Lífsneistinn Lára G. Sigurðardóttir skrifar 10. september 2018 07:00 Í viðtali hjá BBC sagði hin 26 ára gamla Hati frá því að hún hefði reynt að svipta sig lífi 16 ára gömul – þrír vina hennar frömdu sjálfsvíg undir tvítugu. Hati átti erfiða æsku og enginn virtist kæra sig um hvernig henni liði. Þangað til að einn skóladaginn tók kennari eftir að henni leið ekki vel og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hati brast í grát og létti á hjarta sínu. Kennarinn hlustaði með athygli og hjálpaði henni að leita sér aðstoðar. Í dag lifir Hati góðu lífi þökk sé inngripi kennarans. Þetta er ein saga af mörgum. Ástæður að baki sjálfsvígshugsunum eru margar. Þær geta bæði litast af umhverfi og erfðum. Engin saga er eins. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfsvíg eru ekki endilega fyrirfram ákveðin örlög heldur eitthvað sem við ættum, í mörgum tilfellum, að geta komið í veg fyrir. Á alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna er gott að minna sig á að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því hvernig fólkið í nærumhverfi okkar hefur það. Ljá þeim sem okkur sýnist vansælir eyra og vera til staðar fyrir hvert annað. Það er aldrei að vita nema við getum leitt einhvern út úr myrkrinu í átt að bjartari framtíð. En það þarf meira til. Í velferðarríkinu, sem stjórnmálamenn vilja gjarnan telja okkur trú um að við búum í, þurfa að vera til staðar skýr úrræði og kröftugur stuðningur fagfólks. Yfirvaldið hefur í höndunum aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum – það hefur allar burði til að efla geðheilbrigðismál og hjálpa þeim sem glatað hafa lífsneistanum og aðstandendum þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í viðtali hjá BBC sagði hin 26 ára gamla Hati frá því að hún hefði reynt að svipta sig lífi 16 ára gömul – þrír vina hennar frömdu sjálfsvíg undir tvítugu. Hati átti erfiða æsku og enginn virtist kæra sig um hvernig henni liði. Þangað til að einn skóladaginn tók kennari eftir að henni leið ekki vel og spurði hvort það væri í lagi með hana. Hati brast í grát og létti á hjarta sínu. Kennarinn hlustaði með athygli og hjálpaði henni að leita sér aðstoðar. Í dag lifir Hati góðu lífi þökk sé inngripi kennarans. Þetta er ein saga af mörgum. Ástæður að baki sjálfsvígshugsunum eru margar. Þær geta bæði litast af umhverfi og erfðum. Engin saga er eins. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sjálfsvíg eru ekki endilega fyrirfram ákveðin örlög heldur eitthvað sem við ættum, í mörgum tilfellum, að geta komið í veg fyrir. Á alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna er gott að minna sig á að við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því hvernig fólkið í nærumhverfi okkar hefur það. Ljá þeim sem okkur sýnist vansælir eyra og vera til staðar fyrir hvert annað. Það er aldrei að vita nema við getum leitt einhvern út úr myrkrinu í átt að bjartari framtíð. En það þarf meira til. Í velferðarríkinu, sem stjórnmálamenn vilja gjarnan telja okkur trú um að við búum í, þurfa að vera til staðar skýr úrræði og kröftugur stuðningur fagfólks. Yfirvaldið hefur í höndunum aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum – það hefur allar burði til að efla geðheilbrigðismál og hjálpa þeim sem glatað hafa lífsneistanum og aðstandendum þeirra.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun