háskóla Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun