Deilur um þriggja metra skjólveggi sendar aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2018 11:15 Nágrannadeilurnar hafa varið fram og til baka í dómskerfinu. Fréttablaðið/ernir Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira