Jafnlaunavottun fyrirtækja líklega frestað um 12 mánuði Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2018 06:00 Um áramótin flytjast jafnréttismál frá velferðarráðuneytinu til forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið/GVA Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Vinna er hafin í ráðuneytinu til að gefa fyrirtækjum aukinn frest til að klára jafnlaunavottun sem átti að lögfestast um áramótin og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru miklar líkur taldar á því að velferðarráðherra heimili að fresta gildistökunni um heilt ár. Aðeins 11 prósent þeirra 140 fyrirtækja sem verða að vera búin að uppfylla jafnlaunastaðalinn, hafa uppfyllt hann nú þegar. Nærri 130 stór fyrirtæki hér á landi muni ekki klára jafnlaunavottunina fyrir áramót. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægast að langflest stóru fyrirtækjanna séu í ferli við að klára jafnlaunavottunina. Hins vegar séu aðeins tvö fyrirtæki sem sinni faggildingunni eins og staðan er í dag og því ærið verkefni að öll fyrirtæki fái jafnlaunavottun fyrir áramót. „Við vöruðum við því á sínum tíma að þetta væri tímafrekt og flókið ferli sem fyrirtækin þurfi að fara í til að uppfylla jafnlaunavottunina. Sú spá okkar er að raungerast nú. Hins vegar skiptir mestu máli að stóru fyrirtækin eru öll annaðhvort búin að fá jafnlaunavottun eða eru í vinnu við það að uppfylla staðalinn,“ segir Halldór Benjamín.Halldór Benjamín ÞorbergssonJafnréttisstofa hefur þá lagalegu skyldu í lögum um jafna stöðu karla og kvenna að hafa eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. Hins vegar virðist svo vera að stofnunin hafi ekki eftirlit með framkvæmd jafnlaunavottunar. „Við höfum ekki eftirlit með jafnlaunavottuninni. Það eru samtök aðila vinnumarkaðarins sem fengu það verkefni. Við tökum við þegar fyrirtæki hafa öðlast vottun, þá veitum við fyrirtækjum heimild til að nota jafnlaunamerkið og höldum lista yfir þau fyrirtæki sem hafa öðlast þessa vottun samkvæmt jafnréttislögum,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Nokkra mánuði tekur fyrir stór fyrirtæki að fá jafnlaunavottunina og því orðið ljóst nú í lok september að stór fyrirtæki hér á landi verði ekki búin að uppfylla þessar lagalegu skyldur í upphafi nýs árs. Katrín Björg segir að nú sé unnið að því innan stjórnsýslunnar að gefa þessum fyrirtækjum frest. „Það er vinna í gangi í velferðarráðuneytinu núna sem snýst um að fresta gildistökunni um ár að uppfylltum ákveðnum skilyrðum til að gera fyrirtækjum kleift að fá jafnlaunavottun innan tilskilins tíma.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Vottunarferlið svipi til bifreiðaskoðunar Á næstu fjóru mánuðum þurfa 91 prósent vinnustaða með fleiri en 250 starfsmenn hljóta jafnlaunavottun, vilji þeir ekki fá dagsektir í upphafi næsta árs. 30. ágúst 2018 15:00
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59
Sprenging í innleiðingu á jafnlaunakerfi Lög um jafnlaunavottun öðluðust gildi á Alþingi 1. janúar síðastliðinn. 13. mars 2018 11:29
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?