Fagmennska og gæði í ferðaþjónustu Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé skrifar 12. september 2018 07:00 Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á alla vegu undanfarin ár. Ekki bara þegar kemur að fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur líka eflst þegar kemur að þjónustu við okkar góðu gesti sem sækja Ísland heim. Um land allt starfa metnaðarfull fyrirtæki sem daglega taka á móti ferðamönnum hvort heldur sem er í afþreyingu, í skipulagðar ferðir, í mat eða gistingu. Upplifun ferðamanna er enda mjög góð, en hún er síður en svo sjálfsögð. Í nýjum Ferðamannapúlsi sem Gallup heldur úti í samstarfi við Isavia og Ferðamálastofu og birtur var fyrr í sumar mældist heildarupplifun ferðamanna 83,4%, eða tæpum 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn byggir á spurningum sem snúa að heildaránægju ferðamanna, hvort ferðin var peninganna virði, uppfyllti væntingar, líkur á meðmælum og gestrisni okkar heimamanna. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og hafa gestrisni og jákvæðni einkennt viðhorf okkar til ferðamanna. Það er því ánægjulegt að sjá að í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var fyrir Ferðamálastofu og birt var á dögunum kom fram að 68% landsmanna eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að halda áfram að vanda okkur á öllum stigum, bæði gagnvart okkar góðu gestum og ekki síður heimamönnum. Ferðaþjónusta á Íslandi er ekki eins og síldarævintýri. Hún er komin til að vera sem stöndug heilsársatvinnugrein. Við verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar til framtíðar. Þá hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingu í ferðaþjónustu á undanförnum árum sem nýtist bæði ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Mikið nýsköpunarstarf á sér stað og er nú hægt að ganga inn í jökla, síga niður í eldfjöll, borða mat á heimsmælikvarða, baða sig í náttúrulegum heilsulindum og fara í skipulagðar ferðir um land allt þar sem virðing er borin fyrir náttúru og sögu. Hér er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ferðaþjónustan hefur þannig eflt byggðarlög um allt land ásamt því að styðja við aðrar atvinnugreinar. Svo er hún líka bara svo skemmtileg. Ef við höfum fagmennsku og gæði ávallt að leiðarljósi þá er framtíð ferðaþjónustunnar björt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á alla vegu undanfarin ár. Ekki bara þegar kemur að fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur líka eflst þegar kemur að þjónustu við okkar góðu gesti sem sækja Ísland heim. Um land allt starfa metnaðarfull fyrirtæki sem daglega taka á móti ferðamönnum hvort heldur sem er í afþreyingu, í skipulagðar ferðir, í mat eða gistingu. Upplifun ferðamanna er enda mjög góð, en hún er síður en svo sjálfsögð. Í nýjum Ferðamannapúlsi sem Gallup heldur úti í samstarfi við Isavia og Ferðamálastofu og birtur var fyrr í sumar mældist heildarupplifun ferðamanna 83,4%, eða tæpum 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn byggir á spurningum sem snúa að heildaránægju ferðamanna, hvort ferðin var peninganna virði, uppfyllti væntingar, líkur á meðmælum og gestrisni okkar heimamanna. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og hafa gestrisni og jákvæðni einkennt viðhorf okkar til ferðamanna. Það er því ánægjulegt að sjá að í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var fyrir Ferðamálastofu og birt var á dögunum kom fram að 68% landsmanna eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að halda áfram að vanda okkur á öllum stigum, bæði gagnvart okkar góðu gestum og ekki síður heimamönnum. Ferðaþjónusta á Íslandi er ekki eins og síldarævintýri. Hún er komin til að vera sem stöndug heilsársatvinnugrein. Við verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar til framtíðar. Þá hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingu í ferðaþjónustu á undanförnum árum sem nýtist bæði ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Mikið nýsköpunarstarf á sér stað og er nú hægt að ganga inn í jökla, síga niður í eldfjöll, borða mat á heimsmælikvarða, baða sig í náttúrulegum heilsulindum og fara í skipulagðar ferðir um land allt þar sem virðing er borin fyrir náttúru og sögu. Hér er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ferðaþjónustan hefur þannig eflt byggðarlög um allt land ásamt því að styðja við aðrar atvinnugreinar. Svo er hún líka bara svo skemmtileg. Ef við höfum fagmennsku og gæði ávallt að leiðarljósi þá er framtíð ferðaþjónustunnar björt.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun