Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2018 08:30 Woody Allen og Soon-Yi-Previn hafa verið gift í 21 ár. Vísir/Getty Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Soon-Yi í New York Magazine sem birtist í gær. Hefur hin 47 ára gamla eiginkona Allen lítið tjáð sig opinberlega um samband þeirra frá því það hófst á níunda áratug síðustu aldar, er hún var 21 árs en hann 56 ára. Sambandið hefur alla tíð verið umdeilt, sökum aldursmunarins en ekki síst vegna þess að Allen var fósturpabbi hennar þegar sambandið hófst og í sambandi með fósturmóður hennar, leikkonunni Miu Farrow. Allen hefur verið í eldlínuninni undanfarið eftir að Dylan Farrow, önnur fósturdóttir Allen, sakaði hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var sjö ára gömul. Lýsti hún misnotkunni ítarlega í viðtali við CBS fyrr á árinu. Henti í hana viðarkubbum ef hún gerði vitleysu Allen hefur ávallt neitað að hafa misnotað Dylan Farrow og í viðtali New York Magazine við Soon-Yi sakaði hún Miu Farrow um að hafa nýtt sér Metoo-hreyfingunna til eigin framdráttar. „Það sem hefur komið fyrir Woody er svo truflandi, svo ósanngjarnt. [Mia] hefur misnotað #Metoo-hreyfinguna og stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Nú fær ný kynslóð að heyra um þessar ásakanir þegar svo ætti ekki að vera,“ sagði Soon-Yi. Í viðtalinu, sem tekið var upp á nokkurra mánaða tímabili fyrr á árinu á heimili Allen og Soon-Yi af blaðakonunni Daphne Merkin, tekur Merkin fram að þau Allen hafi verið vinir um fjögurra áratuga skeið. Þar kemur fram að þar sem Allen hafi lítið sem ekkert tjáð sig um ásakanirnar á hendur honum hafi Soon-Yi ákveðið að stíga fram. Woody Allen og Mia Farrow og fjölskylda. Soon Yi er lengst til hægri.Vísir/Getty Viðtalið þykir eldfimt en Dylan og Ronan Farrow hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem þau gagnrýna viðtalið harðlega. Segir Ronan Farrow meðal annars að það sé skammarlegt auk þess sem að Dylan þvertekur fyrir að móðir hennar hafi stillt henni upp sem fórnarlambi. Gagnrýna þau meðal annars harðlega að vinkona Allen hafi tekið viðtalið. Þá lýsir Soon-Yi því hvernig það hafi komið til að Mia hafi ætleitt hana en þær hittust fyrst á götum Seúl í Suður-Kóreu þegar Soon-Yi var fimm ára og heimilislaus. Þá lýsir hún einnig barnæsku sinni á heimili Farrow og þáverandi eiginmanns hennar, Andre Previn. „Hún reyndi að kenna mér stafrófið með viðarkubbum. Ef ég gerði eitthvað vitlaust þá henti hún þeim í átt að mér eða á gólfið,“ sagði Soon-Yi sem segir að fósturmóðir sín hafi einnig haldið sér á hvolfi svo að blóð rynni í höfuð Soon-Yi, sem hafi átt að gera hana gáfaðri. Í viðtalinu segir Soon-Yi hafa glímt við námserfiðleika sem Mia hafi átt erfitt með að sætta sig við. Þá segist hún ekki muna eftir neinni jákvæðri minningu tengda árunum þar sem hún bjó með Miu en samband Allen og Miu endaði með látum þegar Mia fann myndir af nakinni Soon-Yi sem Allen hafði tekið. Allen og Farrow voru saman í um tólf ár.Vísir/Getty Kyssti hana eftir að hafa horft á Bergman-mynd Samband Soon-Yi og Allen hefur sem fyrr segir þótt afar umdeilt en Mia fann myndirnar árið 1993. Soon-Yi og Allen giftu sig árið 1997. Í viðtalinu greindi Soon-Yi frá því hvernig sambandið hófst. Sagði hún að í fyrstu eftir að Allen kom inn í líf hennar sem eiginmaður fósturmóðir hennar hafi samband þeirra verið lítið sem ekkert. Smám saman hafi þó samband þeirra orðið nánara, ekki síst eftir að Soon-Yi ökklabrotnaði en þá hafi Allen verið til staðar fyrir hana. Eftir það fóru þau saman á körfuboltaleiki, að áeggjan Miu. Samband þeirra hófst árið 1991 og í viðtalinu kemur fram að það hafi hafist eftir að hún kom heim í sumarfrí eftir háskólanám. Hann hafi sýnt henni kvikmynd eftir Ingmar Bergman. „Við töluðum um hana og ég hlýt að hafa heillað hann því að hann kyssti mig. Þannig byrjaði þetta,“ sagði Soon-Yi. Þá segir einnig að bæði hafi þau talið að sambandið myndi ekki endast, það hafi bara verið skot. En þegar nektarmyndirnar af Soon-Yi uppgötvuðust hafi samband þeirra orðið opinbert og því hafi ekki verið aftur snúið. Í viðtalinu þvertekur Soon-Yi að hún hafi einhvern tímann litið á Allen sem föður sinn og segir að það hlutverk hafi Andre Previn leikið. Viðtal New York Magazine við Soon-Yi má lesa hér. Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Diane Keaton trúir Woody Allen Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. 30. janúar 2018 16:13 Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Soon-Yi í New York Magazine sem birtist í gær. Hefur hin 47 ára gamla eiginkona Allen lítið tjáð sig opinberlega um samband þeirra frá því það hófst á níunda áratug síðustu aldar, er hún var 21 árs en hann 56 ára. Sambandið hefur alla tíð verið umdeilt, sökum aldursmunarins en ekki síst vegna þess að Allen var fósturpabbi hennar þegar sambandið hófst og í sambandi með fósturmóður hennar, leikkonunni Miu Farrow. Allen hefur verið í eldlínuninni undanfarið eftir að Dylan Farrow, önnur fósturdóttir Allen, sakaði hann um að hafa misnotað sig kynferðislega er hún var sjö ára gömul. Lýsti hún misnotkunni ítarlega í viðtali við CBS fyrr á árinu. Henti í hana viðarkubbum ef hún gerði vitleysu Allen hefur ávallt neitað að hafa misnotað Dylan Farrow og í viðtali New York Magazine við Soon-Yi sakaði hún Miu Farrow um að hafa nýtt sér Metoo-hreyfingunna til eigin framdráttar. „Það sem hefur komið fyrir Woody er svo truflandi, svo ósanngjarnt. [Mia] hefur misnotað #Metoo-hreyfinguna og stillt Dylan upp sem fórnarlambi. Nú fær ný kynslóð að heyra um þessar ásakanir þegar svo ætti ekki að vera,“ sagði Soon-Yi. Í viðtalinu, sem tekið var upp á nokkurra mánaða tímabili fyrr á árinu á heimili Allen og Soon-Yi af blaðakonunni Daphne Merkin, tekur Merkin fram að þau Allen hafi verið vinir um fjögurra áratuga skeið. Þar kemur fram að þar sem Allen hafi lítið sem ekkert tjáð sig um ásakanirnar á hendur honum hafi Soon-Yi ákveðið að stíga fram. Woody Allen og Mia Farrow og fjölskylda. Soon Yi er lengst til hægri.Vísir/Getty Viðtalið þykir eldfimt en Dylan og Ronan Farrow hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem þau gagnrýna viðtalið harðlega. Segir Ronan Farrow meðal annars að það sé skammarlegt auk þess sem að Dylan þvertekur fyrir að móðir hennar hafi stillt henni upp sem fórnarlambi. Gagnrýna þau meðal annars harðlega að vinkona Allen hafi tekið viðtalið. Þá lýsir Soon-Yi því hvernig það hafi komið til að Mia hafi ætleitt hana en þær hittust fyrst á götum Seúl í Suður-Kóreu þegar Soon-Yi var fimm ára og heimilislaus. Þá lýsir hún einnig barnæsku sinni á heimili Farrow og þáverandi eiginmanns hennar, Andre Previn. „Hún reyndi að kenna mér stafrófið með viðarkubbum. Ef ég gerði eitthvað vitlaust þá henti hún þeim í átt að mér eða á gólfið,“ sagði Soon-Yi sem segir að fósturmóðir sín hafi einnig haldið sér á hvolfi svo að blóð rynni í höfuð Soon-Yi, sem hafi átt að gera hana gáfaðri. Í viðtalinu segir Soon-Yi hafa glímt við námserfiðleika sem Mia hafi átt erfitt með að sætta sig við. Þá segist hún ekki muna eftir neinni jákvæðri minningu tengda árunum þar sem hún bjó með Miu en samband Allen og Miu endaði með látum þegar Mia fann myndir af nakinni Soon-Yi sem Allen hafði tekið. Allen og Farrow voru saman í um tólf ár.Vísir/Getty Kyssti hana eftir að hafa horft á Bergman-mynd Samband Soon-Yi og Allen hefur sem fyrr segir þótt afar umdeilt en Mia fann myndirnar árið 1993. Soon-Yi og Allen giftu sig árið 1997. Í viðtalinu greindi Soon-Yi frá því hvernig sambandið hófst. Sagði hún að í fyrstu eftir að Allen kom inn í líf hennar sem eiginmaður fósturmóðir hennar hafi samband þeirra verið lítið sem ekkert. Smám saman hafi þó samband þeirra orðið nánara, ekki síst eftir að Soon-Yi ökklabrotnaði en þá hafi Allen verið til staðar fyrir hana. Eftir það fóru þau saman á körfuboltaleiki, að áeggjan Miu. Samband þeirra hófst árið 1991 og í viðtalinu kemur fram að það hafi hafist eftir að hún kom heim í sumarfrí eftir háskólanám. Hann hafi sýnt henni kvikmynd eftir Ingmar Bergman. „Við töluðum um hana og ég hlýt að hafa heillað hann því að hann kyssti mig. Þannig byrjaði þetta,“ sagði Soon-Yi. Þá segir einnig að bæði hafi þau talið að sambandið myndi ekki endast, það hafi bara verið skot. En þegar nektarmyndirnar af Soon-Yi uppgötvuðust hafi samband þeirra orðið opinbert og því hafi ekki verið aftur snúið. Í viðtalinu þvertekur Soon-Yi að hún hafi einhvern tímann litið á Allen sem föður sinn og segir að það hlutverk hafi Andre Previn leikið. Viðtal New York Magazine við Soon-Yi má lesa hér.
Bíó og sjónvarp MeToo Bandaríkin Mál Woody Allen Tengdar fréttir Diane Keaton trúir Woody Allen Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. 30. janúar 2018 16:13 Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Diane Keaton trúir Woody Allen Leikkonan Diane Keaton hefur sagt að hún styðji leikstjórann Woody Allen og að hún trúi honum þegar hann neiti ásökunum um kynferðislegt ofbeldi. 30. janúar 2018 16:13
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Lýsti því hvernig Woody Allen misnotaði hana Dylan Farrow, dóttir Woody Allen, segir að hann hafi leitt sig upp á háaloft þegar hún var barn þar sem hann misnotaði hana á meðan hún lék sér með leikfangalest bróður hennar. 18. janúar 2018 15:42