Mæla með að koma búfénaði í skjól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2018 14:35 Björgunarsveitarmaðurinn Ómar Mohamed H. Zarioh bjargar kind úr skafli við Helluvað og Laxárbakka í Mývatnssveit Vísir/Böddi Gul viðvörun er í gildi fyrir landið allt á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Verst verður veðrið, gangi spár eftir, á föstudag þegar útlit er fyrir hvassa norðvestanátt eins og segir í spá Veðurstofu Íslands. Er talið hyggilegt að huga að skjóli fyrir búfénað. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að ákefðin sem vænta má í úrkomunni á föstudaginn muni á einhverjum tímapunkti slaga í úrkomuna árið 2012. Það ár fennti fé víða í kaf. Mikið óveður gekk yfir Norðurland 10. og 11. september 2012 með fannfergi og viðvarandi rafmagnsleysi dögum saman. Fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á og fennti það í kaf í þúsunda vís. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði dagana á eftir en neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi. Vikurnar á eftir hélt leit áfram en skaðinn var skeður; mörg þúsund kindur höfðu drepist en það vakti athygli að einstaka kind fannst lifandi, grafin í fönn, langt fram eftir októbermánuði. Teitur minnir þó á að veðurspáin geti breyst. „Það sem er rétt að taka frá þessu er að það er norðan áhlaup í vændum og menn verða að vera undir það búnir.“ Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi fyrir landið allt á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Verst verður veðrið, gangi spár eftir, á föstudag þegar útlit er fyrir hvassa norðvestanátt eins og segir í spá Veðurstofu Íslands. Er talið hyggilegt að huga að skjóli fyrir búfénað. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að ákefðin sem vænta má í úrkomunni á föstudaginn muni á einhverjum tímapunkti slaga í úrkomuna árið 2012. Það ár fennti fé víða í kaf. Mikið óveður gekk yfir Norðurland 10. og 11. september 2012 með fannfergi og viðvarandi rafmagnsleysi dögum saman. Fé var enn á fjalli þegar veðrið skall á og fennti það í kaf í þúsunda vís. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leituðu á stóru svæði dagana á eftir en neyðarástandi var lýst yfir á Norðurlandi. Vikurnar á eftir hélt leit áfram en skaðinn var skeður; mörg þúsund kindur höfðu drepist en það vakti athygli að einstaka kind fannst lifandi, grafin í fönn, langt fram eftir októbermánuði. Teitur minnir þó á að veðurspáin geti breyst. „Það sem er rétt að taka frá þessu er að það er norðan áhlaup í vændum og menn verða að vera undir það búnir.“
Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira