Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2018 14:26 Lilja Alfreðsdóttir á fundi með fjölmiðlum í Veröld - húsi Vigdísar í dag. Vísir/Böddi Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, stefnir á að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Þetta er meðal þess sem fram kom á kynningu ráðherra á blaðamannafundi í Veröld - húsi Vigdísar í dag en aðgerðirnar eru liður í því að styrkja íslenska tungu. Til grundvallar aðgerðunum er eindreginn vilji stjórnvalda að tryggja framgang og framtíð íslenskunnar, meðal annars með stuðningi við íslenska bókaútgáfu, einkarekna fjölmiðla, máltækni og menntun. Lilja hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi er varðar þessi mál í upphafi næsta árs. Um er að ræða sögulega aðgerð en þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld grípa til beinna aðgerða til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla. Þeir hafa þó þekkst í lengri tíma á Norðurlöndunum.Endurgreiða ritstjórnarkostnað Til stendur að endurgreiða hluta ritstjórnarkostnað ritmiðla og ljósvakamiðla. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni verða skýr og bundin við hámark. „Styrkveitingar verða fyrirsjáanlegar, óháðar tæknilegri útfærslu og mynda ekki hvata til þess að fara fram hjá kerfinu né skekkja samkeppnisstöðu fjölmiðla,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 350 milljónir króna. Ráðgert er að fyrsta endurgreiðslan komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019.Takmarka á veru Rúv á auglýsingamarkaði en á móti stendur til að hækka útvarpsgjaldið.Vísir/ernirHálfur milljarður frá RÚV Til skoðunar er að banna kostun dagskrárliða og lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna úr átta í sex á klukkustund. Áætlað er að þetta þýði að umsvif RÚV á samkeppnismarkaði minnki um 560 milljónir króna. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. Um er að ræða verðlagshækkun sem er áskilin í þjónustusamningi Rúv við menntamálaráðherra. Samkvæmt því er útvarpsgjaldið verðtryggt.Samræma á virðisaukaskatt vegna rafrænna áskrifta og er frumvarp þess efnis í samráðsferli. Er reiknað með því að það verði lagt fram á vorþingi. Þar er lögð til samræming skattlagningar virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort heludr sem útgáfuform miðlanna sé á prentuðu eða rafrænu formi. Rafrænar áskriftir hafa borið 24% virðisaukaskatt en lækka niður í 11%. Áætlaður kostnaður vegna þessa er allt að 40 milljónir króna á ári.Efla samkeppni við RÚV og erlenda miðla Í kynningu Lilju kom fram að það væri vilji til þess að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sem miðli fréttum, fréttatengdu efni og gegni mikilvægu samfélagshlutverki. Þá ætti að efla einkarekna fjölmiðla í samkeppni við Rúv og erlenda vefmiðla. Til skoðunar er að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla sem taka til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar. Horft er til nágrannalanda og Evrópuríkja sem einnig hafa sambærileg mál til skoðunar. Íslenskt efni í fjölmiðlum yrði áfram einn af hornsteinum íslenskrar tungu, hvort heldur er frumgert, þýtt, textað, textað á táknmáli eða talsett. Einkareknir fjölmiðlar munu geta sótt um endurgreiðslur til að mæta kostnaði vegna lögbundinnar textunar eða talsetningar yfir á íslensku. Sérstök áhersla verður á efni sem ætlað er börnum og ungmennum. Stuðningur við hvern miðil verður bundinn hámarki en kostnaður ríkisins er áætlaður um 50 milljónir króna á ári.Gæta á jafnvægis í kaupum opinberra aðila á auglýsingum í fjölmiðlum.VísirAukið gagnsæi í auglýsingakaupum hins opinbera Ríkið ætlar að auka gagnsæi í opinberum auglýsingakaupum. Telur Lilja mikilvægt að gagnsæi sé til staðar í kaupum opinberra aðila á auglýsingum. Lagt er til að gera það til dæmis með því að birta þær upplýsingar á opnirreikningar.is