Kumiko skellir í lás Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. september 2018 13:44 Kumiko sérhæfði sig í litríkum kökum og öðrum myndrænum veitingum. Vísir Japanska te- og kökuhúsið Kumiko mun hætta rekstri í lok september. Kökulistakonan Sara Hochuli opnaði Kumiko á síðari hluta árs 2016 en segir að það sé með trega sem hún neyðist til að skella í lás úti á Granda. Húsnæði Kumiko, sem áður hýsti Grandakaffi, hefur verið sett á sölu og til greina kemur að „selja rekstrarfélagið sem heldur á leyfum til veitingahúsarekstursins ásamt ýmsum tækjum og tólum sem þurfa til slíks reksturs eftir nánara samkomulagi,“ eins og það er orðað í fasteignaauglýsingunni.Sara Hochuli er svissnesk kökulistakona, sem rak te- og kökuhúsið Kumiko.Myndir/AntonÍ tilkynningu á vef Kumiko segir Sara að Kumiko hafi verið „fjölskylduverkefni.“ Hún hefði aldrei náð að opna tehúsið ef ekki hefði verið fyrir stuðning fjölskyldu og vina. Eftir andlát föður hennar í fyrra hafi því „allt breyst. Þetta er ekki eins án hans,“ skrifar Sara. Hún hafi varið síðustu mánuðum í Zürich, þar sem hún rekur sambærilegt japanskt tehús. Daglegur rekstur Kumiko hafi verið í höndum yfirbakarans, sem nú þarf að róa á önnur mið. Án bakarans segir Sara að hún sjái sér ekki fært að reka Kumiko „með afslöppuðum hætti“ frá Sviss sem ennfremur ýtti undir ákvörðun hennar um að loka staðnum. Nánari upplýsingar um Grandagarð 101 má nálgast á fasteignavef Vísis.Eins og sjá má er litadýrðin í fyrirrúmi.Flennistórt japanskt listaverk prýðir einn vegginn.Dökkir og ljósir litir spila saman.Fjólublátt skúmaskot.Yfirbyggður pallur.Og að sjálfsögðu er húsið einnig litríkt að utan. Neytendur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Japanska te- og kökuhúsið Kumiko mun hætta rekstri í lok september. Kökulistakonan Sara Hochuli opnaði Kumiko á síðari hluta árs 2016 en segir að það sé með trega sem hún neyðist til að skella í lás úti á Granda. Húsnæði Kumiko, sem áður hýsti Grandakaffi, hefur verið sett á sölu og til greina kemur að „selja rekstrarfélagið sem heldur á leyfum til veitingahúsarekstursins ásamt ýmsum tækjum og tólum sem þurfa til slíks reksturs eftir nánara samkomulagi,“ eins og það er orðað í fasteignaauglýsingunni.Sara Hochuli er svissnesk kökulistakona, sem rak te- og kökuhúsið Kumiko.Myndir/AntonÍ tilkynningu á vef Kumiko segir Sara að Kumiko hafi verið „fjölskylduverkefni.“ Hún hefði aldrei náð að opna tehúsið ef ekki hefði verið fyrir stuðning fjölskyldu og vina. Eftir andlát föður hennar í fyrra hafi því „allt breyst. Þetta er ekki eins án hans,“ skrifar Sara. Hún hafi varið síðustu mánuðum í Zürich, þar sem hún rekur sambærilegt japanskt tehús. Daglegur rekstur Kumiko hafi verið í höndum yfirbakarans, sem nú þarf að róa á önnur mið. Án bakarans segir Sara að hún sjái sér ekki fært að reka Kumiko „með afslöppuðum hætti“ frá Sviss sem ennfremur ýtti undir ákvörðun hennar um að loka staðnum. Nánari upplýsingar um Grandagarð 101 má nálgast á fasteignavef Vísis.Eins og sjá má er litadýrðin í fyrirrúmi.Flennistórt japanskt listaverk prýðir einn vegginn.Dökkir og ljósir litir spila saman.Fjólublátt skúmaskot.Yfirbyggður pallur.Og að sjálfsögðu er húsið einnig litríkt að utan.
Neytendur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira