Sagðir hafa dulbúið sig fyrir innbrot í gagnaverin Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2018 22:28 Sindri Þór Stefánsson er sakaður um að hafa staðið að öllum innbrotunum. Hann yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Vísir Fyrrverandi öryggisvörður Öryggismiðstöðvarinnar er sakaður um að hafa látið þjófa sem brutust inn í gagnaver Advania fá kóða til að slökkva á þjófavarnakerfi og fatnað merktan fyrirtækinu sem þeir klæddust við innbrotið. Þetta kemur fram í ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir að sjö séu ákærðir í málinu, þar á meðal Sindri Þór Stefánsson sem yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Hann er ákærður fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember og janúar og tilraunir til innbrota í tvö önnur. Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Auk Sindra Þórs eru tveir bræður á þrítugsaldri ákærðir vegna innbrotanna, annar þeirra fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja þau en hinn fyrir að standa að tveimur þeirra. Einnig er fyrrverandi öryggisvörðurinn ákærður í málinu. Hann er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania sem brotist var inn í síðast, um miðjan janúar. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00 Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Fyrrverandi öryggisvörður Öryggismiðstöðvarinnar er sakaður um að hafa látið þjófa sem brutust inn í gagnaver Advania fá kóða til að slökkva á þjófavarnakerfi og fatnað merktan fyrirtækinu sem þeir klæddust við innbrotið. Þetta kemur fram í ákæru lögreglustjórans á Suðurlandi.Fréttastofa Ríkisútvarpsins segir að sjö séu ákærðir í málinu, þar á meðal Sindri Þór Stefánsson sem yfirgaf land í vor áður en gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. Hann er ákærður fyrir aðild að innbrotum í fjögur gagnaver þrjár nætur í desember og janúar og tilraunir til innbrota í tvö önnur. Í ákærunni segir að þjófarnir hafi stolið 2.250 tölvuíhlutum, þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Auk Sindra Þórs eru tveir bræður á þrítugsaldri ákærðir vegna innbrotanna, annar þeirra fyrir að hafa tekið þátt í að skipuleggja þau en hinn fyrir að standa að tveimur þeirra. Einnig er fyrrverandi öryggisvörðurinn ákærður í málinu. Hann er sagður hafa látið þjófana fá öryggisupplýsingar um gagnaver Advania sem brotist var inn í síðast, um miðjan janúar.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Rannsókn á Bitcoin-málinu á lokametrunum Tölvurnar enn ófundnar. 31. maí 2018 08:59 Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00 Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00 Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Lögreglulaust þegar gagnaver var rænt Mönnun er vandamál hringinn í kringum landið og stjórnvöld þurfa að huga að öryggisstiginu, segir lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður Lögreglustjórafélags Íslands. 30. ágúst 2018 07:00
Sjö ákærðir vegna innbrota í gagnaver Sex eru ákærðir auk Sindra Þórs Stefánssonar fyrir aðild að þjófnaði á 600 tölvum úr þremur gagnaverum um síðustu áramót. Málið verður þingfest 11. september í Héraðsdómi Reykjaness. 27. ágúst 2018 06:00
Sindri Þór leiddur fyrir dómara í Hafnarfirði Var handtekinn af íslenskum lögreglumönnum þegar hann steig um borð í vél Icelandair í Amsterdam. 4. maí 2018 17:01