Bjóða Löfven á fund til að ræða stuðning við hægristjórn Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2018 08:33 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Vísir/Getty Leiðtogar borgaralegu flokkanna í Svíþjóð hafa boðið Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna, til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna. Sá stuðningum myndi fela í sér að Jafnaðarmenn myndu verja stjórnina falli. Frá þessu greina þau Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, í grein sem birtist í Dagens Nyheter í dag. Leiðtogarnir hafa boðað til blaðamannafundar vegna þessa boðs klukkan 9 að íslenskum tíma. Í greininni skrifa leiðtogarnir að rauðgrænu flokkarnir séu nú með tvo þingmenn umfram borgaralegu flokkana, en að stjórnarflokkarnir – Jafnaðarmenn og Græningjar – hafi fengið færri atkvæði og að því séu borgaralegu flokkarnir stærstir og eigi að mynda nýja ríkisstjórn. Erfið staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir að hvorug stóru fylkinganna náði meirihluta á þingi og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, náðu um 18 prósent atkvæða.Ræða mikilvæg mál Borgaralegu flokkarnir stefna að því að mynda stjórn en segjast leiðtogar þeirra hafa ákveðið að bjóða Löfven til samtals til að ræða samstarf milli blokkanna þegar kemur að mikilvægum málum. Nefna leiðtogar borgaralegu flokkanna sérstaklega innflytjendamál, húsnæðismál, málefni eldri borgara og öryggis- og varnarpólitík. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir en þau Kristersson, Lööf, Busch Thor og Björklund segja að þau muni áfram leita stuðnings Löfven, verði endanleg niðurstaða kosninganna sú að borgaralegu flokkarnir hafi náð fleiri þingsætum en rauðgræna blokkin. Þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að vera veita Svíþjóðardemókrötum eða Vinstriflokknum áhrif.Tilnefna nýjan þingforseta Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi og segjast leiðtogar borgaralegu flokkarnir ætla að kanna stuðning við sitjandi stjórn við fyrsta tækifæri, hafi Löfven þá ekki þegar sagt af sér. Ætli þeir sameiginlega sér að tilnefna nýjan þingforseta, en það er þingforseti sem tilnefnir svo forsætisráðherra sem þingið greiðir atkvæði um. Löfven eða Jafnaðarmenn hafa enn ekki tjáð sig um þetta boð leiðtoga borgaralegu flokkanna. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Leiðtogar borgaralegu flokkanna í Svíþjóð hafa boðið Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtoga Jafnaðarmanna, til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna. Sá stuðningum myndi fela í sér að Jafnaðarmenn myndu verja stjórnina falli. Frá þessu greina þau Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata og Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, í grein sem birtist í Dagens Nyheter í dag. Leiðtogarnir hafa boðað til blaðamannafundar vegna þessa boðs klukkan 9 að íslenskum tíma. Í greininni skrifa leiðtogarnir að rauðgrænu flokkarnir séu nú með tvo þingmenn umfram borgaralegu flokkana, en að stjórnarflokkarnir – Jafnaðarmenn og Græningjar – hafi fengið færri atkvæði og að því séu borgaralegu flokkarnir stærstir og eigi að mynda nýja ríkisstjórn. Erfið staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir að hvorug stóru fylkinganna náði meirihluta á þingi og Svíþjóðardemókratar, sem reka harða stefnu í innflytjendamálum, náðu um 18 prósent atkvæða.Ræða mikilvæg mál Borgaralegu flokkarnir stefna að því að mynda stjórn en segjast leiðtogar þeirra hafa ákveðið að bjóða Löfven til samtals til að ræða samstarf milli blokkanna þegar kemur að mikilvægum málum. Nefna leiðtogar borgaralegu flokkanna sérstaklega innflytjendamál, húsnæðismál, málefni eldri borgara og öryggis- og varnarpólitík. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir en þau Kristersson, Lööf, Busch Thor og Björklund segja að þau muni áfram leita stuðnings Löfven, verði endanleg niðurstaða kosninganna sú að borgaralegu flokkarnir hafi náð fleiri þingsætum en rauðgræna blokkin. Þeir séu hins vegar ekki reiðubúnir að vera veita Svíþjóðardemókrötum eða Vinstriflokknum áhrif.Tilnefna nýjan þingforseta Þing kemur saman þann 24. september næstkomandi og segjast leiðtogar borgaralegu flokkarnir ætla að kanna stuðning við sitjandi stjórn við fyrsta tækifæri, hafi Löfven þá ekki þegar sagt af sér. Ætli þeir sameiginlega sér að tilnefna nýjan þingforseta, en það er þingforseti sem tilnefnir svo forsætisráðherra sem þingið greiðir atkvæði um. Löfven eða Jafnaðarmenn hafa enn ekki tjáð sig um þetta boð leiðtoga borgaralegu flokkanna.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00 Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03
Allt sem þú þarft að vita um sænsku kosningarnar: Stefnir í áframhaldandi minnihlutastjórn í Svíþjóð Svíar ganga að kjörborðinu 9. september næstkomandi. 5. september 2018 16:00
Löfven segir úrslitin vera dauða blokkapólitíkurinnar Sagði ekki af sér líkt og formaður Modertana hafði kallað eftir. 9. september 2018 22:47