Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2018 11:04 Úr leik hjá Völsungi í sumar. hafþór hreiðarsson/640.is Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. Málið snýst upprunalega um mistök sem voru gerð í leik Hugins og Völsungs á dögunum. Þá rak dómari leiksins leikmann Völsungs af velli. Það voru mistök og um það eru allir sammála. Viðkomandi leikmaður var að fá sitt fyrra spjald í leiknum en dómarinn taldi að hann hefði fengið gult spjald fyrr í leiknum. Á þeim mínútum sem eftir lifðu leiks skoraði Huginn sigurmark og Völsungur varð af stigi, eða stigum, í ótrúlega spennandi toppbaráttu í 2. deild. Í skýrslu leiksins var aftur á móti ekki að sjá neitt rautt spjald. Við það eru Völsungar ósáttir og telja skýrsluna falsaða. Þeir hafa farið fram á að lokamínútur leiksins verði spilaðar upp á nýtt en þeirri kröfu var vísað frá á dögunum. Samkvæmt yfirlýsingu Völsunga í dag þá hafa starfsmenn KSÍ látið Húsvíkinga heyra það síðustu daga og virðast samskiptin ekki vera góð samkvæmt yfirlýsingunni. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Völsungs.Völsungur harmar viðbrögð KSÍ Í kjölfar yfirlýsingar okkar í Völsungi, símhringinga úr höfuðstöðvum KSÍ í kjölfarið þar sem við erum úthrópaðir og nú síðast hreint og klárt hótunarbréf frá KSI þar sem okkur er gefin vika í að bera hönd fyrir höfuð okkar, viljum við árétta að enginn frá Völsungi er að ráðast persónulega á einn eða neinn. Dómari leiksins gerir vissulega mistökin og það er leitt. Við sárvorkennum honum að vinnuveitendur hans hjá sambandinu hafi ekki stutt hann og aðstoðað betur í kjölfar umræddra grundvallarmistaka. Auðvitað bar honum að skila inn skýrslunni eins og hann dæmdi leikinn. Annað er ólöglegt. Nú fær Völsungur tölvupóst á mánudeginum eftir leikinn um að skrifstofa KSÍ hafi í samráði við dómarann skráð skýrsluna vitlaust. Að Freyþór Hrafn Harðarson, leikmaður Völsungs, hafi bara fengið gult en ekki rautt. Freyþór Hrafn Harðarson var rekinn út af á Seyðisfirði ranglega og um það verður ekki deilt. Allir eru sammála um það. Bæði lið, dómarar, eftirlitsdómari og KSÍ. Völsungur þurfti að leika hluta leiksins einum færri. Á þeim tíma skorar Huginn sigurmark. Tölvupóstur á mánudegi breytir engu þar um þó einhverjir á skrifstofu KSÍ telji sig vera að gera einhverjum greiða með að skrá leikskýrsluna vísvitandi vitlaust til að „hjálpa Völsungi“ svo leikmaðurinn fari ekki í bann. Skaðinn var skeður. Mega allir á skrifstofu KSÍ hafa áhrif á það hvernig leikskýrslur eru skráðar? Á þeim sólarhring sem leið frá leiknum og þangað til skýrslan var sett inn af dómara leiksins hefði KSÍ getað aðstoðað dómarann við að gera það sem rétt er. Senda inn skýrsluna af leiknum eins og hann var dæmdur. Senda svo með aukaskýrslu um leiðréttingu ef mistök voru augljóslega gerð og að dómari vildi ekki að leikmaðurinn fengi leikbann. Bara ekki breyta leikskýrslunni því það er bannað! Ekkert af þessu var gert og því fór sem fór. Í þrjár vikur beið Völsungur eftir því að KSÍ myndi vinna úr þessum leiðu mistökum og leiðrétta það sem ranglega var gert. Niðurstaða aga-og úrskurðarnefndar var í takt við önnur vinnubrögð í þessu máli. Viðbrögð KSÍ við fréttatilkynningunni eru í takt við nánast einu samskiptin sem hafa farið fram milli KSÍ og Völsungs á þessum þremur vikum. KSÍ gerir Völsung að „vonda kallinum“ í málinu og skammar nú félagið fyrir að „ráðast á ungan dómara í fjölmiðlum með svívirðingum“. Starfsmaður skrifstofu KSÍ hefur hringt í forsvarsmann Völsungs og beinlínis hrópað í símann að við séum lygarar og aldrei hafi nokkurt félag tekið dómara af lífi opinberlega jafn svívirðilega. Hér eru eðlilega flestir orðlausir. Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Völsungs ítreka því hér með að persóna Helga, dómara leiksins hefur á engan hátt neitt með málið að gera. Hér er ekki verið að ráðast gegn honum sem persónu. Allt tal í þá áttina úr höfuðstöðvum KSÍ verður því vísað rakleiðis aftur til föðurhúsanna því sambandið hefur haft nógan tíma til að standa með sínum dómara og aðstoða við að leiðrétta grundvallarmistök. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Völsungs, Haukur Eiðsson Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Mest lesið Í beinni: Gunnar mætir Kevin Holland Sport George Foreman er látinn Sport Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. Málið snýst upprunalega um mistök sem voru gerð í leik Hugins og Völsungs á dögunum. Þá rak dómari leiksins leikmann Völsungs af velli. Það voru mistök og um það eru allir sammála. Viðkomandi leikmaður var að fá sitt fyrra spjald í leiknum en dómarinn taldi að hann hefði fengið gult spjald fyrr í leiknum. Á þeim mínútum sem eftir lifðu leiks skoraði Huginn sigurmark og Völsungur varð af stigi, eða stigum, í ótrúlega spennandi toppbaráttu í 2. deild. Í skýrslu leiksins var aftur á móti ekki að sjá neitt rautt spjald. Við það eru Völsungar ósáttir og telja skýrsluna falsaða. Þeir hafa farið fram á að lokamínútur leiksins verði spilaðar upp á nýtt en þeirri kröfu var vísað frá á dögunum. Samkvæmt yfirlýsingu Völsunga í dag þá hafa starfsmenn KSÍ látið Húsvíkinga heyra það síðustu daga og virðast samskiptin ekki vera góð samkvæmt yfirlýsingunni. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Völsungs.Völsungur harmar viðbrögð KSÍ Í kjölfar yfirlýsingar okkar í Völsungi, símhringinga úr höfuðstöðvum KSÍ í kjölfarið þar sem við erum úthrópaðir og nú síðast hreint og klárt hótunarbréf frá KSI þar sem okkur er gefin vika í að bera hönd fyrir höfuð okkar, viljum við árétta að enginn frá Völsungi er að ráðast persónulega á einn eða neinn. Dómari leiksins gerir vissulega mistökin og það er leitt. Við sárvorkennum honum að vinnuveitendur hans hjá sambandinu hafi ekki stutt hann og aðstoðað betur í kjölfar umræddra grundvallarmistaka. Auðvitað bar honum að skila inn skýrslunni eins og hann dæmdi leikinn. Annað er ólöglegt. Nú fær Völsungur tölvupóst á mánudeginum eftir leikinn um að skrifstofa KSÍ hafi í samráði við dómarann skráð skýrsluna vitlaust. Að Freyþór Hrafn Harðarson, leikmaður Völsungs, hafi bara fengið gult en ekki rautt. Freyþór Hrafn Harðarson var rekinn út af á Seyðisfirði ranglega og um það verður ekki deilt. Allir eru sammála um það. Bæði lið, dómarar, eftirlitsdómari og KSÍ. Völsungur þurfti að leika hluta leiksins einum færri. Á þeim tíma skorar Huginn sigurmark. Tölvupóstur á mánudegi breytir engu þar um þó einhverjir á skrifstofu KSÍ telji sig vera að gera einhverjum greiða með að skrá leikskýrsluna vísvitandi vitlaust til að „hjálpa Völsungi“ svo leikmaðurinn fari ekki í bann. Skaðinn var skeður. Mega allir á skrifstofu KSÍ hafa áhrif á það hvernig leikskýrslur eru skráðar? Á þeim sólarhring sem leið frá leiknum og þangað til skýrslan var sett inn af dómara leiksins hefði KSÍ getað aðstoðað dómarann við að gera það sem rétt er. Senda inn skýrsluna af leiknum eins og hann var dæmdur. Senda svo með aukaskýrslu um leiðréttingu ef mistök voru augljóslega gerð og að dómari vildi ekki að leikmaðurinn fengi leikbann. Bara ekki breyta leikskýrslunni því það er bannað! Ekkert af þessu var gert og því fór sem fór. Í þrjár vikur beið Völsungur eftir því að KSÍ myndi vinna úr þessum leiðu mistökum og leiðrétta það sem ranglega var gert. Niðurstaða aga-og úrskurðarnefndar var í takt við önnur vinnubrögð í þessu máli. Viðbrögð KSÍ við fréttatilkynningunni eru í takt við nánast einu samskiptin sem hafa farið fram milli KSÍ og Völsungs á þessum þremur vikum. KSÍ gerir Völsung að „vonda kallinum“ í málinu og skammar nú félagið fyrir að „ráðast á ungan dómara í fjölmiðlum með svívirðingum“. Starfsmaður skrifstofu KSÍ hefur hringt í forsvarsmann Völsungs og beinlínis hrópað í símann að við séum lygarar og aldrei hafi nokkurt félag tekið dómara af lífi opinberlega jafn svívirðilega. Hér eru eðlilega flestir orðlausir. Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Völsungs ítreka því hér með að persóna Helga, dómara leiksins hefur á engan hátt neitt með málið að gera. Hér er ekki verið að ráðast gegn honum sem persónu. Allt tal í þá áttina úr höfuðstöðvum KSÍ verður því vísað rakleiðis aftur til föðurhúsanna því sambandið hefur haft nógan tíma til að standa með sínum dómara og aðstoða við að leiðrétta grundvallarmistök. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Völsungs, Haukur Eiðsson
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Mest lesið Í beinni: Gunnar mætir Kevin Holland Sport George Foreman er látinn Sport Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn Körfubolti Handboltamenn ósáttir við ummælin: „Kári Árnason litli kall“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar Körfubolti Andstæðingur Gunnars við blaðamann: „Við getum farið inn í klefa núna og klárað þetta“ Sport Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gunnar Nelson snýr aftur í búrið og úrslitaleikur Lengjubikarsins Sport „Holland er hættulegasti andstæðingur sem Gunni hefur mætt lengi“ Sport Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30