Bernhard ehf. mun þurfa að innkalla Honda bifhjól af gerðinni CRF100FA af árgerðinni 2016. Á vef Neytendastofu segir að ástæða innköllunarinnar sé að pinni í standara geti brotnað.
Það geti orðið þess valdandi að standarinn detti niður í akstri eða haldi ekki þegar hjólinu er lagt.
Viðgerðin muni því felast í að skipt er um standara og verður haft við eigendur hjólanna bréfleiðis.
„Neytendastofa hvetur bifhjólaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifhjól og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef stofnunarinnar.
Innkalla bifhjól vegna gallaðra standara
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið


Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung
Viðskipti innlent

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent

Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent


Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent


Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni
Viðskipti innlent
