„Ef þú hefur efni á því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2018 20:30 Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“ Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund krónur hafa safnast í Votlendissjóð eftir að æ fleiri Íslendingar eru farnir að kolefnisjafna ferðalög sín. Fyrsti einstaklingurinn til að kolefnisjafna sínar ferðir greiddi tíu þúsund krónur í Votlendissjóð fyrir eitt tonn af útblæstri. Votlendissjóður var stofnaður í vor en mun á næstu dögum opna nýja greiðslugátt þar sem gefst kostur á að reikna út kolefnisfótspor vegna ferðalaga sinna í lofti og á landi. Á Íslandi er talið að 2/3 af allri losun gróðurhúsalofttegunda komi frá framræstu eða röskuðu votlendi. „Í dag eru komnir einhverjir 100 þúsund kallar sem sagt frá einstaklingum en síðan eru fyrirtæki að koma inn með verulega stærri upphæðir til þess að kolefnisjafna sitt eigið fótspor og það eru auðvitað mörg fyrirtæki sem þurfa að huga að því,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Fjármagnið fer í að fylla upp í gamla skurði sem sjóðurinn hefur fengið leyfi fyrir með það fyrir augum að endurheimta votlendi. „Fólk er ýmist að taka flugferðirnar sínar eða bara einkabílinn en vilja sem sagt leggja eitthvað af mörkum því að það er mikið verk að vinna í að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir Ásbjörn. Knattspyrnusamband Íslands var meðal þeirra fyrstu til að styrkja votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferð karlalandsliðsins á HM í Rússlandi í sumar. „Þeir voru að losa um það bil 60 tonn með ferðalaginu sínu til Rússlands og vildu kolefnisjafna það og lögðu fjármagn á móti og við síðan nýttum í það að loka skurðum úti á Bessastöðum,“ segir Ásbjörn. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðikennari og jarðfræðingur var aftur á móti fyrstur einstaklinga til að styrkja Votlendissjóðinn með því að kolefnisjafna ferðalag sitt til Hollands. „Ég greiddi 10 þúsund krónur fyrir eitt tonn og þá kolefnisjafnaði ég líka í raun og veru allan minn akstur. Reyndar ek ég um á metani sem er aðeins skárra en á meðan ég á ekki rafmagnsbíl að þá neyðist ég til að gera þetta. Að öðru leyti þá reyni ég að hjóla sem mest til að draga úr akstri af því að bíllinn er líka mjög stór hluti af því sem við erum að gera,“ segir Sævar Helgi. „Ef þú hefur efni af því að ferðast þá hefurðu líka efni á því að kolefnisjafna ferðalagið þitt.“
Umhverfismál Tengdar fréttir Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Votlendissjóður tekur til starfa Votlendissjóðurinn tók formlega til starfa í dag en tilgangur hans er að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. 30. apríl 2018 20:49