Áhyggjur fólks af öðrum Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. september 2018 07:00 Í vaxandi mæli hef ég tekið eftir því að hér á landi ríkir fremur djúp tilhneiging til miðstýringar eða einhvers konar forsjárhyggju. Fólki er ekki treyst mikið. Frelsi er talið hættulegt. Ég er sífellt að reka mig á dæmi um þetta. Í vikunni þurfti ég að kaupa lúsasjampó vegna þess að skólinn er byrjaður og lúsin þar með komin. Að kvöldlagi er ein búð í Lágmúla sem selur lúsasjampó. Ég spurði mig: Hverju sætir? Af hverju er ekki hægt að kaupa svona vöru í kjörbúð? Ríkir hér ótti við að fólk myndi kaupa of mikið lúsasjampó ef það fengist víðar? Yrði lúsasjampóæði? Áfengi er annað. Ef rauðvín fengist í kjörbúð, er viðbúið — að margra dómi — að landið færi á hliðina. Fólki er ekki treystandi til slíkra valkosta. Það yrði blekölvað alla daga. Ekki má heldur kaupa bjór á fótboltaleik. Það myndi enginn horfa á leikinn. Bara drekka. Ekki má heldur velja börnum sínum hvaða nöfn sem er. Það þarf leyfi. Leyfi þarf til að keyra annað fólk heim til sín gegn gjaldi. Og til að skjóta skjólshúsi yfir ferðafólk. Af þessu hefur kerfið greinilega miklar áhyggjur.Gluggalöggan Stundum fara áhyggjur fólks af hegðun annarra yfir mörk hins súrrealíska. Undanfarin ár höfum við hjónin verið að gera upp hús. Sérstaklega eftirminnilegt var þegar ég sem húseigandi átti fund á Skipulagssviði Reykjavíkurborgar til þess að ræða teikningarnar. Tveir borgararkitektar mættu á fundinn til þess að súpa hveljur og fórna höndum til skiptis yfir því að við ætluðum ekki að hafa gluggapósta á svefnherbergisglugganum. Mér var sagt að yfirmaðurinn hefði hreinlega misst kjálkann niður á bringu þegar hann sá teikninguna. Hann hefði aldrei séð annað eins. Mér var tjáð að póstalaus færi teikningin ekki í gegn. Hér náði forræðishyggjan nýjum hæðum. Hún var komin inn á svið hins fagurfræðilega. Í huganum velti ég fyrir mér hvort gluggalöggan myndi handtaka mig ef ég hlýddi ekki. Á sama fundi var gerð athugasemd við það hvar við hjónin hygðumst hafa baðkarið (inni á baði, semsagt). Baðkarslöggan yrði ekki ánægð. Ég reyndi auðvitað að vera kurteis og hlýðinn. Mig langaði þó mjög til að stinga upp á því að þetta fólk léti sér nægja að spá í sín hús og við hjónin fengjum frið til að spá í okkar. Það er hins vegar lýsandi fyrir ótta manns við yfirvaldið, hræðsluna við duttlungafullt kerfið, að nú þegar ég skrifa þetta — þegar nokkur ár eru liðin frá þessum fundi — finn ég til kvíða yfir mögulegum afleiðingum þess að ég skuli játa hér og nú að við hjónin óhlýðnuðumst. Til að þóknast Skipulagssviði breyttum við bara teikningunum. Í raunveruleikanum er glugginn hins vegar án pósta. Og þannig er nú það. Nú er ég líklega í djúpum skít.Ég kann ekki að skrifa Boðin og bönnin eru út um allt. Stjórnsemin virðist efalaus og óbilgjörn. Hún hvikar hvergi. Um árabil hef ég klórað mér í hausnum yfir miðstýringaráráttunni í skólakerfinu. Þrátt fyrir linnulaust tal um aukið frelsi í skólastarfi og sveigjanleika í þágu nemendanna, er þörfin til almennrar, einstrengingslegrar samræmingar svo yfirdrifin að það virðist ekki vera nokkur leið að breyta því. Samræmd, stöðluð próf skulu send á nemendur eins og tundurskeyti frá djöflinum. Annað dæmi er þó jafnvel enn betra: Skriftarkennslan. Einhvern tímann ákvað einhver að það væri sérstaklega aðkallandi að öll börn á grunnskólaaldri skyldu læra tengiskrift, sem mér skilst að heiti Ítalíuskrift. Ítalíuskrift var fundin upp af Niccolò Niccoli fræðimanni í Flórens á Ítalíu í kringum árið 1400 og þykir svona líka ægilega smekkleg, sérstaklega ef dregið er til stafs með fjöður. Ég get ekki hætt að láta þetta fara í taugarnar á mér. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju börnin mín þurfa að læra þessa skrift. Má fólk ekki skrifa eins og því sýnist? Er ekki aðalatriðið að skriftin sé skiljanleg? Ég þekki dæmi af ágætum nemendum, með góðar einkunnir í öllum fögum nema þessari furðulegu tengiskrift. Skriftin er farin að leggjast á sálina á þeim. Og reyndar mér. Eitt kvöldið, þegar dóttir mín fyrir nokkrum árum átti að skrifa skrilljón eins k í Ítalíuskrift í línustrikað hefti uppgötvaði ég sjálfur að ég gat ekki fyrir nokkra muni hjálpað henni. Ég gat ekki skrifað þetta k. K-ið háir mér þó ekki. Mér finnst skipta meira máli hvað fólk skrifar, heldur en hvernig. En guði sé lof fyrir forræðishyggjufólkið samt. Annars væru ógeðslegir póstalausir gluggar út um allt og þjóðfélagið vaðandi í pöddufullu fólki með fáránleg nöfn að drekka lúsasjampó. Illa skrifandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í vaxandi mæli hef ég tekið eftir því að hér á landi ríkir fremur djúp tilhneiging til miðstýringar eða einhvers konar forsjárhyggju. Fólki er ekki treyst mikið. Frelsi er talið hættulegt. Ég er sífellt að reka mig á dæmi um þetta. Í vikunni þurfti ég að kaupa lúsasjampó vegna þess að skólinn er byrjaður og lúsin þar með komin. Að kvöldlagi er ein búð í Lágmúla sem selur lúsasjampó. Ég spurði mig: Hverju sætir? Af hverju er ekki hægt að kaupa svona vöru í kjörbúð? Ríkir hér ótti við að fólk myndi kaupa of mikið lúsasjampó ef það fengist víðar? Yrði lúsasjampóæði? Áfengi er annað. Ef rauðvín fengist í kjörbúð, er viðbúið — að margra dómi — að landið færi á hliðina. Fólki er ekki treystandi til slíkra valkosta. Það yrði blekölvað alla daga. Ekki má heldur kaupa bjór á fótboltaleik. Það myndi enginn horfa á leikinn. Bara drekka. Ekki má heldur velja börnum sínum hvaða nöfn sem er. Það þarf leyfi. Leyfi þarf til að keyra annað fólk heim til sín gegn gjaldi. Og til að skjóta skjólshúsi yfir ferðafólk. Af þessu hefur kerfið greinilega miklar áhyggjur.Gluggalöggan Stundum fara áhyggjur fólks af hegðun annarra yfir mörk hins súrrealíska. Undanfarin ár höfum við hjónin verið að gera upp hús. Sérstaklega eftirminnilegt var þegar ég sem húseigandi átti fund á Skipulagssviði Reykjavíkurborgar til þess að ræða teikningarnar. Tveir borgararkitektar mættu á fundinn til þess að súpa hveljur og fórna höndum til skiptis yfir því að við ætluðum ekki að hafa gluggapósta á svefnherbergisglugganum. Mér var sagt að yfirmaðurinn hefði hreinlega misst kjálkann niður á bringu þegar hann sá teikninguna. Hann hefði aldrei séð annað eins. Mér var tjáð að póstalaus færi teikningin ekki í gegn. Hér náði forræðishyggjan nýjum hæðum. Hún var komin inn á svið hins fagurfræðilega. Í huganum velti ég fyrir mér hvort gluggalöggan myndi handtaka mig ef ég hlýddi ekki. Á sama fundi var gerð athugasemd við það hvar við hjónin hygðumst hafa baðkarið (inni á baði, semsagt). Baðkarslöggan yrði ekki ánægð. Ég reyndi auðvitað að vera kurteis og hlýðinn. Mig langaði þó mjög til að stinga upp á því að þetta fólk léti sér nægja að spá í sín hús og við hjónin fengjum frið til að spá í okkar. Það er hins vegar lýsandi fyrir ótta manns við yfirvaldið, hræðsluna við duttlungafullt kerfið, að nú þegar ég skrifa þetta — þegar nokkur ár eru liðin frá þessum fundi — finn ég til kvíða yfir mögulegum afleiðingum þess að ég skuli játa hér og nú að við hjónin óhlýðnuðumst. Til að þóknast Skipulagssviði breyttum við bara teikningunum. Í raunveruleikanum er glugginn hins vegar án pósta. Og þannig er nú það. Nú er ég líklega í djúpum skít.Ég kann ekki að skrifa Boðin og bönnin eru út um allt. Stjórnsemin virðist efalaus og óbilgjörn. Hún hvikar hvergi. Um árabil hef ég klórað mér í hausnum yfir miðstýringaráráttunni í skólakerfinu. Þrátt fyrir linnulaust tal um aukið frelsi í skólastarfi og sveigjanleika í þágu nemendanna, er þörfin til almennrar, einstrengingslegrar samræmingar svo yfirdrifin að það virðist ekki vera nokkur leið að breyta því. Samræmd, stöðluð próf skulu send á nemendur eins og tundurskeyti frá djöflinum. Annað dæmi er þó jafnvel enn betra: Skriftarkennslan. Einhvern tímann ákvað einhver að það væri sérstaklega aðkallandi að öll börn á grunnskólaaldri skyldu læra tengiskrift, sem mér skilst að heiti Ítalíuskrift. Ítalíuskrift var fundin upp af Niccolò Niccoli fræðimanni í Flórens á Ítalíu í kringum árið 1400 og þykir svona líka ægilega smekkleg, sérstaklega ef dregið er til stafs með fjöður. Ég get ekki hætt að láta þetta fara í taugarnar á mér. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju börnin mín þurfa að læra þessa skrift. Má fólk ekki skrifa eins og því sýnist? Er ekki aðalatriðið að skriftin sé skiljanleg? Ég þekki dæmi af ágætum nemendum, með góðar einkunnir í öllum fögum nema þessari furðulegu tengiskrift. Skriftin er farin að leggjast á sálina á þeim. Og reyndar mér. Eitt kvöldið, þegar dóttir mín fyrir nokkrum árum átti að skrifa skrilljón eins k í Ítalíuskrift í línustrikað hefti uppgötvaði ég sjálfur að ég gat ekki fyrir nokkra muni hjálpað henni. Ég gat ekki skrifað þetta k. K-ið háir mér þó ekki. Mér finnst skipta meira máli hvað fólk skrifar, heldur en hvernig. En guði sé lof fyrir forræðishyggjufólkið samt. Annars væru ógeðslegir póstalausir gluggar út um allt og þjóðfélagið vaðandi í pöddufullu fólki með fáránleg nöfn að drekka lúsasjampó. Illa skrifandi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar