Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2018 20:00 Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15