Eru álög á Cleveland Browns? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. september 2018 11:30 Klúðrarinn frá Cleveland. Gonzalez greyið hefur örugglega ekki sofið mikið í nótt. vísir/getty Það eru 632 dagar síðan NFL-lið Cleveland Browns vann síðast leik. Liðið er búið að fá tvö tækifæri til þess að vinna leik í vetur en klúður leikmanna Cleveland er eins og úr góðri lygasögu. Browns tapaði öllum leikjum sínum á síðustu leiktíð en síðasti sigur liðsins kom á aðfangadag fyrir tveimur árum síðan. Í fyrsta leik tímabilsins gerði liðið jafntefli í leik þar sem tækifæri gáfust til þess að vinna en spörkin klikkuðu. Það verður að teljast frekar ólíklegt að sparkarinn Zane Gonzalez verði áfram með vinnu um næstu helgi eftir hörmungina sem hann bauð upp á er Browns tapaði gegn New Orleans í gær, 21-18. Gonzalez klúðraði fjórum spörkum í gær sem kostuðu liðið átta stig. Hann hefði getað komið liðinu í eins stigs forystu með mínútu eftir í gær en klúðraði þá aukastiginu. Þá hafði Cleveland skorað frábært snertimark á fjórðu tilraun. Sending frá miðju endaði með snertimarki. Það snertimark og spark Gonzalez má sjá hér að neðan.Tyrod Taylor to Antonio Callaway for SIX on 4th down to tie it up. The extra point is NO GOOD. 1:16 left in the game. : FOX #CLEvsNOpic.twitter.com/vAI5kFqjo6 — NFL (@NFL) September 16, 2018 Dýrlingarnir náðu þriggja stiga forystu er 21 sekúnda var eftir. Það var samt enn tími til þess að koma Gonzalez í stöðu til þess að skora. Að þessu sinni af 52 jarda færi en hann klúðraði eins og venjulega. Tvær vallarmarkstilraunir í súginn sem og tvær tilraunir fyrir aukastigi. Hörmulegt. „Þetta tap skrifast 100 prósent á mig. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég brást öllum hér í dag og það er miður því það er svo langt síðan við unnum leik,“ sagði niðurbrotinn Gonzalez eftir leik. Eftir leikinn sat aumingja sparkarinn einn og yfirgefinn á bekknum. Enginn kom að hughreysta hann nema Wil Lutz, sparkari Saints, sem fann til með kollega sínum.Awesome moment of true sportsmanship between two kickers. @wil_lutz5pic.twitter.com/VgxHXVubj3 — The Checkdown (@thecheckdown) September 16, 2018 Cleveland á heimaleik gegn NY Jets á fimmtudag og fær þá enn eitt tækifærið til þess að vinna leik. Flestir eru samt farnir að spá í hvernig Cleveland ætli að klúðra sínum málum á ævintýralegan hátt enn eina ferðina. NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira
Það eru 632 dagar síðan NFL-lið Cleveland Browns vann síðast leik. Liðið er búið að fá tvö tækifæri til þess að vinna leik í vetur en klúður leikmanna Cleveland er eins og úr góðri lygasögu. Browns tapaði öllum leikjum sínum á síðustu leiktíð en síðasti sigur liðsins kom á aðfangadag fyrir tveimur árum síðan. Í fyrsta leik tímabilsins gerði liðið jafntefli í leik þar sem tækifæri gáfust til þess að vinna en spörkin klikkuðu. Það verður að teljast frekar ólíklegt að sparkarinn Zane Gonzalez verði áfram með vinnu um næstu helgi eftir hörmungina sem hann bauð upp á er Browns tapaði gegn New Orleans í gær, 21-18. Gonzalez klúðraði fjórum spörkum í gær sem kostuðu liðið átta stig. Hann hefði getað komið liðinu í eins stigs forystu með mínútu eftir í gær en klúðraði þá aukastiginu. Þá hafði Cleveland skorað frábært snertimark á fjórðu tilraun. Sending frá miðju endaði með snertimarki. Það snertimark og spark Gonzalez má sjá hér að neðan.Tyrod Taylor to Antonio Callaway for SIX on 4th down to tie it up. The extra point is NO GOOD. 1:16 left in the game. : FOX #CLEvsNOpic.twitter.com/vAI5kFqjo6 — NFL (@NFL) September 16, 2018 Dýrlingarnir náðu þriggja stiga forystu er 21 sekúnda var eftir. Það var samt enn tími til þess að koma Gonzalez í stöðu til þess að skora. Að þessu sinni af 52 jarda færi en hann klúðraði eins og venjulega. Tvær vallarmarkstilraunir í súginn sem og tvær tilraunir fyrir aukastigi. Hörmulegt. „Þetta tap skrifast 100 prósent á mig. Ég get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég brást öllum hér í dag og það er miður því það er svo langt síðan við unnum leik,“ sagði niðurbrotinn Gonzalez eftir leik. Eftir leikinn sat aumingja sparkarinn einn og yfirgefinn á bekknum. Enginn kom að hughreysta hann nema Wil Lutz, sparkari Saints, sem fann til með kollega sínum.Awesome moment of true sportsmanship between two kickers. @wil_lutz5pic.twitter.com/VgxHXVubj3 — The Checkdown (@thecheckdown) September 16, 2018 Cleveland á heimaleik gegn NY Jets á fimmtudag og fær þá enn eitt tækifærið til þess að vinna leik. Flestir eru samt farnir að spá í hvernig Cleveland ætli að klúðra sínum málum á ævintýralegan hátt enn eina ferðina.
NFL Tengdar fréttir Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30
Lagði skóna á hilluna í hálfleik Eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íþróttum í háa herrans tíð átti sér stað í leik Buffalo Bills og LA Chargers í NFL-deildinni í gær. Hinn reyndi bakvörður Buffalo, Vontae Davis, lagði þá skóna á hilluna í hálfleik. Já, hann hætti bara í miðjum leik. 17. september 2018 09:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti