Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2018 15:00 Vonast er til að framtíð verslunarrýmisins á Hallveigarstíg verður opinberuð fyrir miðjan nóvember. ja.is Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins. Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins. Fátt hafi verið því til fyrirstöðu að selja frekar Bónusverslunina í Kjörgarði á Laugavegi, sáttaviðræðurnar hafi hins vegar endað „með þessum hætti.“ Greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV - en þó með skilyrðum. Meðal þeirra var sala á eignum, til að mynda fyrrnefndri Bónusverslun við Hallveigarstíg sem og verslunum Bónus í Skeifunni og Smiðjuvegi í Kópavogi en búið er að finna kaupendur að öllum fasteignunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir í samtali við Vísi að salan á Bónusverslununum þremur hafi byggt á mati Samkeppniseftirlitsins á aðstæðum á markaði. „Það er okkar að koma með tillögur [að lokunum verslana] sem byggja á þeim vandamálum sem eftirlitið sér. Ef að það eru svæðisbundin vandamál, ef velta í dagvöru er meiri heldur en eftirlitið telur eðlilegt eftir samrunann þá er það okkar að koma með tillögur að lausn á því - sem að er þessi,“ útskýrir Finnur. Aðspurður um hvort Samkeppniseftirlitið hafi því sé eitthvað að aðstæðum í Skeifunni, Laugavegi og Kópavogi segir Finnur að umræddar verslanir séu á því sem kalla mætti „lykilstaðsetningar“ á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sé mikil byggð í kringum verslanirnar þrjár, auk þess sem mikil umferð akandi og gangandi vegfarenda eigi leið um Smiðjuveg, Skeifu og Hallveigarstíg.Finnur Árnason, forstjóri HagaFyrir samrunann rak Bónus tvær verslanir í miðborg Reykjavíkur, við Hallveigarstíg og við Laugaveg - en hvað útskýrði það að ákveðið var frekar að selja fyrrnefndu verslunina? „Það hefði getað verið hvort sem er. Þetta voru bara sáttaviðræður sem enduðu með þessum hætti,“ segir Finnur. Vísir hefur fengið veður af óánægju miðborgarbúa með lokunina á Hallveigarstíg. Bónusverslunin í Kjörgarði sé í um 700 metra fjarlægð, sem er dágóð vegalengd þegar gengið er með innkaupapoka, og þá eru einnig færri bílastæði við Kjörgarð en við Hallveigarstíg. Finnur segir að Hagar hafi ekki farið varhluta af þessari gagnrýni. Hann vonist þó til að viðskiptavinir Bónus haldi áfram að koma í verslanir þeirra. Þær má til að mynda finna í fyrrnefndum Kjörgarði, á Fiskislóð og í Skipholti. Sem fyrr segir er búið að undirrita kaupsamning um fasteignina sem hýsti Bónus á Hallveigarstíg. Finnur segir þó að ekki sé tímabært að greina frá því frá því hver kaupandinn er meðan enn er beðið mats Samkeppniseftirlitsins á hæfi kaupandans. Íbúar miðborgarinnar þurfa því að bíða með öndina í hálsinum, jafnvel fram undir miðjan nóvember, áður en tilkynnt verður um framtíð verslunarrýmisins.
Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30