Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2018 11:04 Úr leik hjá Völsungi í sumar. hafþór hreiðarsson/640.is Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. Málið snýst upprunalega um mistök sem voru gerð í leik Hugins og Völsungs á dögunum. Þá rak dómari leiksins leikmann Völsungs af velli. Það voru mistök og um það eru allir sammála. Viðkomandi leikmaður var að fá sitt fyrra spjald í leiknum en dómarinn taldi að hann hefði fengið gult spjald fyrr í leiknum. Á þeim mínútum sem eftir lifðu leiks skoraði Huginn sigurmark og Völsungur varð af stigi, eða stigum, í ótrúlega spennandi toppbaráttu í 2. deild. Í skýrslu leiksins var aftur á móti ekki að sjá neitt rautt spjald. Við það eru Völsungar ósáttir og telja skýrsluna falsaða. Þeir hafa farið fram á að lokamínútur leiksins verði spilaðar upp á nýtt en þeirri kröfu var vísað frá á dögunum. Samkvæmt yfirlýsingu Völsunga í dag þá hafa starfsmenn KSÍ látið Húsvíkinga heyra það síðustu daga og virðast samskiptin ekki vera góð samkvæmt yfirlýsingunni. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Völsungs.Völsungur harmar viðbrögð KSÍ Í kjölfar yfirlýsingar okkar í Völsungi, símhringinga úr höfuðstöðvum KSÍ í kjölfarið þar sem við erum úthrópaðir og nú síðast hreint og klárt hótunarbréf frá KSI þar sem okkur er gefin vika í að bera hönd fyrir höfuð okkar, viljum við árétta að enginn frá Völsungi er að ráðast persónulega á einn eða neinn. Dómari leiksins gerir vissulega mistökin og það er leitt. Við sárvorkennum honum að vinnuveitendur hans hjá sambandinu hafi ekki stutt hann og aðstoðað betur í kjölfar umræddra grundvallarmistaka. Auðvitað bar honum að skila inn skýrslunni eins og hann dæmdi leikinn. Annað er ólöglegt. Nú fær Völsungur tölvupóst á mánudeginum eftir leikinn um að skrifstofa KSÍ hafi í samráði við dómarann skráð skýrsluna vitlaust. Að Freyþór Hrafn Harðarson, leikmaður Völsungs, hafi bara fengið gult en ekki rautt. Freyþór Hrafn Harðarson var rekinn út af á Seyðisfirði ranglega og um það verður ekki deilt. Allir eru sammála um það. Bæði lið, dómarar, eftirlitsdómari og KSÍ. Völsungur þurfti að leika hluta leiksins einum færri. Á þeim tíma skorar Huginn sigurmark. Tölvupóstur á mánudegi breytir engu þar um þó einhverjir á skrifstofu KSÍ telji sig vera að gera einhverjum greiða með að skrá leikskýrsluna vísvitandi vitlaust til að „hjálpa Völsungi“ svo leikmaðurinn fari ekki í bann. Skaðinn var skeður. Mega allir á skrifstofu KSÍ hafa áhrif á það hvernig leikskýrslur eru skráðar? Á þeim sólarhring sem leið frá leiknum og þangað til skýrslan var sett inn af dómara leiksins hefði KSÍ getað aðstoðað dómarann við að gera það sem rétt er. Senda inn skýrsluna af leiknum eins og hann var dæmdur. Senda svo með aukaskýrslu um leiðréttingu ef mistök voru augljóslega gerð og að dómari vildi ekki að leikmaðurinn fengi leikbann. Bara ekki breyta leikskýrslunni því það er bannað! Ekkert af þessu var gert og því fór sem fór. Í þrjár vikur beið Völsungur eftir því að KSÍ myndi vinna úr þessum leiðu mistökum og leiðrétta það sem ranglega var gert. Niðurstaða aga-og úrskurðarnefndar var í takt við önnur vinnubrögð í þessu máli. Viðbrögð KSÍ við fréttatilkynningunni eru í takt við nánast einu samskiptin sem hafa farið fram milli KSÍ og Völsungs á þessum þremur vikum. KSÍ gerir Völsung að „vonda kallinum“ í málinu og skammar nú félagið fyrir að „ráðast á ungan dómara í fjölmiðlum með svívirðingum“. Starfsmaður skrifstofu KSÍ hefur hringt í forsvarsmann Völsungs og beinlínis hrópað í símann að við séum lygarar og aldrei hafi nokkurt félag tekið dómara af lífi opinberlega jafn svívirðilega. Hér eru eðlilega flestir orðlausir. Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Völsungs ítreka því hér með að persóna Helga, dómara leiksins hefur á engan hátt neitt með málið að gera. Hér er ekki verið að ráðast gegn honum sem persónu. Allt tal í þá áttina úr höfuðstöðvum KSÍ verður því vísað rakleiðis aftur til föðurhúsanna því sambandið hefur haft nógan tíma til að standa með sínum dómara og aðstoða við að leiðrétta grundvallarmistök. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Völsungs, Haukur Eiðsson Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. Málið snýst upprunalega um mistök sem voru gerð í leik Hugins og Völsungs á dögunum. Þá rak dómari leiksins leikmann Völsungs af velli. Það voru mistök og um það eru allir sammála. Viðkomandi leikmaður var að fá sitt fyrra spjald í leiknum en dómarinn taldi að hann hefði fengið gult spjald fyrr í leiknum. Á þeim mínútum sem eftir lifðu leiks skoraði Huginn sigurmark og Völsungur varð af stigi, eða stigum, í ótrúlega spennandi toppbaráttu í 2. deild. Í skýrslu leiksins var aftur á móti ekki að sjá neitt rautt spjald. Við það eru Völsungar ósáttir og telja skýrsluna falsaða. Þeir hafa farið fram á að lokamínútur leiksins verði spilaðar upp á nýtt en þeirri kröfu var vísað frá á dögunum. Samkvæmt yfirlýsingu Völsunga í dag þá hafa starfsmenn KSÍ látið Húsvíkinga heyra það síðustu daga og virðast samskiptin ekki vera góð samkvæmt yfirlýsingunni. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Völsungs.Völsungur harmar viðbrögð KSÍ Í kjölfar yfirlýsingar okkar í Völsungi, símhringinga úr höfuðstöðvum KSÍ í kjölfarið þar sem við erum úthrópaðir og nú síðast hreint og klárt hótunarbréf frá KSI þar sem okkur er gefin vika í að bera hönd fyrir höfuð okkar, viljum við árétta að enginn frá Völsungi er að ráðast persónulega á einn eða neinn. Dómari leiksins gerir vissulega mistökin og það er leitt. Við sárvorkennum honum að vinnuveitendur hans hjá sambandinu hafi ekki stutt hann og aðstoðað betur í kjölfar umræddra grundvallarmistaka. Auðvitað bar honum að skila inn skýrslunni eins og hann dæmdi leikinn. Annað er ólöglegt. Nú fær Völsungur tölvupóst á mánudeginum eftir leikinn um að skrifstofa KSÍ hafi í samráði við dómarann skráð skýrsluna vitlaust. Að Freyþór Hrafn Harðarson, leikmaður Völsungs, hafi bara fengið gult en ekki rautt. Freyþór Hrafn Harðarson var rekinn út af á Seyðisfirði ranglega og um það verður ekki deilt. Allir eru sammála um það. Bæði lið, dómarar, eftirlitsdómari og KSÍ. Völsungur þurfti að leika hluta leiksins einum færri. Á þeim tíma skorar Huginn sigurmark. Tölvupóstur á mánudegi breytir engu þar um þó einhverjir á skrifstofu KSÍ telji sig vera að gera einhverjum greiða með að skrá leikskýrsluna vísvitandi vitlaust til að „hjálpa Völsungi“ svo leikmaðurinn fari ekki í bann. Skaðinn var skeður. Mega allir á skrifstofu KSÍ hafa áhrif á það hvernig leikskýrslur eru skráðar? Á þeim sólarhring sem leið frá leiknum og þangað til skýrslan var sett inn af dómara leiksins hefði KSÍ getað aðstoðað dómarann við að gera það sem rétt er. Senda inn skýrsluna af leiknum eins og hann var dæmdur. Senda svo með aukaskýrslu um leiðréttingu ef mistök voru augljóslega gerð og að dómari vildi ekki að leikmaðurinn fengi leikbann. Bara ekki breyta leikskýrslunni því það er bannað! Ekkert af þessu var gert og því fór sem fór. Í þrjár vikur beið Völsungur eftir því að KSÍ myndi vinna úr þessum leiðu mistökum og leiðrétta það sem ranglega var gert. Niðurstaða aga-og úrskurðarnefndar var í takt við önnur vinnubrögð í þessu máli. Viðbrögð KSÍ við fréttatilkynningunni eru í takt við nánast einu samskiptin sem hafa farið fram milli KSÍ og Völsungs á þessum þremur vikum. KSÍ gerir Völsung að „vonda kallinum“ í málinu og skammar nú félagið fyrir að „ráðast á ungan dómara í fjölmiðlum með svívirðingum“. Starfsmaður skrifstofu KSÍ hefur hringt í forsvarsmann Völsungs og beinlínis hrópað í símann að við séum lygarar og aldrei hafi nokkurt félag tekið dómara af lífi opinberlega jafn svívirðilega. Hér eru eðlilega flestir orðlausir. Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Völsungs ítreka því hér með að persóna Helga, dómara leiksins hefur á engan hátt neitt með málið að gera. Hér er ekki verið að ráðast gegn honum sem persónu. Allt tal í þá áttina úr höfuðstöðvum KSÍ verður því vísað rakleiðis aftur til föðurhúsanna því sambandið hefur haft nógan tíma til að standa með sínum dómara og aðstoða við að leiðrétta grundvallarmistök. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Völsungs, Haukur Eiðsson
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Sjá meira
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30