55 starfsmenn á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2018 10:13 Kostnaðurinn við starfsmannahald í Ráðhúsinu hefur aukist um 400 prósent á umliðnum árum. visir/rakel Alls 55 starfsmenn starfa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Aukinn kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur verið til umfjöllunar í sumar en hann hefur vaxið úr 157 milljónum í 800 milljónir á umliðnum tæpum áratug eða um 409,55 prósent. Í borgarráði í gær kom fram svar við fyrirspurn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, um stöður og stöðuheiti, þá flokkað eftir sviðum, sem heyra undir Ráðhús Reykjavíkur og Höfðatorg.Vel í lagt í öllum samanburði Eyþór furðar sig á miklum vexti í starfsmannahaldi í samtali við Vísi og bendir til dæmis á til samanburðar að bara á skrifstofu borgarstjóra starfi 55 starfsmenn á meðan 75 starfsmenn starfa á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sem sér um alla leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í borginni. En undir það svið heyra 62 leikskólar með um 6000 börn.Eyþór segir að starfsmannahald hafi blásið út í Ráðhúsinu og kostaðurinn við það kominn uppúr öllu valdi.visir/vilhelm„Þá eru 39 frístundaheimili fyrir um 4100 börn, 24 félagsmiðstöðvar með 175.000 heimsóknir á ári, fjórar skólahljómsveitir þar sem 450 nemendur læra á hljóðfæri, Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 250 manns stunda nám og 1500 manns fá náms- og starfsráðgjöf. Undir sviðið heyra 4300 starfsmenn en um er að ræða eitt stærsta og viðamesta svið borgarinnar,“ segir Eyþór. Og er þá fátt eitt talið. Hann segir að miðað við þennan umfangsmikla rekstur skóla- og frístundasviðs hljóti að vakna sú spurning af hverju 75 starfsmenn geti sinnt þeim umfangsmikla rekstri á meðan 55 starfsmenn starfi á skrifstofu borgarstjóra?10 starfsmenn á mannréttindaskrifstofu en 8 á ÍT Enn fremur vekur Eyþór athygli á því að í þessum samanburði eru eingöngu átta starfsmenn sem starfa á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, sem annast allar sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, skíðasvæði, Hitt húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ylströndina og margt fleira.Dagur B. Eggertsson í ræðustól í ráðhúsi Reykvíkinga.Vísir/Anton BrinkÁ sama tíma eru starfsmenn mannréttindastofu fjórðungi fleiri.Jafnframt verður það að teljast sérstakt að mannréttindaskrifstofan sé með 10 starfsmenn þegar að heilt svið á borð við íþrótta- og tómstundasvið kemst af með átta starfsmenn. „Það liggur fyrir í ljósi þessara svara að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnsýslunni með það að leiðarljósi að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu,“ segir Eyþór.Kostnaðurinn óútskýrður Eyþór segir kostnaðinn við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa vaxið úr hófi fram, uppúr öllu valdi og sé kostnaður samfara því algerlega óútskýrður. „Til að mynda er ekki haldið verkbókhald á skrifstofunni en Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði sem enn er óafgreidd í ráðinu,“ segir Eyþór. Hann telur borgarbúa eiga skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um hvers vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á 55 starfsmönnum að halda, með tilheyrandi auknum kostnaði, þegar stærstu svið borgarinnar eru með hlutfallslega færri starfsmenn.Vísir reyndi nú í morgun að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra en án árangurs. Í tengdum skjölum hér neðar getur að líta svar við fyrirspurninni og nánari útlistun á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu.Tengd skjölStöður í stjórnsýslu borgarinnar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Alls 55 starfsmenn starfa á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Aukinn kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur verið til umfjöllunar í sumar en hann hefur vaxið úr 157 milljónum í 800 milljónir á umliðnum tæpum áratug eða um 409,55 prósent. Í borgarráði í gær kom fram svar við fyrirspurn Eyþórs Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í minnihluta, um stöður og stöðuheiti, þá flokkað eftir sviðum, sem heyra undir Ráðhús Reykjavíkur og Höfðatorg.Vel í lagt í öllum samanburði Eyþór furðar sig á miklum vexti í starfsmannahaldi í samtali við Vísi og bendir til dæmis á til samanburðar að bara á skrifstofu borgarstjóra starfi 55 starfsmenn á meðan 75 starfsmenn starfa á skrifstofu skóla- og frístundasviðs sem sér um alla leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili í borginni. En undir það svið heyra 62 leikskólar með um 6000 börn.Eyþór segir að starfsmannahald hafi blásið út í Ráðhúsinu og kostaðurinn við það kominn uppúr öllu valdi.visir/vilhelm„Þá eru 39 frístundaheimili fyrir um 4100 börn, 24 félagsmiðstöðvar með 175.000 heimsóknir á ári, fjórar skólahljómsveitir þar sem 450 nemendur læra á hljóðfæri, Námsflokkar Reykjavíkur þar sem um 250 manns stunda nám og 1500 manns fá náms- og starfsráðgjöf. Undir sviðið heyra 4300 starfsmenn en um er að ræða eitt stærsta og viðamesta svið borgarinnar,“ segir Eyþór. Og er þá fátt eitt talið. Hann segir að miðað við þennan umfangsmikla rekstur skóla- og frístundasviðs hljóti að vakna sú spurning af hverju 75 starfsmenn geti sinnt þeim umfangsmikla rekstri á meðan 55 starfsmenn starfi á skrifstofu borgarstjóra?10 starfsmenn á mannréttindaskrifstofu en 8 á ÍT Enn fremur vekur Eyþór athygli á því að í þessum samanburði eru eingöngu átta starfsmenn sem starfa á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, sem annast allar sundlaugar, íþróttamiðstöðvar, skíðasvæði, Hitt húsið, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, ylströndina og margt fleira.Dagur B. Eggertsson í ræðustól í ráðhúsi Reykvíkinga.Vísir/Anton BrinkÁ sama tíma eru starfsmenn mannréttindastofu fjórðungi fleiri.Jafnframt verður það að teljast sérstakt að mannréttindaskrifstofan sé með 10 starfsmenn þegar að heilt svið á borð við íþrótta- og tómstundasvið kemst af með átta starfsmenn. „Það liggur fyrir í ljósi þessara svara að fara þurfi í gagngera endurskoðun á stjórnsýslunni með það að leiðarljósi að forgangsraðað verði í þágu grunnþjónustu,“ segir Eyþór.Kostnaðurinn óútskýrður Eyþór segir kostnaðinn við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hafa vaxið úr hófi fram, uppúr öllu valdi og sé kostnaður samfara því algerlega óútskýrður. „Til að mynda er ekki haldið verkbókhald á skrifstofunni en Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði sem enn er óafgreidd í ráðinu,“ segir Eyþór. Hann telur borgarbúa eiga skýlausan rétt á því að fá upplýsingar um hvers vegna skrifstofa borgarstjóra og borgarritara þurfi á 55 starfsmönnum að halda, með tilheyrandi auknum kostnaði, þegar stærstu svið borgarinnar eru með hlutfallslega færri starfsmenn.Vísir reyndi nú í morgun að ná tali af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra en án árangurs. Í tengdum skjölum hér neðar getur að líta svar við fyrirspurninni og nánari útlistun á starfsmannahaldi í Ráðhúsinu.Tengd skjölStöður í stjórnsýslu borgarinnar
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira