Af bruðli Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. september 2018 07:00 Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðarfund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljónum króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbókhaldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðlaheiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Líklegast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfniskröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðarfund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljónum króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbókhaldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðlaheiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Líklegast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfniskröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun