Wikileaks segja fregnir um flótta Assange til Rússlands komnar frá Sigga hakkara Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2018 10:26 Sigurður Þórðarson og Julian Assange. Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. Enn fremur segja samtökin að fregnirnar séu runnar undan rifjum Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður er Siggi hakkari. Samkvæmt gögnum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum skrifaði Assange bréf til ræðismanns Rússlands í London í nóvember 2010 þar sem hann bað um að vinur hans Israel Shamir gæti sótt um vegabréfsáritun til Rússlands í hans nafni. Í samtali við AP sagðist Shamir ekki muna til þess hvor hann hefði farið með bréfið til ræðismannsins eða hvort hann hefði fengið vegabréfsáritun fyrir Assange. Hann gat ekki sagt til um hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Hins vegar var minni hans í betra ástandi í janúar 2011 þegar hann var í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Þá sagði Shamir að hann hefði reynt að fá vegabréfsáritun fyrir Assange en hún hefði borist of seint og hann hefði ekki getað notað hana. Á þessum tíma óttaðist Assange að vera handtekinn vegna ákæru um nauðgun og kynferðisbrot í Svíþjóði. Þaðan gæti hann verið framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Blaðamenn AP báru áðurnefnd gögn meðal annars undir fimm fyrrverandi starfsmenn Wikileaks til að staðfesta innihald þeirra. Assange hefur ávalt neitað því að hafa brotið á tveimur konum í Svíþjóð en málið hefur nú verið fellt niður. Hins vegar á hann enn handtöku yfir höfði sér fyrir að mæta ekki fyrir dómara í Bretlandi og þar af leiðandi hefur hann ekki getað yfirgefið sendiráðið. Wikileaks svaraði frétt AP á Twitter þar sem því var haldið fram að þessar fregnir væru rangar. Assange hefði aldrei sótt um vegabréfsáritun til Rússlands. Þá héldu þeir því fram að áðurnefnd gögn kæmu frá Sigga hakkara sem hefur verið dæmdur fyrir skjalafals, fjársvik og barnaníð. Mr. Assange did not apply for such a visa at any time or author the document. The source is document fabricator & paid FBI informant Sigurdur Thordarson who was sentenced to prison for fabricating docs impersonating Assange, multiple frauds & pedophilllia. https://t.co/xzMfhctFx4— WikiLeaks (@wikileaks) September 17, 2018 WikiLeaks Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Wikileaks segir að fregnir af því að Julian Assange hafi hugsað sér að flýja til Rússlands árið 2010 vera falskar. Enn fremur segja samtökin að fregnirnar séu runnar undan rifjum Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður er Siggi hakkari. Samkvæmt gögnum sem AP fréttaveitan hefur undir höndum skrifaði Assange bréf til ræðismanns Rússlands í London í nóvember 2010 þar sem hann bað um að vinur hans Israel Shamir gæti sótt um vegabréfsáritun til Rússlands í hans nafni. Í samtali við AP sagðist Shamir ekki muna til þess hvor hann hefði farið með bréfið til ræðismannsins eða hvort hann hefði fengið vegabréfsáritun fyrir Assange. Hann gat ekki sagt til um hvort þetta hefði gerst í alvörunni. Hins vegar var minni hans í betra ástandi í janúar 2011 þegar hann var í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Þá sagði Shamir að hann hefði reynt að fá vegabréfsáritun fyrir Assange en hún hefði borist of seint og hann hefði ekki getað notað hana. Á þessum tíma óttaðist Assange að vera handtekinn vegna ákæru um nauðgun og kynferðisbrot í Svíþjóði. Þaðan gæti hann verið framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London frá árinu 2012. Blaðamenn AP báru áðurnefnd gögn meðal annars undir fimm fyrrverandi starfsmenn Wikileaks til að staðfesta innihald þeirra. Assange hefur ávalt neitað því að hafa brotið á tveimur konum í Svíþjóð en málið hefur nú verið fellt niður. Hins vegar á hann enn handtöku yfir höfði sér fyrir að mæta ekki fyrir dómara í Bretlandi og þar af leiðandi hefur hann ekki getað yfirgefið sendiráðið. Wikileaks svaraði frétt AP á Twitter þar sem því var haldið fram að þessar fregnir væru rangar. Assange hefði aldrei sótt um vegabréfsáritun til Rússlands. Þá héldu þeir því fram að áðurnefnd gögn kæmu frá Sigga hakkara sem hefur verið dæmdur fyrir skjalafals, fjársvik og barnaníð. Mr. Assange did not apply for such a visa at any time or author the document. The source is document fabricator & paid FBI informant Sigurdur Thordarson who was sentenced to prison for fabricating docs impersonating Assange, multiple frauds & pedophilllia. https://t.co/xzMfhctFx4— WikiLeaks (@wikileaks) September 17, 2018
WikiLeaks Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira