Biðla til bankanna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 08:18 Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Vísir/Vilhelm Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – skoða nú hugsanlega aðkomu sína að útboðinu en ákveði þeir að leggja WOW air til það fjármagn sem upp á vantar eru vonir bundnar við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þurfa að lána flugfélaginu, þannig að lágmarki útboðsins verði náð, en að sögn kunnugra er um að ræða milljarða króna. Bankastjórar bankanna funduðu með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, á skrifstofum síðastnefnda félagsins í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, sem hófst í lok síðasta mánaðar, en Arctica Finance hefur hjálpað flugfélaginu við að kynna útboðið fyrir innlendum fjárfestum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja að stjórnendur og ráðgjafar WOW air hafi orðið bjartsýnni um framgang útboðsins eftir því sem leið á gærdaginn en unnið er að því að ljúka útboðinu – með markaðsfjármögnun – fyrir helgi. Stjórn WOW air fundaði jafnframt stíft um stöðu mála í turninum við Höfðatorg frá morgni til kvölds í gær. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, og lögmaður flugfélagsins, Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hafi setið fund í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins síðla gærdagsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en til marks um það spá greinendur Pareto því að félagið skili tapi upp á 3,3 milljarða króna í ár. Ekkert lát er á hækkun olíuverðs, en olíukostnaður er næststærsti kostnaðarliður flugfélagsins, og hefur hækkunin numið yfir 11 prósentum á undanförnum fjórum vikum. Fulltrúar stjórnvalda fylgjast náið með stöðunni en þeir funduðu vegna málefna WOW air um síðustu helgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur sagt mikilvægt að stjórnvöld skoði afleiðingar þess að flugfélögin yrðu fyrir áföllum. Hins vegar standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – skoða nú hugsanlega aðkomu sína að útboðinu en ákveði þeir að leggja WOW air til það fjármagn sem upp á vantar eru vonir bundnar við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þurfa að lána flugfélaginu, þannig að lágmarki útboðsins verði náð, en að sögn kunnugra er um að ræða milljarða króna. Bankastjórar bankanna funduðu með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, á skrifstofum síðastnefnda félagsins í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, sem hófst í lok síðasta mánaðar, en Arctica Finance hefur hjálpað flugfélaginu við að kynna útboðið fyrir innlendum fjárfestum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja að stjórnendur og ráðgjafar WOW air hafi orðið bjartsýnni um framgang útboðsins eftir því sem leið á gærdaginn en unnið er að því að ljúka útboðinu – með markaðsfjármögnun – fyrir helgi. Stjórn WOW air fundaði jafnframt stíft um stöðu mála í turninum við Höfðatorg frá morgni til kvölds í gær. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, og lögmaður flugfélagsins, Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hafi setið fund í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins síðla gærdagsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en til marks um það spá greinendur Pareto því að félagið skili tapi upp á 3,3 milljarða króna í ár. Ekkert lát er á hækkun olíuverðs, en olíukostnaður er næststærsti kostnaðarliður flugfélagsins, og hefur hækkunin numið yfir 11 prósentum á undanförnum fjórum vikum. Fulltrúar stjórnvalda fylgjast náið með stöðunni en þeir funduðu vegna málefna WOW air um síðustu helgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur sagt mikilvægt að stjórnvöld skoði afleiðingar þess að flugfélögin yrðu fyrir áföllum. Hins vegar standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira