Sóttu kindur áður en vonskuveður skellur á minnugir haustinu 2012 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 19:45 Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“ Dýr Landbúnaður Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Bændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu hafa undanfarna daga staðið í ströngu við að sækja það fé sem eftir er á heiðum í tæka tíð áður en vonskuveður skellur á. Gul viðvörun er í gildi víða á landinu næstu daga og í Aðaldal er gert ráð fyrir allhvassri norðanátt og slyddu eða snjókomu. Bændum á svæðinu eru í fersku minni óveðrið mikla haustið 2012 þar sem ríflega þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi með tilheyrandi tjóni. Því var ákveðið að sækja það fé sem ekki var búið að sækja. „Það er náttúrulega vond veðurspá og við erum svolítið brenndir af því að hafa lent í vondum haustveðrum hérna, síðast 2012. Þannig að við tókum enga séns og þrumuðum bara í þetta og náðum í það sem við héldum að væri eftir,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi á Presthvammi í Aðaldal. Farið var í fyrstu göngur í Aðaldal fyrr í mánuðinum og þá var megnið af fénu sótt. Upphaflega ætluðu bændur í dalnum þó að vera búnir að sækja eftirlegukindurnar en veðrið hefur sett strik í reikninginn. „Upphaflega ætluðum við fara í aðrar göngur föstudaginn og laugardaginn var en það var slæm veðurspá á föstudag þannig að við frestuðum því líka. Við tókum þennan dag og í gær í þetta því það var ekki um annað að ræða. Spáin er það vond,“ segir Sæþór. Fénu var safnað saman upp á heiði í lítilli rétt áður en því var ekið niður á Presthvamm. Þar var fénu svo komið í réttar hendur. Talið er að nánast allt fé sem eftir var sé nú komið til byggða, en hversu margar kindur voru sóttar í dag og í gær? „Á þessum tveimur dögum núna erum við búin að koma með 150-160 en í fyrstu réttum vorum við með sex þúsund en það er búið að ganga mjög vel og þetta er bara gott mál núna.“
Dýr Landbúnaður Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira