Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. september 2018 06:00 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti fyrr í mánuðinum og krafðist þess að hann yrði lýstur saklaus. Fréttablaðið/Ernir Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11
Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00