eða með skilum á árlegri skýrslu. „Ég er vongóð um að þessar aðgerðir muni valda straumhvörfum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er erfitt og staða þeirra er viðkvæm. Þeir gegna hins vegar mikilvægu lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og það er eðlilegt að stjórnvöld taki mið af því. Það er brýnt að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum fjölmiðlum, sem miðla fréttum og samfélagslegu efni, og gera almenningi kleift að taka virkan þátt í okkar lýðræðissamfélagi,“ segir Lilja. „Við bætist sú staðreynd að fjölmiðlar skipta sköpum fyrir vöxt og viðgang tungumálsins okkar, sem þarf að styðja með ráðum og dáð. Það er tímabært að stíga þessi sögulegu skref og hrind í framkvæmd loforði sem tilgreint er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég trúi því að aðgerðirnar muni hafa tilætluð áhrif.“Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu var á meðal gesta á blaðamannafundinum í dag.Vísir/BöddiStuðningur við íslenska bókaútgáfu „Íslendingar eru bókaþjóð og mikilvægi hins ritaða máls er ótvírætt. Kveðið er á um stuðning við íslenska bókaútgáfu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undanfarin ár hefur einnig verið unnið markvisst að því að bæta læsi á Íslandi, einkum meðal barna og ungmenna,“ segir í tilkynningunni. Lestrarfærni sé lykill að lífsgæðum og bækur grundvöllur símenntunar alla ævi. Til að mæta sem best þeim vanda sem íslensk bókaútgáfa stendur frammi fyrir verði sett á laggirnar nýtt stuðningskerfi fyrir íslenska bókaútgáfu sem felur í sér 25% endurgreiðslu vegna beins kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka. Áætlaður árlegur kostnaður vegna þessa er um 400 milljónir kr. frá og með árinu 2019.Þingsályktun um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi „Íslensk tunga er undirstaða íslenskrar menningar og í nýrri þingsályktunartillögu um íslensku sem lögð verður fyrir Alþingi í haust eru lagðar til aðgerðir í 22 liðum henni til stuðnings,“ segir í tilkynningu ráðuneytis. Markmið þeirra sé meðal annars að efla íslenskukennslu, auka framboð á menningarlegu efni á íslensku og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi og sérstöðu tungumálsins. Meðal aðgerðanna eru gerð nýrrar málstefnu og viðmiðunarreglur um notkun íslensku í upplýsinga- og kynningarefni. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í vetur og ljúki í október 2021. „Verkið er tilbúið til útboðs og fjármögnun þess tryggð en hönnun hússins hefur nú verið rýnd og uppfærð. Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum og varðveitt frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Byggingin verður þrjár hæðir og kjallari, um 6.500 fm auk bílakjallara.“Lilja Alfreðsdóttir hyggst leggja fram frumvarp vegna málsins í upphafi næsta árs.Vísir/BöddiÍslenska í stafrænum heimi „Tungumálið hefur ekki haldið í við öra tækniþróun á undanförnum árum. Sjálfvirkni og þróun sem kennd er við fjórðu iðnbyltinguna mun að óbreyttu ekki gera ráð fyrir íslensku og brýnt er að bregðast við svo erlend tungumál – aðallega enska – verði ekki alls ráðandi við notkun tækninnar hérlendis í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Til að tryggja að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi, rafrænum samskiptum og upplýsingavinnslu sem byggir á tölvu- og fjarskiptatækni sé nú unnið eftir verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022. „Í því felst að þróa og byggja upp tæknilega innviði sem nauðsynlegir eru til þess að brúa bil milli talmáls og búnaðar, s.s. talgreini, talgervil, þýðingarvél og málrýni/leiðréttingarforrit. Verkáætlunin er að fullu fjármögnuð í núverandi fjármálaáætlun, en áætlaður heildarkostnaður ríkisins við hana er 2,2 milljarðar króna á tímabilinu.“Frétt uppfærð klukkan 16:20 eftir að ráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu. Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, stefnir á að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Þetta er meðal þess sem fram kom á kynningu ráðherra á blaðamannafundi í Veröld - húsi Vigdísar í dag en aðgerðirnar eru liður í því að styrkja íslenska tungu. Til grundvallar aðgerðunum er eindreginn vilji stjórnvalda að tryggja framgang og framtíð íslenskunnar, meðal annars með stuðningi við íslenska bókaútgáfu, einkarekna fjölmiðla, máltækni og menntun. Lilja hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi er varðar þessi mál í upphafi næsta árs. Um er að ræða sögulega aðgerð en þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld grípa til beinna aðgerða til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla. Þeir hafa þó þekkst í lengri tíma á Norðurlöndunum.Endurgreiða ritstjórnarkostnað Til stendur að endurgreiða hluta ritstjórnarkostnað ritmiðla og ljósvakamiðla. Skilyrði fyrir endurgreiðslunni verða skýr og bundin við hámark. „Styrkveitingar verða fyrirsjáanlegar, óháðar tæknilegri útfærslu og mynda ekki hvata til þess að fara fram hjá kerfinu né skekkja samkeppnisstöðu fjölmiðla,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 350 milljónir króna. Ráðgert er að fyrsta endurgreiðslan komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019.Takmarka á veru Rúv á auglýsingamarkaði en á móti stendur til að hækka útvarpsgjaldið.Vísir/ernirHálfur milljarður frá RÚV Til skoðunar er að banna kostun dagskrárliða og lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna úr átta í sex á klukkustund. Áætlað er að þetta þýði að umsvif RÚV á samkeppnismarkaði minnki um 560 milljónir króna. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. Um er að ræða verðlagshækkun sem er áskilin í þjónustusamningi Rúv við menntamálaráðherra. Samkvæmt því er útvarpsgjaldið verðtryggt.Samræma á virðisaukaskatt vegna rafrænna áskrifta og er frumvarp þess efnis í samráðsferli. Er reiknað með því að það verði lagt fram á vorþingi. Þar er lögð til samræming skattlagningar virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort heludr sem útgáfuform miðlanna sé á prentuðu eða rafrænu formi. Rafrænar áskriftir hafa borið 24% virðisaukaskatt en lækka niður í 11%. Áætlaður kostnaður vegna þessa er allt að 40 milljónir króna á ári.Efla samkeppni við RÚV og erlenda miðla Í kynningu Lilju kom fram að það væri vilji til þess að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sem miðli fréttum, fréttatengdu efni og gegni mikilvægu samfélagshlutverki. Þá ætti að efla einkarekna fjölmiðla í samkeppni við Rúv og erlenda vefmiðla. Til skoðunar er að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla sem taka til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar. Horft er til nágrannalanda og Evrópuríkja sem einnig hafa sambærileg mál til skoðunar. Íslenskt efni í fjölmiðlum yrði áfram einn af hornsteinum íslenskrar tungu, hvort heldur er frumgert, þýtt, textað, textað á táknmáli eða talsett. Einkareknir fjölmiðlar munu geta sótt um endurgreiðslur til að mæta kostnaði vegna lögbundinnar textunar eða talsetningar yfir á íslensku. Sérstök áhersla verður á efni sem ætlað er börnum og ungmennum. Stuðningur við hvern miðil verður bundinn hámarki en kostnaður ríkisins er áætlaður um 50 milljónir króna á ári.Gæta á jafnvægis í kaupum opinberra aðila á auglýsingum í fjölmiðlum.VísirAukið gagnsæi í auglýsingakaupum hins opinbera Ríkið ætlar að auka gagnsæi í opinberum auglýsingakaupum. Telur Lilja mikilvægt að gagnsæi sé til staðar í kaupum opinberra aðila á auglýsingum. Lagt er til að gera það til dæmis með því að birta þær upplýsingar á opnirreikningar.is eða með skilum á árlegri skýrslu. „Ég er vongóð um að þessar aðgerðir muni valda straumhvörfum á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er erfitt og staða þeirra er viðkvæm. Þeir gegna hins vegar mikilvægu lýðræðis- og menningarlegu hlutverki og það er eðlilegt að stjórnvöld taki mið af því. Það er brýnt að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum fjölmiðlum, sem miðla fréttum og samfélagslegu efni, og gera almenningi kleift að taka virkan þátt í okkar lýðræðissamfélagi,“ segir Lilja. „Við bætist sú staðreynd að fjölmiðlar skipta sköpum fyrir vöxt og viðgang tungumálsins okkar, sem þarf að styðja með ráðum og dáð. Það er tímabært að stíga þessi sögulegu skref og hrind í framkvæmd loforði sem tilgreint er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég trúi því að aðgerðirnar muni hafa tilætluð áhrif.“Arnþrúður Karlsdóttir á Útvarpi Sögu var á meðal gesta á blaðamannafundinum í dag.Vísir/BöddiStuðningur við íslenska bókaútgáfu „Íslendingar eru bókaþjóð og mikilvægi hins ritaða máls er ótvírætt. Kveðið er á um stuðning við íslenska bókaútgáfu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undanfarin ár hefur einnig verið unnið markvisst að því að bæta læsi á Íslandi, einkum meðal barna og ungmenna,“ segir í tilkynningunni. Lestrarfærni sé lykill að lífsgæðum og bækur grundvöllur símenntunar alla ævi. Til að mæta sem best þeim vanda sem íslensk bókaútgáfa stendur frammi fyrir verði sett á laggirnar nýtt stuðningskerfi fyrir íslenska bókaútgáfu sem felur í sér 25% endurgreiðslu vegna beins kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka. Áætlaður árlegur kostnaður vegna þessa er um 400 milljónir kr. frá og með árinu 2019.Þingsályktun um íslensku sem þjóðtungu og opinbert mál á Íslandi „Íslensk tunga er undirstaða íslenskrar menningar og í nýrri þingsályktunartillögu um íslensku sem lögð verður fyrir Alþingi í haust eru lagðar til aðgerðir í 22 liðum henni til stuðnings,“ segir í tilkynningu ráðuneytis. Markmið þeirra sé meðal annars að efla íslenskukennslu, auka framboð á menningarlegu efni á íslensku og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi og sérstöðu tungumálsins. Meðal aðgerðanna eru gerð nýrrar málstefnu og viðmiðunarreglur um notkun íslensku í upplýsinga- og kynningarefni. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir við Hús íslenskunnar hefjist í vetur og ljúki í október 2021. „Verkið er tilbúið til útboðs og fjármögnun þess tryggð en hönnun hússins hefur nú verið rýnd og uppfærð. Hús íslenskunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum og varðveitt frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Byggingin verður þrjár hæðir og kjallari, um 6.500 fm auk bílakjallara.“Lilja Alfreðsdóttir hyggst leggja fram frumvarp vegna málsins í upphafi næsta árs.Vísir/BöddiÍslenska í stafrænum heimi „Tungumálið hefur ekki haldið í við öra tækniþróun á undanförnum árum. Sjálfvirkni og þróun sem kennd er við fjórðu iðnbyltinguna mun að óbreyttu ekki gera ráð fyrir íslensku og brýnt er að bregðast við svo erlend tungumál – aðallega enska – verði ekki alls ráðandi við notkun tækninnar hérlendis í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Til að tryggja að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi, rafrænum samskiptum og upplýsingavinnslu sem byggir á tölvu- og fjarskiptatækni sé nú unnið eftir verkáætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022. „Í því felst að þróa og byggja upp tæknilega innviði sem nauðsynlegir eru til þess að brúa bil milli talmáls og búnaðar, s.s. talgreini, talgervil, þýðingarvél og málrýni/leiðréttingarforrit. Verkáætlunin er að fullu fjármögnuð í núverandi fjármálaáætlun, en áætlaður heildarkostnaður ríkisins við hana er 2,2 milljarðar króna á tímabilinu.“Frétt uppfærð klukkan 16:20 eftir að ráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu.
Fjölmiðlar Íslenska á tækniöld Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent