Togaði í bremsu andstæðings á 225 kílómetra hraða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 16:00 Romano Fenati. Vísir/Getty Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati var rekinn eftir stórhættulegt háttalag sitt í heimsbikarnum á Moto2 hjólum um helgina. Romano Fenati hafði fengið svarta flaggið í keppninni sjálfri en lífshættuleg hegðun hans hefur nú heldur betur dregið dilk á eftir sér. Marinelli Snipers Moto2 liðið lét Fenati taka pokann sinn og þá dugði ekkert til þótt að Romano Fenati hafi beðið alla afsökunar á hegðun sinni.Fenati penalty: Italian suspended from two Grands Prix The #Moto2 rider will not take part at Aragon or Buriram following Misano incident, Manzi also penalised #MotoGP | #SanMarinoGPhttps://t.co/DccVImFKfzpic.twitter.com/1XLAvaNj0y — MotoGP (@MotoGP) September 9, 2018Það gekk mikið á í baráttu Romano Fenati við Stefano Manzi í keppni í San Marinó í gær en það afsakaði þó ekki það þegar að Fenati tók í bremsuna á hjóli andstæðingsins síns þegar þeir voru á 225 kílómetra hraða. Fenati hafði þegar fengið tveggja keppna bann fyrir þetta ljóta brot en félagið gerði gott betur og gerði hann atvinnulausan líka. „Við getum staðfest það að Marinelli Snipers liðið hefur sagt upp samningi sínum við Romano Fenati fyrir hans óíþróttamannslegu og stórhættulegu framkomu sem skaðar ímynd okkar allra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Það má líka sjá atvikið hér fyrir neðan.Fenati sjálfur hafði beðist afsöskunar í dag. „Nú þegar þegar ég get hugsað skýrt þá myndi ég helst óska þess að þetta hafi bara verið slæmur draumur,“ sagði Romano Fenati. „Ég hagaði mér skammarlega og ég var ekki manneskja á þessum tímapunkti. Öll gagnrýnin á rétt á sér og ég skil vel alla gremjuna og vanþóknuna út í mig. Ég vil biðja alla afsökunar, alla þá sem trúðu á mig og alla þá sem ég særði með hegðun minni,“ sagði Romano Fenati. Romano Fenati apologises The Italian has shared a statement and apology#MotoGP https://t.co/G0dgkwiYlBpic.twitter.com/ogvy1dLKin — MotoGP (@MotoGP) September 10, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati var rekinn eftir stórhættulegt háttalag sitt í heimsbikarnum á Moto2 hjólum um helgina. Romano Fenati hafði fengið svarta flaggið í keppninni sjálfri en lífshættuleg hegðun hans hefur nú heldur betur dregið dilk á eftir sér. Marinelli Snipers Moto2 liðið lét Fenati taka pokann sinn og þá dugði ekkert til þótt að Romano Fenati hafi beðið alla afsökunar á hegðun sinni.Fenati penalty: Italian suspended from two Grands Prix The #Moto2 rider will not take part at Aragon or Buriram following Misano incident, Manzi also penalised #MotoGP | #SanMarinoGPhttps://t.co/DccVImFKfzpic.twitter.com/1XLAvaNj0y — MotoGP (@MotoGP) September 9, 2018Það gekk mikið á í baráttu Romano Fenati við Stefano Manzi í keppni í San Marinó í gær en það afsakaði þó ekki það þegar að Fenati tók í bremsuna á hjóli andstæðingsins síns þegar þeir voru á 225 kílómetra hraða. Fenati hafði þegar fengið tveggja keppna bann fyrir þetta ljóta brot en félagið gerði gott betur og gerði hann atvinnulausan líka. „Við getum staðfest það að Marinelli Snipers liðið hefur sagt upp samningi sínum við Romano Fenati fyrir hans óíþróttamannslegu og stórhættulegu framkomu sem skaðar ímynd okkar allra,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu frá félaginu. Það má líka sjá atvikið hér fyrir neðan.Fenati sjálfur hafði beðist afsöskunar í dag. „Nú þegar þegar ég get hugsað skýrt þá myndi ég helst óska þess að þetta hafi bara verið slæmur draumur,“ sagði Romano Fenati. „Ég hagaði mér skammarlega og ég var ekki manneskja á þessum tímapunkti. Öll gagnrýnin á rétt á sér og ég skil vel alla gremjuna og vanþóknuna út í mig. Ég vil biðja alla afsökunar, alla þá sem trúðu á mig og alla þá sem ég særði með hegðun minni,“ sagði Romano Fenati. Romano Fenati apologises The Italian has shared a statement and apology#MotoGP https://t.co/G0dgkwiYlBpic.twitter.com/ogvy1dLKin — MotoGP (@MotoGP) September 10, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira