Sport

Serena hvíslaði fallegum orðum í eyra Osaka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Osaka grét mikið í verðlaunaafhendingunni en Serena nær hérna að hressa hana aðeins við.
Osaka grét mikið í verðlaunaafhendingunni en Serena nær hérna að hressa hana aðeins við. vísir/getty
Í öllum látunum í kringum Serenu Williams í úrslitum US Open þá gleymdist eiginlega að hin 20 ára gamla Naomi Osaka vann frábæran sigur á átrúnaðargoði sínu í úrslitaleik mótsins.

Þegar lítið var eftir af leiknum þá byrjuðu áhorfendur að baula. Osaka var ekki viss um hvort það væri verið að baula á hana eða Williams.

Þá kallaði Williams hana til sín og róaði hana niður með því að hvísla í eyrað á henni.

„Hún sagðist vera stolt af mér og ekki hafa áhyggjur af áhorfendum. Þeir væru ekki að baula á mig. Ég var mjög ánægð að heyra þetta frá henni,“ sagði Osaka er hún kíkti í heimsókn til Ellen DeGeneres.

„Ég hélt svona nokkurn veginn að það væri verið að baula á mig því ég áttaði mig ekki á því sem var í gangi. Það voru mikil læti og ég varð frekar stressuð.“

Osaka varð fyrsta japanska konan til þess að vinna US Open er hún vann þennan frækna sigur á Serenu.


Tengdar fréttir

Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði

Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×