Segir það ekki fara Guðmundi vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2018 17:29 Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Mynd/Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, segir það ekki fara Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti. Þann veikleika geti hann ekki yfirfært á aðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Þór vegna ummæla Guðmundar fyrr í dag þar sem hann skýtur á Fréttablaðið vegna forsíðufréttar blaðsins í gær. Sagði Guðmundur Einar Þór sitja beggja vegna borðsins þar sem hann sé einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.Í frétt Fréttablaðsins kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist væri um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum.Gerir lítið úr blaðamönnum og ritstjórum Einar Þór segir í yfirlýsingu sinni að með yfirlýsingu Guðmundur sé hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. „Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins. Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt,“ segir Einar Þór. Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Að neðan má lesa yfirlýsingu Einars Þórs í heild sinni:-Athugasemd stjórnarformanns 365 miðla hf. og varaformanns stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum-Í yfirlýsingu Guðmundur Kristjánssonar sem hann sendir í tilefni þess að Fréttablaðið flutti fréttir af því í morgun að hann sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, grunaður um alvarleg samkeppnislagabrot, ákveður hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vegur að starfsheiðri þeirra og dylgjar um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins.Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.Einar Þór SverrissonStjórnarformaður 365 miðla hf., Torgs ehf. og varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Einar Þór Sverrisson, formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins, segir það ekki fara Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda, vel að umgangast sannleikann, lög og reglur með réttum hætti. Þann veikleika geti hann ekki yfirfært á aðra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Einari Þór vegna ummæla Guðmundar fyrr í dag þar sem hann skýtur á Fréttablaðið vegna forsíðufréttar blaðsins í gær. Sagði Guðmundur Einar Þór sitja beggja vegna borðsins þar sem hann sé einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.Í frétt Fréttablaðsins kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist væri um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum.Gerir lítið úr blaðamönnum og ritstjórum Einar Þór segir í yfirlýsingu sinni að með yfirlýsingu Guðmundur sé hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vega að starfsheiðri þeirra og dylgja um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. „Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins. Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt,“ segir Einar Þór. Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Að neðan má lesa yfirlýsingu Einars Þórs í heild sinni:-Athugasemd stjórnarformanns 365 miðla hf. og varaformanns stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum-Í yfirlýsingu Guðmundur Kristjánssonar sem hann sendir í tilefni þess að Fréttablaðið flutti fréttir af því í morgun að hann sé til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, grunaður um alvarleg samkeppnislagabrot, ákveður hann að gera lítið úr öllum blaðamönnum og ritstjórum Fréttablaðsins, vegur að starfsheiðri þeirra og dylgjar um að þeir lúti boðvaldi stjórnar félagsins varðandi fréttaflutning. Samkvæmt fjölmiðalögum eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæðar og lúta ekki boðvaldi eigenda eða stjórnarmanna. Þær reglur eru áréttaðar í ritstjórnarreglum Fréttablaðsins og er þeim fylgt í starfsemi Fréttablaðsins.Ég sem formaður stjórnar útgáfufélags Fréttablaðsins skrifa ekki fréttir Fréttablaðsins, ákveð ekki efnistök, eða veit yfirhöfuð hvað birtist í blaði morgundagsins. Þannig er það, hefur verið og mun verða. Störf mín fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og útgáfufélag Fréttablaðsins tengjast ekki á nokkurn hátt.Ég hef oft séð til þess að það fer ekki Guðmundi Kristjánssyni vel að umgangast sannleikann og lög og reglur samfélagsins með réttum hætti. Þann veikleika sinn getur hann ekki yfirfært yfir á aðra.Um yfirlýsingu Guðmundar verður það eitt sagt að margur heldur mig sig.Einar Þór SverrissonStjórnarformaður 365 miðla hf., Torgs ehf. og varaformaður stjórnar Vinnslustöðvarinnar hf.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00
Guðmundur svarar fyrir sig Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. 19. september 2018 12:56