Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 12:11 Donald Trump er ekki sáttur við ummæli borgarstjóra San Juan. Vísir/GEtty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir íbúum Puerto Rico á Twitter í dag og sagði þá vilja fá allt upp í hendurnar. Neyðarástand ríkir nú á eyjunni sem varð verulega illa úti vegna fellibylsins Maríu sem skall þar á fyrir tíu dögum. Minnst sextán eru látnir og innviði eyjunnar eru í rúst. Þá kennir Trump demókrötum um það að borgarstjóri San Juan hafi gagnrýnt Trump harðlega. „Demókratar eru búnir að segja borgarstjóra San Juan, sem hrósaði mér mjög fyrir einungis nokkrum dögum, að hún verði að vera andstyggileg við Trump. Borgarstjórinn og aðrir í Puerto Rico hafa sýnt mjög slæma stjórnunarhæfileika og hafa ekki getað fengið verkamenn þeirra til að hjálpa. Þeir vilja fá allt upp í hendurnar en þetta ætti að vera samfélagslegt átak. Tíu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú á eyjunni að vinna frábært starf. Herinn og viðbragðsaðilar hafa, þrátt fyrir ekkert rafmagn, enga vegi, síma og fleira, unnið frábært starf. Puerto Rico gereyðilagðist.“The Mayor of San Juan, who was very complimentary only a few days ago, has now been told by the Democrats that you must be nasty to Trump.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...Such poor leadership ability by the Mayor of San Juan, and others in Puerto Rico, who are not able to get their workers to help. They....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...want everything to be done for them when it should be a community effort. 10,000 Federal workers now on Island doing a fantastic job.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The military and first responders, despite no electric, roads, phones etc., have done an amazing job. Puerto Rico was totally destroyed.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þá hefur forsetinn einnig skammast yfir fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Puerto Rico. Hann sagði þá dekkja myndina og draga úr starfsanda viðbragðsaðila. Trump sagði það ósanngjarnt. Þar að auki sagði forsetinn að hann ætlaði að ferðast til Puerto Rico í næstu viku og að vonandi gæti hann komið við á Jómfrúaeyjum.Fake News CNN and NBC are going out of their way to disparage our great First Responders as a way to "get Trump." Not fair to FR or effort!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The Fake News Networks are working overtime in Puerto Rico doing their best to take the spirit away from our soldiers and first R's. Shame!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 I will be going to Puerto Rico on Tuesday with Melania. Will hopefully be able to stop at the U.S. Virgin Islands (people working hard).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þúsundir íbúa Puerto Rico skortir drykkjarvatn og aðrar nauðsynjar og hafa ekki aðgang að rafmagni né fjarskiptum. Þá er búist við mikilli rigningu nú um helgina og að hún muni hægja enn frekar á því hjálparstarfi sem á sér stað. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögðin vegna hamfaranna í Puerto Rico. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Trump.Sjá einnig: „Þið eruð að drepa okkur“Meðal þess sem Trump hefur verið gagnrýndur er að setja hjálparstarf í samhengi við skuldir eyjunnar og það hve ríkið virðist hafa brugðist mun betur við þegar Harvey og Irma skullu á Texas og Flórída. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir íbúum Puerto Rico á Twitter í dag og sagði þá vilja fá allt upp í hendurnar. Neyðarástand ríkir nú á eyjunni sem varð verulega illa úti vegna fellibylsins Maríu sem skall þar á fyrir tíu dögum. Minnst sextán eru látnir og innviði eyjunnar eru í rúst. Þá kennir Trump demókrötum um það að borgarstjóri San Juan hafi gagnrýnt Trump harðlega. „Demókratar eru búnir að segja borgarstjóra San Juan, sem hrósaði mér mjög fyrir einungis nokkrum dögum, að hún verði að vera andstyggileg við Trump. Borgarstjórinn og aðrir í Puerto Rico hafa sýnt mjög slæma stjórnunarhæfileika og hafa ekki getað fengið verkamenn þeirra til að hjálpa. Þeir vilja fá allt upp í hendurnar en þetta ætti að vera samfélagslegt átak. Tíu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú á eyjunni að vinna frábært starf. Herinn og viðbragðsaðilar hafa, þrátt fyrir ekkert rafmagn, enga vegi, síma og fleira, unnið frábært starf. Puerto Rico gereyðilagðist.“The Mayor of San Juan, who was very complimentary only a few days ago, has now been told by the Democrats that you must be nasty to Trump.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...Such poor leadership ability by the Mayor of San Juan, and others in Puerto Rico, who are not able to get their workers to help. They....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...want everything to be done for them when it should be a community effort. 10,000 Federal workers now on Island doing a fantastic job.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The military and first responders, despite no electric, roads, phones etc., have done an amazing job. Puerto Rico was totally destroyed.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þá hefur forsetinn einnig skammast yfir fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Puerto Rico. Hann sagði þá dekkja myndina og draga úr starfsanda viðbragðsaðila. Trump sagði það ósanngjarnt. Þar að auki sagði forsetinn að hann ætlaði að ferðast til Puerto Rico í næstu viku og að vonandi gæti hann komið við á Jómfrúaeyjum.Fake News CNN and NBC are going out of their way to disparage our great First Responders as a way to "get Trump." Not fair to FR or effort!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The Fake News Networks are working overtime in Puerto Rico doing their best to take the spirit away from our soldiers and first R's. Shame!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 I will be going to Puerto Rico on Tuesday with Melania. Will hopefully be able to stop at the U.S. Virgin Islands (people working hard).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þúsundir íbúa Puerto Rico skortir drykkjarvatn og aðrar nauðsynjar og hafa ekki aðgang að rafmagni né fjarskiptum. Þá er búist við mikilli rigningu nú um helgina og að hún muni hægja enn frekar á því hjálparstarfi sem á sér stað. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögðin vegna hamfaranna í Puerto Rico. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Trump.Sjá einnig: „Þið eruð að drepa okkur“Meðal þess sem Trump hefur verið gagnrýndur er að setja hjálparstarf í samhengi við skuldir eyjunnar og það hve ríkið virðist hafa brugðist mun betur við þegar Harvey og Irma skullu á Texas og Flórída.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira