Logi: Stór hópur upplifir góðærið aðeins í gegnum meðaltöl og glanstímarit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 20:02 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni.Í máli Loga kom fram að ýmislegt bendi til þess að efnahagslífið væri aftur á leið niður eftir að hafa verið á „tindi hagsveiflu“ í langan tíma. Komandi mánuðir væru afgerandi þar sem stjórnvöld undanfarinna ára hafi ekki nýtt svigrúm til að jafna kjörin nægilega og auka félagslegan stöðugleika.„Það þarf ekki sterka raunveruleikatengingu til að sjá að góðærið hefur ekki náð til allra. Stór hópur fólks upplifir það í besta falli gegnum meðaltöl, glanstímarit eða fréttir af launahækkunum tekjuhárra, m.a. okkar,“ sagði Logi sem gagnrýndi orð stjórnmálamanna um að stjórnvöld ættu ekki að blanda sér um of í kjarasamninga.„Stjórn ríkis er hins vegar ekki eins og hver annar sjoppurekstur og hlutverk stjórnvalda er að skapa öllum landsmönnum viðunandi aðstæður og öryggi,“ sagði Logi og því þyrftu stjórnvöld að koma með afgerandi hætti að lausn samninga sem framundan eru.Líkti ríkisstjórninni við matardisk í fermingarveisluÞá gagnrýndi Logi einnig þá hugmynd að gagnlegt væri að ríkisstjórnin væri mynduð á breiðum grundvelli flokka sem í grundvallaratriðum ósammmála um leiðir og markmið og vísaði hann þar til núverandi ríkisstjórnar sem mynduð er af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og VG, sem nær alla leið frá hægri til vinstri.Sagði Logi að slíkt kallaði á of mikla eftirgjöf frá grundvallargildum og líkti hann stjórnarsamstarfinu við matardisk í fermingarveislu.„Það er nefnilega einungis gleðin yfir áfanganum - samvistir fjölskyldunnar, sem skapar ljúfar minningar um undarlega samsetningu á matardiski í fermingarveislu. Roastbeef, graflax, lamb, rauðkál, rækjuhlaup með brúnni sósu, saman á disk, er ekki í áhugavert í sjálfu sér,“ sagði Logi sem taldi að stjórnmál ættu ekki að vera huggulegur selskapsklúbbur.„Við getum t.d. stutt við mótun frekari loftlagsaðgerða en ekki sætt okkur við of lítið fé til sjúkrahúsþjónustu, metnaðarleysi í menntamálum eða ömulegt úrræðaleysi í húsnæðismálum.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Sagði hann að stjórnvöld þurfi að koma með afgerandi hætti að lausn kjarasamninga sem lausir verða á næstunni.Í máli Loga kom fram að ýmislegt bendi til þess að efnahagslífið væri aftur á leið niður eftir að hafa verið á „tindi hagsveiflu“ í langan tíma. Komandi mánuðir væru afgerandi þar sem stjórnvöld undanfarinna ára hafi ekki nýtt svigrúm til að jafna kjörin nægilega og auka félagslegan stöðugleika.„Það þarf ekki sterka raunveruleikatengingu til að sjá að góðærið hefur ekki náð til allra. Stór hópur fólks upplifir það í besta falli gegnum meðaltöl, glanstímarit eða fréttir af launahækkunum tekjuhárra, m.a. okkar,“ sagði Logi sem gagnrýndi orð stjórnmálamanna um að stjórnvöld ættu ekki að blanda sér um of í kjarasamninga.„Stjórn ríkis er hins vegar ekki eins og hver annar sjoppurekstur og hlutverk stjórnvalda er að skapa öllum landsmönnum viðunandi aðstæður og öryggi,“ sagði Logi og því þyrftu stjórnvöld að koma með afgerandi hætti að lausn samninga sem framundan eru.Líkti ríkisstjórninni við matardisk í fermingarveisluÞá gagnrýndi Logi einnig þá hugmynd að gagnlegt væri að ríkisstjórnin væri mynduð á breiðum grundvelli flokka sem í grundvallaratriðum ósammmála um leiðir og markmið og vísaði hann þar til núverandi ríkisstjórnar sem mynduð er af Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og VG, sem nær alla leið frá hægri til vinstri.Sagði Logi að slíkt kallaði á of mikla eftirgjöf frá grundvallargildum og líkti hann stjórnarsamstarfinu við matardisk í fermingarveislu.„Það er nefnilega einungis gleðin yfir áfanganum - samvistir fjölskyldunnar, sem skapar ljúfar minningar um undarlega samsetningu á matardiski í fermingarveislu. Roastbeef, graflax, lamb, rauðkál, rækjuhlaup með brúnni sósu, saman á disk, er ekki í áhugavert í sjálfu sér,“ sagði Logi sem taldi að stjórnmál ættu ekki að vera huggulegur selskapsklúbbur.„Við getum t.d. stutt við mótun frekari loftlagsaðgerða en ekki sætt okkur við of lítið fé til sjúkrahúsþjónustu, metnaðarleysi í menntamálum eða ömulegt úrræðaleysi í húsnæðismálum.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00 Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, flytur stefnuræða sína. 12. september 2018 19:00
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00