Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2018 13:00 Við upphaf málfutnings í Hæstarétti 14. janúar 1980. MYND/BRAGI GUÐMUNDSSON Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. Endurupptaka þessa mála er fyrir margra hluta sakir óvenjuleg. Ekki síst vegna þess að ákæruvaldið krefst þess að sakborningarnir verði sýknaðir. Málin hafa fylgt íslensku þjóðinni í 44 ár, eru meðal umtöluðustu sakamála íslenskrar réttarsögu og eru tveir sakborninganna látnir, þeir Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson. Áætlað er að málflutningurinn standi yfir í tvo daga. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari í málinu hefur 90 mínútur til málflutnings. Sömuleiðis Jón Steinar Gunnlaugsson verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marinó Ciesielski. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, hafa sextíu mínútur hvor. Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar voru sakfelldir í Hæstarétti árið 1980 fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana í byrjun árs 1974. Albert Klahn var sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana seinna sama ár. Kristján Viðar hlaut 16 ára dóm. Sævar Marinó hlaut þyngsta dóminn eða 17 ár. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 13 ára fangelsi og þá var Guðjón Skarphéðinsson dæmdur í tíu ára fangelsi. Albert Klahn var dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Löng gæsluvarðhaldsvist var dregin frá refsingu allra hinna dæmdu. Lík þeirra Guðmundar og Geirfinns hafa aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki hafa fundist um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi og engin áþreifanleg sönnunargögn eru til staðar um að mönnunum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Aðal sönnunargögnin í málunum voru játningar sakborninganna, sem sakborningarnir reyndu að draga til baka, en dóminum þótti á sínum ekki mark takandi á þeim afturköllunum. Ítarlega verður fjallað um málflutninginn á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni á morgun.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00 Óáreiðanlegar játningar og Íslandsmet í einangrunarvist 29. apríl 2018 10:00 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Hvarf hversdagsmanns veldur þjóðlífsröskun“ Hér er reynt að varpa ljósi á það hvernig Guðmundar- og Geirfinnsmálin blöstu við íslensku þjóðinni á árunum 1974 til 1980. 1. mars 2018 10:00