Eru álög á Cleveland Browns? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2018 11:30 Klúðrarinn frá Cleveland. Gonzalez greyið hefur örugglega ekki sofið mikið í nótt. vísir/getty Það eru 632 dagar síðan NFL-lið Cleveland Browns vann síðast leik. Liðið er búið að fá tvö tækifæri til þess að vinna leik í vetur en klúður leikmanna Cleveland er eins og úr góðri lygasögu. Browns tapaði öllum leikjum sínum á síðustu leiktíð en síðasti sigur liðsins kom á aðfangadag fyrir tveimur árum síðan. Í fyrsta leik tímabilsins gerði liðið jafntefli í leik þar sem tækifæri gáfust til þess að vinna en spörkin klikkuðu. Það verður að teljast frekar ólíklegt að sparkarinn Zane Gonzalez verði áfram með vinnu um næstu helgi eftir hörmungina sem hann bauð upp á er Browns tapaði gegn New Orleans í gær, 21-18. Gonzalez klúðraði fjórum spörkum í gær sem kostuðu liðið átta stig. Hann hefði getað komið liðinu í eins stigs forystu með mínútu eftir í gær en klúðraði þá aukastiginu. Þá hafði Cleveland skorað frábært snertimark á fjórðu tilraun. Sending frá miðju endaði með snertimarki. Það snertimark og spark Gonzalez má sjá hér að neðan.Tyrod Taylor to Antonio Callaway for SIX on 4th down to tie it up. The extra point is NO GOOD. 1:16 left in the game. : FOX #CLEvsNOpic.twitter.com/vAI5kFqjo6 — NFL (@NFL) September 16, 2018 Dýrlingarnir náðu þriggja stiga forystu er 21 sekúnda var eftir. Það var samt enn tími til þess að koma Gonzalez í stöðu til þess að skora. Að þessu sinni af 52 jarda færi en hann klúðraði eins og venjulega. Tvær vallarmarkstilraunir í súginn sem og tvær tilraunir fyrir aukastigi. Hörmulegt. „Þetta tap skrifast 100 prósent á mig. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég brást öllum hér í dag og það er miður því það er svo langt síðan við unnum leik,“ sagði niðurbrotinn Gonzalez eftir leik. Eftir leikinn sat aumingja sparkarinn einn og yfirgefinn á bekknum. Enginn kom að hughreysta hann nema Wil Lutz, sparkari Saints, sem fann til með kollega sínum.Awesome moment of true sportsmanship between two kickers. @wil_lutz5pic.twitter.com/VgxHXVubj3 — The Checkdown (@thecheckdown) September 16, 2018 Cleveland á heimaleik gegn NY Jets á fimmtudag og fær þá enn eitt tækifærið til þess að vinna leik. Flestir eru samt farnir að spá í hvernig Cleveland ætli að klúðra sínum málum á ævintýralegan hátt enn eina ferðina. NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
Það eru 632 dagar síðan NFL-lið Cleveland Browns vann síðast leik. Liðið er búið að fá tvö tækifæri til þess að vinna leik í vetur en klúður leikmanna Cleveland er eins og úr góðri lygasögu. Browns tapaði öllum leikjum sínum á síðustu leiktíð en síðasti sigur liðsins kom á aðfangadag fyrir tveimur árum síðan. Í fyrsta leik tímabilsins gerði liðið jafntefli í leik þar sem tækifæri gáfust til þess að vinna en spörkin klikkuðu. Það verður að teljast frekar ólíklegt að sparkarinn Zane Gonzalez verði áfram með vinnu um næstu helgi eftir hörmungina sem hann bauð upp á er Browns tapaði gegn New Orleans í gær, 21-18. Gonzalez klúðraði fjórum spörkum í gær sem kostuðu liðið átta stig. Hann hefði getað komið liðinu í eins stigs forystu með mínútu eftir í gær en klúðraði þá aukastiginu. Þá hafði Cleveland skorað frábært snertimark á fjórðu tilraun. Sending frá miðju endaði með snertimarki. Það snertimark og spark Gonzalez má sjá hér að neðan.Tyrod Taylor to Antonio Callaway for SIX on 4th down to tie it up. The extra point is NO GOOD. 1:16 left in the game. : FOX #CLEvsNOpic.twitter.com/vAI5kFqjo6 — NFL (@NFL) September 16, 2018 Dýrlingarnir náðu þriggja stiga forystu er 21 sekúnda var eftir. Það var samt enn tími til þess að koma Gonzalez í stöðu til þess að skora. Að þessu sinni af 52 jarda færi en hann klúðraði eins og venjulega. Tvær vallarmarkstilraunir í súginn sem og tvær tilraunir fyrir aukastigi. Hörmulegt. „Þetta tap skrifast 100 prósent á mig. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég brást öllum hér í dag og það er miður því það er svo langt síðan við unnum leik,“ sagði niðurbrotinn Gonzalez eftir leik. Eftir leikinn sat aumingja sparkarinn einn og yfirgefinn á bekknum. Enginn kom að hughreysta hann nema Wil Lutz, sparkari Saints, sem fann til með kollega sínum.Awesome moment of true sportsmanship between two kickers. @wil_lutz5pic.twitter.com/VgxHXVubj3 — The Checkdown (@thecheckdown) September 16, 2018 Cleveland á heimaleik gegn NY Jets á fimmtudag og fær þá enn eitt tækifærið til þess að vinna leik. Flestir eru samt farnir að spá í hvernig Cleveland ætli að klúðra sínum málum á ævintýralegan hátt enn eina ferðina.
NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sjá meira
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30
Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30