Sjálfslofi Trump um Púertó Ríkó mætt með fordæmingu Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2018 08:27 Trump hlóð ríkisstjórn sína lofi fyrir hvernig hún brást við fellibylnum Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra. Tæplega 3.000 manns fórust, meðal annars vegna skorts á grunnþjónustu fyrsta hálfa árið eftir hamfarirnar. Vísir/EPA Þrátt fyrir að tæplega þrjú þúsund manns séu taldir hafa farist af völdum fellibylsins Maríu á Púertó Ríkó í fyrra lýsti Donalds Trump Bandaríkjaforseti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við hamförunum sem „stórkostlegum“ í gær. Ummæli forsetans hafa vakið harða gagnrýni á eyjunni og víðar. Upphaflega sögðu yfirvöld að 64 hefðu farist af völdum fellibylsins Maríu sem var af stærðinni fjórir þegar hann gekk yfir Púertó Ríkó fyrir ári. Sú tala var hækkuð í 2.975 á þessu ári en þá voru taldir með þeir sem létu lífið næsta hálfa árið eftir fellibylinn vegna skorts á heilsugæslu, rafmagni og hreinu vatni. Það er um það bil sami fjöldi og dó í hryðjuverkaárásunum í New York 11. september árið 2001. Rafmagni var ekki komið aftur á alla eyjuna fyrr en í síðasta mánuði, ellefu mánuðum eftir að María stórskemmdi innviði eyjunnar sem er bandarískt yfirráðasvæði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að áætlað sé að um 8% af íbúum eyjunnar hafi yfirgefið hana eftir fellibylinn. „Ég held reyndar að þetta hafi verið ein besta frammistaða sem hefur nokkru sinni náðst með tilliti til þess um hvað þetta snerist allt,“ sagði Trump forseti þegar fréttamaður spurði hann hvað yfirvöld hefðu lært af fellibylnum Maríu nú þegar fellibylurinn Flórens stefnir á suðausturströnd Bandaríkjanna. Lýsti forsetinn störfum Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) og löggæslu með ríkisstjóra Púertó Ríkó sem „stórkostlegum“. „Ég held að Púertó Ríkó hafi verið ótrúlega vel heppnað sem hlaut ekki verðskuldað lof,“ sagði forsetinn.„Guð hjálpi okkur öllum“ Ummælin hafa vakið furðu og reiði. Ricardo Rossello, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði að ekki væri hægt að lýsa sambandi nýlendu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna sem „vel heppnuðu“ þegar íbúar á eyjunni skorti ýmis óafsalanleg réttindi sem landar þeirra á meginlandi Bandaríkjanna njóta. „Ef hann heldur að dauði þrjú þúsund manns sé árangur þá hjálpi guð okkur öllum,“ tísti Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan sem eldaði grátt silfur saman með Trump í kjölfar fellibylsins í fyrra. Lýsti hún viðbrögðum Trump-stjórnarinnar við hamförunum á Púertó Ríkó sem „dökkum bletti“ á forsetatíð hans sem strái salti í sár eyjaskeggja.Success? Federal response according to Trump in Puerto Rico a success? If he thinks the death of 3,000 people os a success God help us all.— Carmen Yulín Cruz (@CarmenYulinCruz) September 11, 2018 Fulltrúar demókrata fordæmdu einnig ummæli forsetans. Chuck Schumer, leiðtogi þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði þau „móðgandi, særandi og augljóslega röng“. Bernie Sanders, sem bauð sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, benti á tölu látinna á eyjunni. „Það er ekki „vel heppnað“. Það er harmleikur og hneyksli,“ tísti Sanders.María olli miklum mannskaða og eyðileggingu á Púertó Ríkó. Innviðir eyjunnar eru enn ekki samir eftir hamfarirnar.Vísir/EPASagði íbúa Púertó Ríkó vilja „fá allt upp í hendurnar“ eftir hamfarirnar Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti hættir sér út á hála braut varðandi hamfarirnar á Púertó Ríkó. Fyrst eftir að fellibylurinn gekk yfir eyjuna og eyðileggingin var ljós tengdi forsetinn tjónið og væntanlegt uppbyggingarstarf ítrekað við erfiða fjárhagsstöðu Púertó Ríkó. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi viðbrögð Trump við hamförunum opinberlega hellti forsetinn sér yfir hann á Twitter. Sakaði hann Yulín Cruz og aðra leiðtoga á eyjunni um að skorta forystuhæfileika þar sem þeir „gætu ekki fengið starfsmenn sína til að hjálpa“. „Þau vilja að allt sé gert fyrir þau þegar þetta ætti að vera samfélagslegt átak,“ tísti Trump meðal annars. Bandaríkin Donald Trump Púertó Ríkó Tengdar fréttir Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Þrátt fyrir að tæplega þrjú þúsund manns séu taldir hafa farist af völdum fellibylsins Maríu á Púertó Ríkó í fyrra lýsti Donalds Trump Bandaríkjaforseti viðbrögðum ríkisstjórnar sinnar við hamförunum sem „stórkostlegum“ í gær. Ummæli forsetans hafa vakið harða gagnrýni á eyjunni og víðar. Upphaflega sögðu yfirvöld að 64 hefðu farist af völdum fellibylsins Maríu sem var af stærðinni fjórir þegar hann gekk yfir Púertó Ríkó fyrir ári. Sú tala var hækkuð í 2.975 á þessu ári en þá voru taldir með þeir sem létu lífið næsta hálfa árið eftir fellibylinn vegna skorts á heilsugæslu, rafmagni og hreinu vatni. Það er um það bil sami fjöldi og dó í hryðjuverkaárásunum í New York 11. september árið 2001. Rafmagni var ekki komið aftur á alla eyjuna fyrr en í síðasta mánuði, ellefu mánuðum eftir að María stórskemmdi innviði eyjunnar sem er bandarískt yfirráðasvæði. Breska ríkisútvarpið BBC segir að áætlað sé að um 8% af íbúum eyjunnar hafi yfirgefið hana eftir fellibylinn. „Ég held reyndar að þetta hafi verið ein besta frammistaða sem hefur nokkru sinni náðst með tilliti til þess um hvað þetta snerist allt,“ sagði Trump forseti þegar fréttamaður spurði hann hvað yfirvöld hefðu lært af fellibylnum Maríu nú þegar fellibylurinn Flórens stefnir á suðausturströnd Bandaríkjanna. Lýsti forsetinn störfum Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) og löggæslu með ríkisstjóra Púertó Ríkó sem „stórkostlegum“. „Ég held að Púertó Ríkó hafi verið ótrúlega vel heppnað sem hlaut ekki verðskuldað lof,“ sagði forsetinn.„Guð hjálpi okkur öllum“ Ummælin hafa vakið furðu og reiði. Ricardo Rossello, ríkisstjóri Púertó Ríkó, sagði að ekki væri hægt að lýsa sambandi nýlendu og alríkisstjórnar Bandaríkjanna sem „vel heppnuðu“ þegar íbúar á eyjunni skorti ýmis óafsalanleg réttindi sem landar þeirra á meginlandi Bandaríkjanna njóta. „Ef hann heldur að dauði þrjú þúsund manns sé árangur þá hjálpi guð okkur öllum,“ tísti Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan sem eldaði grátt silfur saman með Trump í kjölfar fellibylsins í fyrra. Lýsti hún viðbrögðum Trump-stjórnarinnar við hamförunum á Púertó Ríkó sem „dökkum bletti“ á forsetatíð hans sem strái salti í sár eyjaskeggja.Success? Federal response according to Trump in Puerto Rico a success? If he thinks the death of 3,000 people os a success God help us all.— Carmen Yulín Cruz (@CarmenYulinCruz) September 11, 2018 Fulltrúar demókrata fordæmdu einnig ummæli forsetans. Chuck Schumer, leiðtogi þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði þau „móðgandi, særandi og augljóslega röng“. Bernie Sanders, sem bauð sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2016, benti á tölu látinna á eyjunni. „Það er ekki „vel heppnað“. Það er harmleikur og hneyksli,“ tísti Sanders.María olli miklum mannskaða og eyðileggingu á Púertó Ríkó. Innviðir eyjunnar eru enn ekki samir eftir hamfarirnar.Vísir/EPASagði íbúa Púertó Ríkó vilja „fá allt upp í hendurnar“ eftir hamfarirnar Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti hættir sér út á hála braut varðandi hamfarirnar á Púertó Ríkó. Fyrst eftir að fellibylurinn gekk yfir eyjuna og eyðileggingin var ljós tengdi forsetinn tjónið og væntanlegt uppbyggingarstarf ítrekað við erfiða fjárhagsstöðu Púertó Ríkó. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi viðbrögð Trump við hamförunum opinberlega hellti forsetinn sér yfir hann á Twitter. Sakaði hann Yulín Cruz og aðra leiðtoga á eyjunni um að skorta forystuhæfileika þar sem þeir „gætu ekki fengið starfsmenn sína til að hjálpa“. „Þau vilja að allt sé gert fyrir þau þegar þetta ætti að vera samfélagslegt átak,“ tísti Trump meðal annars.
Bandaríkin Donald Trump Púertó Ríkó Tengdar fréttir Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05 Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Tala látinna hækkuð úr 64 í 2.975 Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hækkað opinbera tölu látinna vegna fellibylsins María sem fór þar yfir fyrir rúmu hálfu ári úr 64 í 2.975. 28. ágúst 2018 22:05
Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Í skýrslu til Bandaríkjaþings kemur fram að 1.427 hafi farist af völdum fellibyljarins en ekki 64 eins og opinberar tölur segja. 9. ágúst 2018 16:55
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36