Áætla að vélmenni búi til fleiri störf en þau ryðja úr vegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. september 2018 12:07 Mikil tilfærsla mun eiga sér stað á vinnumarkaði á komandi árum. vísir/getty Sjálfvirkni mun leiða af sér fleiri störf í framtíðinni heldur en munu glatast vegna vélvæðingarinnar, ef marka má nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Áætlað er að fram til ársins 2022 munu 75 milljón störf verða sjálfvirkni að bráð en að á sama tímabili verði til 133 milljón ný störf vegna þeirra - sem gerir fjölgun upp á 58 milljón störf. Alþjóðaefnahagsráðið segir að með tilkomu aukinnar vélvæðingar verði hægt að færa mikið vinnuafl úr einhæfum, ókrefjandi störfum og nýta þannig betur hæfi- og eiginleika fólks. Sérfræðingar hafa þó sett spurningarmerki við þessa þróun og bent á að ekkert sé í hendi í þessum efnum. Ómögulegt sé að slá því föstu að fólk sem missir vinnuna vegna vélvæðingar gangi inn í önnur „meira krefjandi“ störf. Alþjóðaefnagsráðið segir að með aukinni sjálfvirkni verði hægt að margfalda afköst og framleiðni þeirra starfa sem nú þegar eru til - auk þess sem að sjálfvirkni muni leiða til fjölda nýrra starfa. Til að mynda muni hverskyns gagnasérfræðingum, forriturum og samfélagsmiðlagreinendum fjölga mikið, rétt eins og störfum sem hvíla á „mannlegum sérkennum.“ Í því samhengi er talað um hvers kyns þjónustu-, ráðgjafa og kennslustörf.Styðji við endurmenntun Engu að síður muni sjálfvirkni valda mikilli röskun á vinnumarkaði eftir því sem fleiri störf verða óþörf, sem í nýsköpunarfræðunum er kölluð „skapandi eyðilegging.“ Vélmenni munu að öllum líkindum hirða störf af starfmönnum bókhaldsfyrirtækja, verksmiðja og póstburðarþjónusta, auk þess sem ritarar og gjaldkerar verða með öllu óþarfir þegar fram líða stundir. Meðfram þessum breytingum segir Alþjóðaefnahagsráðið að nauðsynlegt sé að vinnuafl auki hæfni sína og bæti við sig þekkingu á sviðum sem staðið geti af sér áhlaup tækninnar. Í skýrslunni eru stjórnvöld heimsins jafnframt hvött til að koma sér upp öryggisnetum fyrir fólk sem glatar störfum sínum í hendur sjálfvirkninnar. Það megi til að mynda gera með því að styðja fólk til endurmenntunar. Skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins má nálgast hér. Nýsköpun Tækni Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sjálfvirkni mun leiða af sér fleiri störf í framtíðinni heldur en munu glatast vegna vélvæðingarinnar, ef marka má nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). Áætlað er að fram til ársins 2022 munu 75 milljón störf verða sjálfvirkni að bráð en að á sama tímabili verði til 133 milljón ný störf vegna þeirra - sem gerir fjölgun upp á 58 milljón störf. Alþjóðaefnahagsráðið segir að með tilkomu aukinnar vélvæðingar verði hægt að færa mikið vinnuafl úr einhæfum, ókrefjandi störfum og nýta þannig betur hæfi- og eiginleika fólks. Sérfræðingar hafa þó sett spurningarmerki við þessa þróun og bent á að ekkert sé í hendi í þessum efnum. Ómögulegt sé að slá því föstu að fólk sem missir vinnuna vegna vélvæðingar gangi inn í önnur „meira krefjandi“ störf. Alþjóðaefnagsráðið segir að með aukinni sjálfvirkni verði hægt að margfalda afköst og framleiðni þeirra starfa sem nú þegar eru til - auk þess sem að sjálfvirkni muni leiða til fjölda nýrra starfa. Til að mynda muni hverskyns gagnasérfræðingum, forriturum og samfélagsmiðlagreinendum fjölga mikið, rétt eins og störfum sem hvíla á „mannlegum sérkennum.“ Í því samhengi er talað um hvers kyns þjónustu-, ráðgjafa og kennslustörf.Styðji við endurmenntun Engu að síður muni sjálfvirkni valda mikilli röskun á vinnumarkaði eftir því sem fleiri störf verða óþörf, sem í nýsköpunarfræðunum er kölluð „skapandi eyðilegging.“ Vélmenni munu að öllum líkindum hirða störf af starfmönnum bókhaldsfyrirtækja, verksmiðja og póstburðarþjónusta, auk þess sem ritarar og gjaldkerar verða með öllu óþarfir þegar fram líða stundir. Meðfram þessum breytingum segir Alþjóðaefnahagsráðið að nauðsynlegt sé að vinnuafl auki hæfni sína og bæti við sig þekkingu á sviðum sem staðið geti af sér áhlaup tækninnar. Í skýrslunni eru stjórnvöld heimsins jafnframt hvött til að koma sér upp öryggisnetum fyrir fólk sem glatar störfum sínum í hendur sjálfvirkninnar. Það megi til að mynda gera með því að styðja fólk til endurmenntunar. Skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins má nálgast hér.
Nýsköpun Tækni Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira