Myndband náðist af því þegar flóðbylgjan náði landi og má sjá það hér að neðan. Hún var allt að þriggja metra há og lenti á bæjunum Palu og Donggala. Rúmlega 600 þúsund manns búa í bæjunum tveimur. Her Indónesíu hefur verið kallaður til vegna hamfaranna.
Jarðskjálftar og flóðbylgjur eru tíðar í Indónesíu. Samkvæmt BBC dóu hundruð í jarðskjálftum í síðasta mánuði. Árið 2004 dóu minnst 120 þúsund þegar flóðbylgja skall á eyjunum.
Byggingar hrundu og er rafmagnslaust víða á Sulawesi. Samkvæmt Reuters er verið að vinna að viðgerð á 276 spennustöðvum. Þá hafa eftirskjálftar og samskiptaörðugleikar gert björgunarstarf mjög erfitt.
Í samtali við Reuters sagði yfirmaður Veðurstofu Indónesíu að flóðvatnið væri ekki lengur til vandræða. Hins vegar væri mikil óreiða á götum áðurnefndra bæja.
The moment a tsunami wave hit a coastal city in Indonesia sweeping away buildingshttps://t.co/RbuTRNhXu8 pic.twitter.com/nwCPNxALPz
— BBC News (World) (@BBCWorld) September 28, 2018