Íbúar Grafarvogs sagðir hafa áhyggjur af 20 hæða turni í Gufunesi Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2018 11:30 Hér má sjá tölvuteiknaða mynd af turninum sem kemur fyrir í tillögu hollensku arkitektastofunnar Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Jvantspikjer + Felixx Miklar athugasemdir hafa verið gerðar vegna hæða fyrirhugaðra bygginga í Gufunesi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar var greint frá því að óskað hafi verið eftir því að tuttugu hæða turn, sem á að reisa í Gufunesi verði lækkaður. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði kom fram að ekki hefði verið tekið tillit til þessara athugasemda við deiliskipulagsgerðina fyrir svæðið í Gufunesi. Sögðu fulltrúarnir þessar athugasemdir hafa verið ítrekað lagðar fram bæði af íbúasamtökum Grafarvogs og íbúum. Bentu Sjálfstæðismenn á að fyrirhuguð hæð turnsins sé enn óbreytt og að háhýsi á þessum stað stingi í stúf við þá byggðaþróun sem fyrir er á svæðinu og skerði útsýni íbúa. Sögðust þeir annars fagna því að uppbygging sé að hefjast í Gufunesi og að kvikmyndaþorpið sé spennandi hugmynd og góð viðbót við þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem eru í Grafarvogi. Ekki búið að taka ákvörðun um hæð turnsins Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu í sinni bókum að skipulag kvikmyndaþorpsins í Gufunesi væri niðurstaða umfangsmikils samstarfs íbúa Grafarvogs, RVK Studios, borgarinnar, Faxaflóahafna og annarra aðila.Frá Gufunesivísir/vilhelmÍ kjölfar samráðsins var haldin arkitektakeppni þar sem fagleg og þverpólitísk dómnefnd skilaði niðurstöðu. Var það hollenska arkitektastofan Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Í bókuninni kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hæð byggingarinnar sem um ræðir í bókun minnihlutans og sú bygging ekki til samþykktar í þessu deiliskipulagi sem var til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Telja óvíst að turninn muni skyggja á útsýni Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu þessa byggingu það neðarlega í landi og það langt frá næstu byggð í Grafarvogi að ekki sé víst að hún muni skyggja á útsýni svo nokkru nemi. Þá sögðu þeir kvikmyndaþorpið í Gufunesi nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina eða fríríki frumkvöðlanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að halda því til haga að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í dómnefnd um skipulag í Gufunesi hefði gert athugasemdir við turninn. Þá hafi ítrekað komið athugasemdir og ábendingar frá íbúum í Grafarvogi um að turninn sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er og stingur í stúf við umhverfið auk þess að skerða útsýni. Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Miklar athugasemdir hafa verið gerðar vegna hæða fyrirhugaðra bygginga í Gufunesi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í gær þar var greint frá því að óskað hafi verið eftir því að tuttugu hæða turn, sem á að reisa í Gufunesi verði lækkaður. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði kom fram að ekki hefði verið tekið tillit til þessara athugasemda við deiliskipulagsgerðina fyrir svæðið í Gufunesi. Sögðu fulltrúarnir þessar athugasemdir hafa verið ítrekað lagðar fram bæði af íbúasamtökum Grafarvogs og íbúum. Bentu Sjálfstæðismenn á að fyrirhuguð hæð turnsins sé enn óbreytt og að háhýsi á þessum stað stingi í stúf við þá byggðaþróun sem fyrir er á svæðinu og skerði útsýni íbúa. Sögðust þeir annars fagna því að uppbygging sé að hefjast í Gufunesi og að kvikmyndaþorpið sé spennandi hugmynd og góð viðbót við þau fjölbreyttu atvinnutækifæri sem eru í Grafarvogi. Ekki búið að taka ákvörðun um hæð turnsins Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu í sinni bókum að skipulag kvikmyndaþorpsins í Gufunesi væri niðurstaða umfangsmikils samstarfs íbúa Grafarvogs, RVK Studios, borgarinnar, Faxaflóahafna og annarra aðila.Frá Gufunesivísir/vilhelmÍ kjölfar samráðsins var haldin arkitektakeppni þar sem fagleg og þverpólitísk dómnefnd skilaði niðurstöðu. Var það hollenska arkitektastofan Jvantspikjer + Felixx sem vann skipulagskeppnina. Í bókuninni kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hæð byggingarinnar sem um ræðir í bókun minnihlutans og sú bygging ekki til samþykktar í þessu deiliskipulagi sem var til umræðu á fundi borgarráðs í gær. Telja óvíst að turninn muni skyggja á útsýni Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri grænna sögðu þessa byggingu það neðarlega í landi og það langt frá næstu byggð í Grafarvogi að ekki sé víst að hún muni skyggja á útsýni svo nokkru nemi. Þá sögðu þeir kvikmyndaþorpið í Gufunesi nú þegar orðið eitt stærsta atvinnusvæðið í austurhluta borgarinnar, sannkallað þorp skapandi greina eða fríríki frumkvöðlanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu mikilvægt að halda því til haga að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í dómnefnd um skipulag í Gufunesi hefði gert athugasemdir við turninn. Þá hafi ítrekað komið athugasemdir og ábendingar frá íbúum í Grafarvogi um að turninn sé ekki í samræmi við þá byggðaþróun sem fyrir er og stingur í stúf við umhverfið auk þess að skerða útsýni.
Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45
Loftkastalinn kaupir fasteignir í Gufunesi Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi 12. janúar 2018 16:30
Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00